Morgunblaðið - 07.07.2014, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 188. DAGUR ÁRSINS 2014
Páll Palomares leikur einleik með
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í
Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Hann
leikur Spænska sinfóníu, eða
Symphonie espagnole, eftir franska
tónskáldið Edouard Lalo. Auk þess
leikur hljómsveitin svítu nr. 2 eftir
Bizet um Stúlkuna frá Arles og Ís-
lenska rímnadansa eftir Jón Leifs.
Stjórnandi á tónleikunum er annar
ungur tónlistarmaður, Bjarni Frímann
Bjarnason.
Páll Palomares vann nýlega til
verðlauna í keppni ungra einleikara í
Danmörku. Hann stundaði nám við
Tónlistarskólann í Kópavogi, Lista-
háskóla Íslands og tónlistarháskóla
Hanns Eisler í Berlín og starfar nú
með Kammersveitinni í Randers í
Danmörku. Hann hefur komið fram
sem einleikari með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit-
inni á Alicante á Spáni.
Bjarni Frímann Bjarnason stundaði
nám á fiðlu, víólu og píanó við Tón-
listarskólann í Reykjavík og Lista-
háskóla Íslands og í hljómsveitar-
stjórn við Hanns Eisler-tónlistar-
háskólann í Berlín. Hann er
stjórnandi strengjasveitarinnar
Skarks. Árið 2011 vann hann til verð-
launa í Berlín sem meðleikari söngv-
ara. Í kjölfarið hefur hann notið mik-
illa vinsælda sem meðleikari
söngvara í fremstu röð og haldið með
þeim tónleika víða um Evrópu.
Páll með Sinfón-
íuhljómsveit
unga fólksins
KR og Keflavík eru komin í
undanúrslitin í bikarkeppni
karla í knattspyrnu eftir
nokkuð örugga útisigra í
gærkvöld. KR sigraði
Breiðablik 2:0 á Kópavogs-
velli og Keflavík vann bikar-
meistara síðasta árs, Fram-
ara, 3:1, á Laugardals-
vellinum. Það ræðst síðan í
kvöld hver hin tvö liðin í
undanúrslitunum verða.
»2, 4
KR og Keflavík í
undanúrslitin
Petra Kvitova frá Tékklandi og Novak
Djokovic frá Serbíu urðu Wimbledon-
meistarar í tennis um helgina. Kvit-
ova vann auðveldan sigur á Eugenie
Bouchard frá Kanada í kvennaflokki
en Djokovic lagði hinn gamalreynda
Roger Federer frá Sviss í
hnífjöfnum úrslitaleik í
karlaflokki. »6
Kvitova og Djokovic
unnu Wimbledon
Undanúrslitin á heimsmeistara-
mótinu verða án Neymars. Þau verða
án James Rodríguez og þau verða án
Ronaldos, Balotellis, Vidals, Pogba
og Rooneys. Svona væri hægt að
halda lengi áfram. Lionel Messi og
Arjen Robben eru í raun einu stór-
stjörnurnar sem eru eftir; aðrar ofur-
stjörnur eru búnar að pakka saman
og komnar í frí. »8
Flestar stjörnurnar
þegar úr leik á HM
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Bátasmíðin er kannski hálfgert fikt
og elliglöp. Og þó, ég hef ánægju af
því að sníða til spýtur og lemja með
hamrinum. Á einhverju þarf maður
víst að skeyta skapi sínu,“ segir
Hólmberg Arason á Ísafirði. Á göngu
um Eyrina þar vestra vakti athygli
að sjá bát í smíðum við Tangagötuna.
Bílskúrsdyr stóðu opnar upp á gátt
og smiðurinn var að dútla sér með
verkfæri í hendi.
„Þetta er 36. báturinn sem ég vinn
í. Þennan smíða ég alveg frá kili og
vonast til að hann verði tilbúinn ein-
hvern tíma á næsta ári. Fer mér
hægt við þetta eða eins og heilsan
leyfir,“ segir Hólmberg, sem verður
82 ára í vikunni. Hann er Súðvík-
ingur að uppruna og fór fyrst til sjós
vikuna sem hann fermdist. Var um
dagana í skiprúmi hjá mörgum kapp-
sömum körlum. Vildi svo verða sjálfs
sín herra og með góðra manna hjálp
smíðaði hann bátinn Ágústu ÍS 65,
sem hleypt var af stokkunum árið
1964. Báturinn var fimm tonn og
reyndist vel.
