Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 19

Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 ✝ Hulda Ragn-arsdóttir fædd- ist á Akureyri 7. júlí 1922. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 7. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Ragnar Pálsson, f. 1899, d. 1973, og Ingiríður Eiríksdóttir, f. 1895, d. 1924. Al- systir Huldu var Inga Benónía, f. 1924, d. 1939. Hálfsystkini samfeðra eru Gunnar, f. 1931, d. 1999, Katrín, f. 1932, d. 2009, Guðmunda, f. 1941, Skapti Axel, f. 1943, Sigríður Pálína, f. 1944, Ingi er í sambúð með Guðrúnu Elínu Gunnarsdóttur, f. 1956, og eiga þau Atla Viðar, f. 1987, og Bjarka Frey, f. 1992. Fyrir átti Jón Ingi dótturina Brynju, f. 1975. Magni Ingibergur er kvæntur Nönnu Árnýju Jóns- dóttur og eiga þau Sindra Cæs- ar, f. 1985, Jónu Maren, f. 1989, og Hildi Ingu, f. 1991. Fyrir átti Magni dótturina Huldu, f. 1975. Langömmubörn Huldu eru sex: Móey Pála, Agnar Ingi, Lilja Björk, Katla, Guðrún Lára og Cæsar Barri. Eftir að Hulda giftist var hún heimavinnandi þar til Cæsar dó. Þá fór að hún að vinna í Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar og vann þar fram að starfslokum. Hulda bjó nær alla sína tíð á Ak- ureyri, fyrst í Fróðasundi 10b og síðar í Lindasíðu 4. Jarðarför Huldu fór fram 15. maí 2014, í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. og Klara Margrét, f. 1950. Hulda ólst upp hjá föðurömmu sinni, Margréti Guðmundsdóttur, f. 1867, d. 1951, en hún tók að sér tvö barnabörn sín, Huldu og Þórdísi, f. 1920, d. 1989. Hinn 1. ágúst 1941 giftist Hulda Cæsari Hallgríms- syni, f. 1910, d. 1973. Hulda og Cæsar eignuðust tvö börn sem létust fyrir og rétt eftir fæð- ingu. Tóku þau kjörsoninn Jón Inga, f. 1952, og eignuðust síðan Magna Ingiberg, f. 1956. Jón Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. (Davíð Stefánsson) Þegar allt var að vakna til lífs- ins í vor kvaddi Hulda tengda- móðir mín. Hulda varð háöldruð og hafði lifað tímana tvenna. Hún var af gamla skólanum, traust, samviskusöm og vék sér ekki undan ábyrgð. Þegar hún var ung stúlka flutti hún til Reykjavíkur en dvaldi þar skemur en ætlað var þar sem amma hennar, sú er hafði annast hana í æsku, datt og beinbrotnaði og þurfti á hjálp hennar að halda. Skiptu þær þá um hlutverk og sá Hulda um Mar- gréti ömmu sína meðan hún lifði. Hulda var góð kona og talaði ekki illa um nokkurn mann. Hún var hæglyndismanneskja og aldr- ei sá ég hana skipta skapi. Hún var fagurkeri og bar heimili henn- ar þess vitni. Hulda bar hag sinna nánustu fyrir brjósti og var alltaf til staðar án þess þó að trana sér fram eða reyna að stjórna. Hún hafði góða kímnigáfu og hló manna mest að eigin mistökum. Við þökkum það að hafa fengið að hafa Huldu svona lengi hjá okkur og biðjum þess að ljós og friður fylgi henni. Nanna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Hún amma okkar var hógvær kona og lét fátt raska ró sinni. Við munum til dæmis ekki eftir því að hún hafi nokkurn tímann byrst sig við nokkurn mann. Hún hafði reglu á öllu, allir hennar hlutir höfðu sinn stað og skipulagið var ótrúlegt. Amma var alltaf vel tilhöfð eins og sannri dömu sæmir. Við systkinin minnumst þess varla að hafa séð hana öðruvísi en í kjól eða pilsi. Amma Hulda var alltaf til stað- ar fyrir okkur í fjölskyldunni. Hún átti t.a.m. oft ansi myndar- legan lager af öllu því sem barna- börnin seldu þegar þau voru að stússa í fjáröflunum. Amma hafði góðan húmor og þá