Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hart hefurverið sóttað Recep
Tayyip Erdogan,
forsætisráðherra
Tyrklands, síðustu
misserin. Hann hef-
ur þó staðið af sér bæði fjölmenn
götumótmæli og ásakanir um
fjárdrátt, og flokkur hans hélt
velli í sveitarstjórnarkosningum
sem haldnar voru síðasta haust.
Ljóst hefur verið lengi að eftir
um tólf ára setu á stóli forsætis-
ráðherra hefði Erdogan hug á
því að verða forseti landsins, þó
að það embætti sé nokkuð valda-
minna. Er það ekki síst af því að
skipulagsreglur flokks hans
meina honum að bjóða sig fram á
ný sem forsætisráðherra. Það
kom því vart neinum á óvart þeg-
ar Erdogan tilkynnti í upphafi
þessa mánaðar, við mikinn fögn-
uð um 4.000 stuðningsmanna
sinna, að hann hygðist bjóða sig
fram í kosningunum sem haldnar
verða 10. ágúst næstkomandi.
Ljóst er að Erdogan hefur
ekki í hyggju að gefa völd sín eft-
ir með því að færa sig um set.
Stjórnarskrá Tyrklands gefur
honum ýmsa kosti á að víkka út
valdsvið forsetaembættisins og
færa í raun þungamiðju valdsins
frá tyrkneska þinginu yfir til for-
setaembættisins. Gagnrýnendur
Erdogans hafa þegar bent á
hættuna á því að til verði í raun
nýr soldán, þar sem eftirmenn
Erdogans í stóli forsætisráð-
herrans muni ekki
þora að fara gegn
honum, sigri hann í
kosningunum.
Erdogan sjálfur
er séður að þessu
leyti, og hafa dóm-
stólar til að mynda nú aft-
urkallað fangelsisdóma yfir
ýmsum foringjum í tyrkneska
hernum, sem lengi hefur látið
fullmikið til sín taka í stjórn-
málum Tyrklands. Hefur verið
litið á þá aðgerð sem tilraun Er-
dogans til þess að friðmælast við
herinn, en spillingarmálin voru
á sínum tíma hentug leið fyrir
hann til þess að koma sínum
mönnum betur fyrir innan hers-
ins, þó að þau hafi skilið marga
eftir í sárum.
Eftir átök síðustu ára, þar
sem Erdogan hefur brugðist
hart við allri mótstöðu, er ekki
nema von að ýmsir séu uggandi
yfir því hvað gerist fari svo að
forsætisráðherrann færi sig í
stól forsetans, hvað þá ef að
hann tekur nokkuð af völdum
sínum með sér í farteskinu.
Tyrknesk stjórnvöld hafa verið
dugleg í því síðustu mánuðina að
sækja að ýmsum lýðréttindum
fólks, eins og tjáningarfrelsi og
frelsi fréttamanna, og fátt bend-
ir til þess að snúið verði af þeirri
óheillabraut. Reyni Erdogan
ekki að sitja á meiri friðarstóli
sem forseti gæti þróun lýðræðis
í Tyrklandi orðið enn óheilla-
vænni.
Verst geymda
leyndarmál Tyrk-
lands hefur verið
staðfest}
Nýr soldán
á sjónarsviðið?
Sjálfstæðis-flokkurinn kom
illa laskaður út úr
síðustu borgar-
stjórnarkosn-
ingum, eftir að hafa
verið í pólitísku or-
lofi í borginni um
árabil. Kjósendum var ekki
skemmt, ekki einu sinni þeim
sem af tryggð kusu flokkinn
samt. Ekki er augljóst hvernig
hann getur náð sér upp úr þeirri
ömurlegu stöðu. Hann þarf auð-
vitað fyrst og síðast að sýna að
hann viti í hverra umboði hann
starfar og hætta að dingla í bandi
meirihlutans eins og áhrifalaus
hjálparkokkur. Flokkurinn þarf
að vera gagnrýninn og ábyrgur í
senn.
Borgin hefur verið að drabbast
niður. Umgengni fer aftur og
hirðusemi borgaryfirvaldanna
sjálfra hefur aldrei verið mátt-
lausari. Sá sem þáði
borgarstjóralaunin síðasta kjör-
tímabil taldi sig ekkert hafa með
slík mál að gera. Og það sem
verra var, þeir sem raunverulega
fóru með borgarstjóravaldið voru
jafn áhugalausir og duglitlir.
Á síðasta kjörtímabili var
einkar illa haldið á
málefnum eldri
borgaranna. Þar má
mikið bæta. Skipu-
lagsmálin eru einnig
tilvalið verkefni til
að láta sjást til sín.
