Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 21

Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 Atvinnuauglýsingar Vantar vélstjóra Vantar yfirvélstjóra á Arnar ÁR-55 til afleysinga strax frá og með 18. júlí. Vélastærð: 671 kW. Gerir út á makríl með flottrolli. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma : 694 5220 eða um borð í síma 852 2082. Einnig hægt að senda tölvupóst á audbjorg@audbjorg.is. Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 23. júlí 2014 kl. 13.00 á skrif- stofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. Félagsstarf eldri borgara                               !     "         # $   %         &           '   % ()  *     $           ! "  ##  +'    $ ,-  .   / 0 $ .  1 .     2'  -   1 .     ,    $    3  4.        ,    %("  +'        '  $%  &'&(    '   3() '  0              -     % "             - '             50.   .   ) !#   6    3  6      % "      (&  Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Rotþrær – vatnsgeymar – lindarbrunnar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir – réttar lausnir. Heitir pottar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. NICOLAI BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir Hjólbarðar Frábært tilboð Matador-heilsársdekk framleidd af Continental Matador Rubber. Gæðadekk á mjög góðu verði. Kaldasel ehf, Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 5444 333 kaldasel@islandia.is Dekkjaverkstæði Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald         Hreinsa ryð af þökum, hreinsa þakrennur, laga veggjakrot og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar mæðra okkar á skólaárunum. Það var mikill samgangur milli heimilanna eftir að Birna og Halli fluttu inn í nýbyggða blokk á Meistaravöllunum. Við bjuggum þá í Grænumýri á Seltjarnarnesinu rétt við borg- armörkin og fórum oft í viku yfir móann eða gegnum Grana- skjólið til að leika við Kollu. Okkur fannst ekkert eins flott og nýja íbúðin þeirra og sér- herbergi Kollu var dásamleg- asta meyjarskemma í okkar augum. Að sama skapi held ég að Kolla hafi sótt í kjallarann og háaloftið í gamla húsinu okkar. Síðan urðu fjölkyldurn- ar nágrannar um árabil í Tjarnarmýrinni. Þá voru bræðurnir Kristján og Ás- mundur komnir til sögunnar. Áður áttu þau Birna og Har- aldur Berglindi sem lifði að- eins í fjögur ár og var mikill harmur að öllum kveðinn þeg- ar hún dó af slysförum utan við blokkina okkar árið 1972. Fjölskylda Birnu bjó þá í einu herbergi hjá okkur á Tjarn- arbólinu meðan þau gerðu nýja húsið sitt íbúðarhæft. Kolla, sem er á sama ári og sú okkar þriggja sem er í mið- ið, var alltaf eins og ein af systrunum enda var hún að verða átta ára þegar hún eign- aðist systkin. Og þær Nonný og Birna gegndu móðurhlut- verkinu á víxl gagnvart okkur frænkum. Alla tíð síðan hefur mér fundist ég bundin móð- ursystur minni sérstökum böndum og eftir að mamma dó fannst mér ég komast næst henni þegar ég sat við borðið hjá Birnu eða talaði við hana í síma. Og þá brást ekki að Birna nefndi það við mig hversu sárt hún saknaði systur sinnar og vinkonu. Nú snúa þær bökum saman á ný og Birna er komin til Berglindar sinnar. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til Halla og fjöl- skyldunnar. Linda Vilhjálmsdóttir. Fallegt bros, hæglát fram- koma og hlýleg nærvera, þann- ig birtist Birna mér við fyrstu kynni á heimili þeirra á Tjarn- arstígnum. Heimili hennar stóð mér ávallt opið. Birna var góð og heilsteypt manneskja. Hún var hrein og bein, þó var hún alls ekki skoðanalaus. Hún reyndist mér afskaplega vel á mínum unglingsárum, traustur trúnaðarvinur sem hlustaði af næmi, hlýju og skilningi, og geymdi það sem henni var trú- að fyrir. Í hjarta mínu finn ég til þakklætis í bland við sorg- ina, og er þakklát fyrir að hafa hitt hana skömmu fyrir andlát hennar og geta þannig kvatt hana. Birna hefur nú hlýtt kallinu og tekið stefnuna inn í sólskinið hinum megin. Ég þakka samfylgdina og hlýleik- ann og óska henni fararheilla. Elsku Kolla mín og fjöl- skylda, megi Guð styrkja ykk- ur í sorg ykkar og missi. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Sigríður Berna- detta Lorange. andlát afa Óskars, og fá orð geta betur lýst hugsun minni á stund sem þessari: Sorgir, gleði, ást, tilfinningar, minningar; við söknuð minn kljást. Elsku amma Pálína, þótt mig langi mest að hlaupa á sokka- leistunum heim til þín rétt eins og forðum daga þá er víst kom- ið að kveðjustund. Hvíldu nú í friði við hlið afa Óskars, og ég veit að þið munuð bæði vaka yf- ir okkur öllum um ókomna tíð. Minning þín lifir. Þinn dótt- ursonur, Óskar Hraundal Tryggvason. Árla morguns 29. júní kvaddi Pálína hans Óskars frænda þessa jarðvist. Óskar féll frá 2008, sá síðasti úr hópi alsystk- ina mömmu, og nú við fráfall Pálínu er síðasti hlekkurinn úr elstu kynslóð okkar stóru fjöl- skyldu farinn. Við leiðarlok rifjast upp margar góðar minningar. Ég man fyrst eftir Pálínu á Hvols- velli, en þar bjuggu þau Óskar um árabil ásamt börnum sín- um, Sigrúnu og Ludvig, og þangað lágu leiðir okkar Ingi- bjargar systur oft með mömmu og pabba. Um langan veg var þá að fara svo að ótækt var að fara heim sama dag og var þá dvalið í góðu yfirlæti til næsta dags. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur styrktist sam- bandið enn frekar og nýr fjöl- skyldumeðlimur bættist við, hún Kristín. Nokkrum árum seinna fæddist Gísli Þór bróðir og enn styrktist sambandið og heimsóknir urðu tíðar á milli heimilanna. Pálína og Óskar höfðu afskaplega gaman af að spila á spil og þegar þau voru flutt í bæinn var hist einu sinni í viku yfir vetrartímann og spiluð vist og hafði ég mjög gaman af að fylgjast með þeim. Síðan var stoppað til að fá sér kaffi og kökur og haldið svo áfram fram undir miðnætti. Þetta voru skemmtilegir tímar og ólíkir þeim sem gerast í dag. Pálína og Óskar voru góð heim að sækja og oft var glatt á hjalla. Pálína var húsmóðir af gamla skólanum, hugsaði af natni um börn og bú á meðan Óskar vann úti. Þau áttu fallegt og notalegt heimili og þangað var alltaf gott að koma. Alltaf var okkur fagnað með kossi á kinn og brosi. Það var alltaf stutt í brosið og glaðværðina hjá Pálínu og gat hún oft verið glettin í tilsvörum. Pálína og Óskar voru ákaflega samrýnd og yfirleitt nefnd í sama orðinu. Þar sem Pálína var, þar var Óskar. Pálína naut þess að vera innan um fjölskylduna sína og hafa börn og barnabörn hlúð vel að henni eftir að heilsu hennar fór að hraka. Þegar við Gísli Þór heilsuð- um síðast upp á Pálínu í byrjun maí var hún sjálfri sér lík, glöð og kát og fagnaði manni vel. Var ekki hægt að sjá að þar færi 96 ára gömul kona. Hún var svo slétt í andliti, alveg eins og unglamb, alltaf svo fín í tauinu og vel til höfð. Þegar mamma veiktist fyrir rúmum 30 árum sýndu þau Pál- ína og Óskar hvaða manngæsku og ræktarsemi þau höfðu að geyma og sama sýndu þau við fráfall pabba. Þau vildu allt fyr- ir mömmu og okkur gera og brást ekki að allt hennar veik- indatímabil heimsóttu þau hana um hverja einustu helgi með fullan disk af pönnukökum. Umhyggja þeirra og velvild í garð okkar allra er geymd en ekki gleymd. Elsku Sigrún, Ludvig, Krist- ín, Þórir og fjölskyldur. Við fjölskyldan sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og biðj- um Guð um að blessa minningu góðrar konu. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Hafdís.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.