sérstaklega fyrir sjálfri sér. Ef hún sagði eða gerði eitthvað klaufalegt hló hún manna hæst og smitaði okkur hin með hlátri sínum. Við munum sakna þess að fara til hennar í árlega jólaboðið. Þar var boðið upp á ekta súkkulaði úr mánaðarbollunum og heimsins bestu piparmyntuköku ásamt öðru. Þrátt fyrir veikindin var amma Hulda með skýra hugsun og húmorinn í lagi fram á síðustu stundu. Hvíldu í friði, elsku amma, við vitum að þér líður betur núna. Þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Hildur Inga, Jóna Maren og Sindri Cæsar. Hulda Ragnarsdóttir Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín Karen. Mamma sagði mér söguna af því þegar ég var skírð í höfuðið á elsku ömmu. Amma var rosa- lega ánægð með nöfnu sína en bað vinsamlegast um að ég yrði ekki kölluð Bíbí eins og hún og spurði hvort það mætti kalla mig Lísu. Foreldrar mínir tóku vel í það og hef ég verið kölluð Lísa síðan. Amma var alltaf stolt af nafninu sínu og þegar ég var yngri á röltinu með ömmu um bæinn og við hittum einhvern sem hún þekkti, sem gerðist eiginlega alltaf því það vissu allir hver amma var, þá kynnti hún mig alltaf sem nöfnu sína og maður heyrði það á rödinni hvað hún var stolt. Þegar ég var yngri eyddi ég miklum tíma á Hringbrautinni hjá ömmu og brölluðum við margt saman. Það er mér efst í huga þegar við fórum niður í kjallara til að baka kleinur, þetta var það skemmtilegasta sem ég gerði og ekki skemmdi fyrir hvað kleinurnar voru góð- ar. Amma varð ekkja þegar hún var rúmlega fimmtug svo hún bjó ein en amma var aldrei ein, hún átti endalaust af vinum og fann sér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera og vissi hún fátt skemmtilegra en að dansa. Amma var mjög fljótfær manneskja en það góða var að hún gat alltaf gert grín að sjálfri sér, ég veit ekki hversu margar gamansögur ég hef heyrt af ömmu. Þegar amma bjó á Hringbrautinni hittumst við fjölskyldan alltaf þar á jóla- dag og spiluðum bingó. Það gekk oftast mikið á í þessum boðum og lagði amma sig alla fram um að allir skemmtu sér vel og hefðu það gott, bjó meira að segja til sveppasúpu án sveppa því einhver barnabörnin borðuðu ekki sveppi. Þú guð sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni (Valdimar Briem) Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég á eftir að sakan þín. Þitt barnabarn, Elínborg Elísabet Guðjónsdóttir. Það er 15. september 2004 og minnsta og fjörugasta stelp- an í fótboltanum á Bíbíar- mótinu er 81 árs. Hún er stór- hneyksluð á því að engum afkomanda sinna hafi enn tekist að gera sig að langömmu. Það er 29. júlí 2006 og HA-bandið spilar fyrir dansi í brúðkaups- veislunni í skíðaskálanum í Hlíðarfjalli. Amma Bíbí er með hvítvínsglas í hendi og blik í auga. Hún er búin að dansa við alla sætustu strákana og flesta hina líka. Það er 6. ágúst 2007 og stórfjölskyldan spilar krok- ket í garðinum á Oddeyrargöt- unni. Unglingarnir eru stoltir yfir snúnustu braut sumarsins og það gengur illa að spila. Nema hjá ömmu Bíbí, í hvert sinn sem litið er af henni er boltinn hennar af dularfullum ástæðum kominn framhjá næstu hindrun og nálægir bolt- ar komnir út af brautinni eða jafnvel út í fjarlæg blómabeð. Það er 11. maí 2008 og við Brynhildur bíðum við stóra gluggann í flugstöðinni á Ak- ureyri. Skírnargestirnir koma að norðan og sunnan en dag- urinn er valinn út frá ferðum fjörugustu ættmóður landsins sem hefur með semingi sam- þykkt að taka sér hlé frá anna- sömu lífi til að halda fjórða