Gestur Ólafsson
arkitekt benti á það í grein sinni
hér í blaðinu í liðinni viku
„hversu afleiðingar af vondu
skipulagi geta verið afdrifaríkar
og til langs tíma“. Gestur segir
einnig réttilega: „Í Reykjavík er
það þannig með ólíkindum ef ný-
ir borgarfulltrúar vilja t.d. ekki
endurskoða aðalskipulag borg-
arinnar, þótt ekki væri nema við-
víkjandi framtíð flugvallarins,
byggingu mosku, jarðgöngum í
gegnum Öskjuhlíðina, sem eng-
inn veit hvernig eiga að enda og
einu stærsta verslanahverfi Ís-
lands á Örfirisey, sem sam-
kvæmt síðasta aðalskipulagi á að
breyta í hafnir, svo eitthvað sé
nefnt.“
Þarna eru nefnd fáein dæmi
um draumórakennd vinnubrögð
meirihlutans á síðasta kjör-
tímabili, sem þýðingarmikið er
að fara yfir, fella niður eða gjör-
breyta.
Minnihlutann í
Reykjavík skortir
ekki verkefni og
vonandi ekki heldur
vilja}
Verk að vinna
Þ
að hefur verið gaman á yf-
irstandandi heimsmeistaramóti í
knattspyrnu að fylgjast með því
hvernig stuðningsmenn hinna
ólíku landa haga sér. Þeir hafa,
ekki síður en knattspyrnumennirnir sjálfir,
gefið þessu móti mikinn lit og smellið að
átta sig á því að það voru ekki aðeins mörk-
in og dramatíkin og átvaglið Suarez sem
maður beið eftir í þessi fjögur ár heldur var
það loksins að fá að sjá og heyra í stoltum
velunnurum landa sinna.
Líkt og með liðin sjálf er ekki laust við að
maður eigi orðið eftirlætisstuðningsmenn.
Ekki grét ég til dæmis þegar franska stúk-
an var send heim því einhverra hluta vegna
var hún alls ekki nógu hress. Ekki beint
leiðinleg en alls ekki spræk og stundum
varla að það heyrðist í þeim. Það er ekki
það að Frakkar séu ekki ástríðufullir stuðningsmenn,
þeir eru það virkilega, en eitthvað hamlaði þeim í
stúkunni. Trúlega má þó virða það við þá að öskra
ekki þjóðsönginn – Frakkar hafa verið þekktir fyrir
að vilja sýna ólíkum þjóðarbrotum sem Frakkland
byggja tillitssemi. Leyfa fólki að lifa í friði. Þetta er
kannski þróaðasta stúkumenningin eftir allt.
Ef maður kann vel við takt og samtaka hróp, en
síður hipsumhaps-regluna, hafa þýsku stuðnings-
mennirnir eflaust átt upp á pallborðið. Stuðningshóp-
urinn er agaður og allt gengur út á klapp. En maður
þarf klárlega að kunna að meta klapp, mik-
ið klapp, til að vera eins innanbrjósts og
mér.
Svo eru það lið eins og Argentínumenn
sem hrópa ekki heldur syngja nánast allan
leikinn. Þeir eru ekkert ólíkir ensku stuðn-
ingsmönnunum, sem syngja líka mjög mik-
ið, nema Argentínumenn tóna leikinn með
löngum melódíum sem eiga ekkert skylt
við fylleríspolka Englendinganna. Þá hafa
Argentínumenn það fram yfir Englendinga
að þeir dansa líka meðan þeir sýna á sér
ljóðrænar hliðar.
Það hefði verið gaman að sjá fleiri leiki
með stuðningsmönnum Asíuþjóðanna því
þar sá maður spennu sem braust mikið til
út í ópum – tilfinningaþrungnum hrópum
þegar spennan bar fólk ofurliði – mun
dramatískari en grátur og gnístran tanna
hjá mörgum öðrum blóðheitum þjóðum.
Knattspyrnuveislan var ekki svona síðast, fyrir
fjórum árum í Suður-Afríku, en þá yfirgnæfði hið öm-
urlega tól vuvuzela alla þessa flóru frábærra áhang-
enda. Sem betur fer var sá lúður bannaður á þessu
móti og skiljanlegt að fyrst núna sé hægt að spá og
spekúlera aðeins í áheyrendum. Ég get ekki lýst því
hvað það er ólíkt meiri skemmtun að horfa á mótið
núna og sú fullyrðing að þetta sé besta heimsmeist-
aramót í knattspyrnu fyrr og síðar á rétt á sér – því
það er loksins vinnufriður fyrir áhorfendur.