„Bátasmíðin er svolítil kúnst og
því fylgir svolítil stærðfræði að
reikna út öll hlutföll í teikningunum.
Þá er varla sú fjöl í bátnum að hún sé
ekki beygð eða sniðin til á einhvern
hátt. En þetta lærðist með tímanum.
Ágústa var alveg einstakur bátur
sem ég átti í fjögur ár. Þegar harðn-
aði á dalnum varð ég að gera það
upp við mig hvort ég léti bátinn eða
húsið, sem var í bakveði, og það val
var ekki erfitt. En þarna var ég
kominn upp á lagið með bátasmíði
og er enn að,“ segir Hólmberg.
Lagði kjörvið í kjöl
Fyrir nokkrum misserum áskotn-
uðust Hólmberg ágætir bátahnoð-
saumsnaglar frá norsku önglaverk-
smiðjunni Musstad sem systurdóttir
hans gaf honum. „Eitthvað varð að
gera við naglana,“ segir Hólmberg og
brosir. Hann lagði kjörvið í kjöl og
hóf svo smíðina. Og nú er kominn
heildstæður svipur á; vatnsheldur
birkikrossviður er í súðum og
sterkur nælonstrengur lagður í
böndin. Nettri tuttugu hestafla vél
frá Buck hefur verið komið fyrir í
bátnum og fyrir helgina mátaði
smiðurinn stýrishúsið við bátinn, sem
er tæpir sex metrar á lengd og fær
nafnið Fákur. Er með líku lagi og síð-
asti bátur sem Hólmberg smíðaði;
Von, sem Guðjón Ólafsson tengda-
sonur hans á.
Signt yfir seinni part viku
Starf bátasmiðsins er fjölbreytt og
að mörgu að hyggja við handverkið.
Mörg eru verkfærin í smiðju Hólm-
bergs og hverju þeirra er beitt með
sínu lagi. Verkþekkingin er dýrmæt
en ekki síður trúin.
„Ég legg aldrei kjöl að bát nema
signa yfir hann og byrja alltaf seinni
part viku eða á laugardegi. Og hver
veit nema það hafi ráðið einhverju
um að allir mínir bátar hafa komist
heilir í höfn og aldrei orðið miski á
mannskap. Er hægt að biðja um
meira?“ segir bátasmiðurinn á
Eyrinni.
Kúnst að smíða bátinn frá kili
Hólmberg smið-
ur á Ísafirði vinn-
ur í sínum 36. bát
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ern Hólmberg Arason gefur ekkert eftir í bátasmíðinni og vonast til þess að Fákur verði orðinn sjóklár á næsta ári.
Útgerðarmenn á Suðureyri tóku
við Ágústu ÍS þegar Hólmberg
þurfti að láta bátinn frá sér. „Þetta
var happafley. Einu sinni var ég
suður í Dýrafirði og fylgdist með
körlunum koma að landi með sex
tonn af steinbít á bátnum, sem er
fimm tonn. Það var eftirminni-
legt,“ segir Hólmberg um Ágústu,
sem seinna var seld til Patreks-
fjarðar og loks Suðureyrar. Þar var
ætlunin að brenna bátinn kvóta-
lausan en þá gekk Lilja Rafney
Magnúsdóttir, þá oddviti Súgfirð-
inga og nú þingmaður VG, í málið.
Var bátnum bjargað. Er hann eftir-
læti á leikvellinum í þorpinu – þar
sem allt hverfist um sjósókn og
leikir barnanna taka eðlilega mið
af því.
Happafleyið nú á leikvelli
ÁGÚSTA ÍS ER BÁTUR SEM Á MIKLA SÖGU
Leikfang Aflabáturinn fékk nýtt hlutverk.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Stórbruni í Skeifunni
2. Fjöldi fyrirtækja í hættu
3. Fólk haldi sig fjarri
4. Flugmaður læstur úti eftir rifrildi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á þriðjudag Suðvestlæg og síðar suðlæg átt, víða 5-10 m/s og
skúrir, en vestan 8-13 og rigning norðantil fyrir hádegi. Hiti 8 til 16
stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s. Þurrt að mestu norð-
vestantil en annars víða skúrir, einkum síðdegis, og fer að rigna
fyrir austan eftir hádegi. Hiti 7 til 16 stig, mildast sunnanlands.
VEÐURÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
VEÐUR » 8 www.mbl.is