barnabarnabarninu undir skírn. Í endurminningunni stígur hún fyrst út úr vélinni í glampandi sólskini og drifhvítum sumar- kjól með drifhvíta slá yfir axl- irnar og barðastóran drifhvítan sumarhatt, gott ef flugstjórinn með kaskeitið fylgist ekki af að- dáun með henni út um hliðar- gluggann á flugstjórnarklefan- um. Það er að minnsta kosti verulegur sláttur á henni þar sem hún bókstaflega skoppar yfir flughlaðið og beint inn í flugstöðina, ljósklædd, kaffi- brún með stór svört sólgler- augu, beint úr djamminu á suð- rænni sólarströnd, e.t.v. örlítið timbruð. Það er 22. október 2011 og ísinn stendur hálf- bráðnaður og ríflega það á eld- húsborðinu á Sólvangsveginum, amma Bíbí reif hann af óþol- inmæði út úr frystinum um leið og hún frétti að von væri á gestum. Börnin lepja ísinn samt af áfergju undir vökulu augna- ráði margra kynslóða á stofu- veggnum. Það er 15. september 2013 og afmælisbarnið er svo- lítið þreytt eftir langa ævi, en himinsæl á ljósmyndinni með tólf spriklandi og spræk barna- barnabörn í kringum sig. Það er 18. júní 2014 og við eigum viku eftir af sex mánaða dvöl í Newcastle. Textaskilaboðin frá Brynhildi eru stutt og sár: „Geturðu komið á Regent? Er að taka lest, amma.“ Þóroddur Bjarnason. Amma Bíbí var hressasta og fjörugasta amma í heimi, stríð- in, fyndin, hláturmild; freknótt og uppátækjasöm eins og full- orðin Lína langsokkur. Hún átti gormaorm sem hoppaði út úr bók og eldaði heitan romm- búðing sem mátti borða með langri skeið undan eldhúsborð- inu. Sem elsta barnabarnið og hið eina í fimm ár naut ég einkadekurs hjá ömmu og afa á Hringbrautinni. Rétt um það leyti sem barnabörnunum fór að fjölga féll afi frá. Ég var ekki orðin sex ára og minning- arnar um ömmu eina eru því miklu fleiri, hún var sjálfstæð, sterk kona sem var í fullri vinnu, átti ótal vinkonur og áhugamál og var því oft upp- tekin. Mér fannst hún lifa spennandi lífi. Þegar undirbúa þurfti bekkjarkvöld var best að hringja í ömmu Bíbí og spyrja um leiki - eða leikrit, hún var alvön að skemmta. Var í öllum mögulegum félögum og gjarnan í stjórn og stöðugt að troða upp. Vann á Hrafnistu og dró gamla fólkið út að dansa þegar sólin skein. Hún fór oftar á ball en nokkur unglingur, las ást- arsögur, tók bílpróf; byrjaði að keyra en hætti því fljótt aftur „því að það sá svo mikið á staurum og skiltum í Hafnar- firði“. Auðvitað eignaðist amma kærasta, hún var um sjötugt þegar þau Siggi hófu sambúð. Þau ferðuðust mikið, spiluðu mikið, hlógu mikið. Léku í aug- lýsingum og brá meira að segja fyrir í bíómynd. Það var alltaf fjör og læti þar sem þau komu. Þau áttu sex ár saman áður en Siggi lést. Það hlýtur að vera ólýsanlega erfitt að missa tvisv- ar maka en amma bugaðist aldrei, hélt sínu striki, lifði spart til að geta ferðast sem mest, fór með vinkonum til út- landa og lenti í ótal ævintýrum sem urðu að gamansögum þeg- ar hún kom heim. Amma var fljótfær og svolítið seinheppin; æðibunugangurinn endaði stundum með ósköpum. Hún hló manna mest að því sjálf; hafði yndi af því að segja hrak- fallasögur af sjálfri sér. Og hló hærra en nokkru sinni þegar barnabörnin tóku Bíbíbrandar- ana saman á bók og gáfu henni á einhverju afmælinu. Það er lúxus að hafa fengið að alast upp með svona svalri og skemmtilegri ömmu. Og langt fram undir nírætt var hún svona öflug; bjó ein og bjargaði sér sjálf, orti vísur, réð kross- gátur og las enn fleiri ástar- sögur. Ég er svo þakklát fyrir að börnin mín náðu að kynnast ömmu