Júlía Margrét
Alexanders-
dóttir
Pistill
Mergjaðir stuðningsmenn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Mismunandi er á millisveitarfélaga hvortleikskólum er lokað ísumar. Í Kópavogi,
Reykjavík, Hafnarfirði, Reykja-
nesbæ og á Akureyri er leikskólum
lokað í 20 daga yfir sumartímann. Í
Garðabæ og Mosfellsbæ er leik-
skólum ekki lokað og ráða foreldrar
í þeim sveitarfélögum hvenær börn-
in þeirra fara í 20 daga sumarfrí,
innan ákveðins orlofstíma.
Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur,
upplýsingafulltrúa á skóla- og
frístundasviði Reykjavíkurborgar,
er gert ráð fyrir því í reglum um
leikskólaþjónustu að leikskólabörn
séu í leyfi í fjórar vikur frá leikskól-
anum og er því gert ráð fyrir að
starfsár leikskólanna sé 11 mánuðir.
„Það er alltaf eitthvað um að fólk
hagræði í kringum leyfin. Eins og
kemur fram í reglum um leik-
skólaþjónustu taka öll leikskólabörn
sumarleyfi í minnst fjórar vikur.
Þurfi foreldrar að nýta sér þjónustu
leikskóla sem opnir eru á öðrum
tímum en þeir taka sumarleyfi er
reynt að koma til móts við þá eins og
kostur er,“ segir Sigrún en tekur
fram að slíkar beiðnir séu fátíðar.
Þurfa frí eins og allir aðrir
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna, segir að börn
þurfi að sjálfsögðu að fá frí frá
skipulögðu skólastarfi eins og allir
aðrir í samfélaginu.
„Vinnuvikan hjá þeim getur verið
ansi strembin og vinnudagar langir
hjá flestum börnum sem eiga úti-
vinnandi foreldra. Mikilvægt er að
brjóta upp rútínuna og eiga góðar
samverustundir með fjölskyldunni í
sumarfríinu,“ segir Margrét.
Hún segir að samkvæmt 31. gr.
barnasáttmálans eigi börn rétt á
hvíld, leik, menningu og frístundum.
„Í sumarfríi geta þau fengið tæki-
færi til að upplifa þessa hluti á ann-
an hátt en hversdags. Vissulega þarf
einnig að horfa til þess að sumar-
lokanir í fjórar eða fimm vikur geta
komið sér sérstaklega illa fyrir for-
eldra sem eru einstæðir og eiga ekki
kost á aðstoð fjölskyldu eða vina
þegar orlofsdagar þeirra eru færri
en þeir dagar sem leikskólinn er lok-
aður. Þá væri gott að hafa einhvern
sveigjanleika til að haga málum í
samræmi við það sem er börnum
fyrir bestu, t.d. með því að loka leik-
skólum skemur og leyfa foreldrum
að velja viðbótarfrí fyrir eða eftir
sumarlokun,“ segir Margrét.
Hún telur að í einstökum tilvikum
gæti það verið betra fyrir barn að
vera í styttra fríi frá leikskóla en að
mismunandi aðilar séu að passa það
og „redda“ þannig málum. „Heilt
yfir mælir umboðsmaður barna að
sjálfsögðu með því að börn fái sam-
fellt sumarfrí,“ segir Margrét.
Þarfir barna í fyrsta sæti
Ingibjörg Kristleifsdóttir, for-
maður Félags stjórnenda leikskóla,
segir nánast undantekningarlaust
að ákvarðanir um lokanir leikskóla
séu pólitískar ákvarðanir.
„Aðalatriðið er að börnin þurfa
samfellt gott frí með fjölskyldunni.
Leikskólastjórnendur skipuleggja
lokun leikskóla í samráði við
rekstraraðila og það getur verið
mismunandi hverjar þarfirnar eru
eftir sveitarfélögum og jafnvel
hverfum. Auðvitað viljum við að at-
vinnulífið lagi sig að þörfum barna
og fjölskyldna en hingað til hefur
það gjarnan verið öfugt,“ segir Ingi-
björg.
Hún segir að samræma þurfi
þarfir allra, foreldra og atvinnulífs,
en að þarfir barna komi alltaf í
fyrsta sæti.
Misjafnt hvort leikskól-
um er lokað í sumar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sumarfrí Umboðsmaður barna segir að í sumarfríi geti börn fengið tæki-
færi til að upplifa hluti á annan hátt en hversdags og frí sé því mikilvægt.
Sumarlokanir leikskóla
» Í Garðabæ og Mosfellsbæ
ráða foreldrar hvenær börn
þeirra fara í frí frá leikskóla.
Þar þurfa börn þó að fara í frí,
samtals í 20 daga.
» Í Kópavogi, Reykjavík, Hafn-
arfirði, Reykjanesbæ og á Ak-
ureyri er leikskólum lokað yfir
ákveðið tímabil. Flestum leik-
skólum er lokað í fjórar vikur
en nokkrum aðeins skemur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sumarlokanir Í Garðabæ og Mos-
fellsbæ er leikskólum ekki lokað.