Bíbí. Langamma þeirra var hrekkjótt og hress - gormaormurinn var reyndar fluttur ofan í litla kistu en jafnfyndinn og á 8. áratugnum og við hafði bæst lítill kassi með spriklandi kóngulóm úr einhverri utanlandsferðinni; og súkkulaðirúsínur eins og þau gátu í sig látið. Amma naut lífsins, dansaði sig í gegnum það. Það fór skiljanlega í taug- arnar á henni að verða gömul og farlama. Síðustu mánuðirn- ir á Hrafnistu voru henni erf- iðir en því stríði er lokið. Við söknum hennar öll en minn- umst hennar með gleði. Brynhildur Þórarinsdóttir. Í dag kveðjum við eina af okkar kæru heiðursfélögum í Slysavarnadeildinni Hraun- prýði, Elínborgu Elísabetu Magnúsdóttur eða hana Bíbí Magg eins og við kölluðum hana alltaf. En hún minnti okkur líka alltaf á, þegar við sögðum bara Elínborg, að héti sko Elínborg Elísabet Magn- úsdóttir. Hún var lengi í ferðanefnd- inni í Hraunprýði og það voru alveg rosalega flottar ferðir sem við fórum í á þeim tímum og alltaf var hún hrókur alls fagnaðar eins og alls staðar annars staðar þar sem hún kom. Það hafa verið forréttindi að starfa með þessum konum í Slysó, en margar af þeim eru nú farnar í ferðina miklu og ég held að það verði mikið húll- umhæ hjá þeim þegar þær hittast þar sem þær eru núna. Bíbí var gerð að heiðurs- félaga á 70 ára afmæli deild- arinnar og þá einmitt var hún handleggsbrotin. Hún bað mig bara vel að lifa að verða heiðr- uð í þessu ásigkomulagi, ég ráðlagði henni bara að setja nælonsokk yfir gifsið, þá sæist það ekki eins vel. Gastu ekki verið búin að segja mér þetta fyrr, sagði hún og skellihló, búin að ströggla við að spretta upp ýmsum flíkum með löngum ermum. Við Hraunprýðikonur þökk- um Bíbí öll þau ár sem við máttum njóta starfskrafta hennar og kveðjum hana með virðingu. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd Slysa- varnadeildarinnar Hraunprýði, Kristín Gunnbjörnsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN RAGNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR THORLACIUS, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 26. júní verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. júlí kl. 11.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Hólmfríður Margrét Ingibergsdóttir, Pétur Ingibergsson, Guðfinna Hafsteinsdóttir, Sólveig Ingibergsdóttir, Hrefna Sumarlína Ingibergsdóttir, Rúnar Jónasson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Tjörn, áður Brekkugötu 24, Þingeyri, andaðist miðvikudaginn 2. júlí. Útför hennar fer fram frá Þingeyrarkirkju í Dýrafirði laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins á Tjörn. Páll Björnsson, Jóhanna Ström, Kolbrún Björnsdóttir, Bjarni Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR JÓNSSON, Akurgerði 9, Vogum, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16. júlí kl. 13.00. Kristín S. Guðmundsdóttir Guðmundur Harðarson Ágústa Þorbjörnsdóttir Jón Gestur Harðarson Hrönn Harðardóttir Sigurður Oddsson Hildur Harðardóttir Valgarður Valgarðsson Hörður Harðarson Helena Olsen barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum auðsýnda samúð og umhyggju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, SIGURÐAR ARNAR ÚLFARSSONAR Hildur Steindórsdóttir Hermann Örn Sigurðarson Drífa Hrönn Jónsdóttir Guðrún Hulda Sigurðardóttir Heiðrún Hulda Guðmundsdóttir Björn Matthíasson Guðrún Sólveig Steindór Pétursson Sólborg Gígja Guðmundsdóttir Kjartan Þorvaldsson og aðrir ástvinir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.