Morgunblaðið - 07.07.2014, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Allt sem þú segir í dag er svo jákvætt
og uppbyggilegt að aðrir láta sannfærast.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur látið ýmsa hluti reka á reið-
anum en nú er komið að skuldadögum. Svo,
það er þú! Prófaðu að hrista þær af þér í dag.
Leyfðu öðrum að njóta velgengni þinnar með
þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Náið samband étur þig upp eins og
villidýr og þú ræður ekkert við það. Aðrir eru
forvitnir og reyna að finna veikan blett á þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Áhrifamiklir félagar birtast í öllum
stærðum og gerðum. Er hún rétt núna? Hún
er tækifæri til að láta dýrmætustu draumana
rætast.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þráir réttlæti fyrir alla. Kysstu minn-
ingar og dansaðu með öldunum. Einnig væri
gott að ræða við maka um orlof og skapandi
verkefni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Reyndu að finna einhvern sem kann
að deila með þér reynslu þinni. Fólk er svo
sannarlega til í að hlusta á þig um þessar
mundir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú mátt eiga von á ýmsum breytingum á
dagskránni. Farðu líka fram á að fólk skili
hlutum sem þú hefur lánað því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Enginn er alvitur og þú eins og
aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur
þú á röngu að standa. Eyddu ekki tíma í
undanbrögð, heldur gakktu hreint til verks og
kipptu öllu í liðinn aftur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skilningur bogmannsins á orsök
og afleiðingu nær ekki utan um atburði dags-
ins. Beittu því eðlilegri gagnrýni áður en þú
tekur undir málstaðinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert að velta því fyrir þér hvort
þú eigir að sýna meiri hörku í viðkvæmu máli.
Veittu honum aðstoð, ef þú vilt, og þú munt
bara hafa gaman af tiltækinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk kemur með lausnir fyrir þig –
fólk sem veit nánast ekkert um vandamálið.
Einhver uppljóstrar að hann er skotinn í þér.
Ef þú lætur aðra halda að þeir stjórni stjórnar
þú þeim.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver þér nákominn á bágt með að
skilja framkomu þína. Fæst okkar sjá sig í
sama ljósi og fólkið í kringum okkur. Seinna
geturðu dæmt um hvort kynni dagsins séu
æði eða alveg hryllingur.
Ragna Guðvarðardóttir las„skagfirskt grobb“ í Vísna-
horninu og varð að orði:
Drottni þótti dauft á jörð
hann dreymdi um eitthvað meira
svo skapaði hann Skagafjörð
þá skorti hann ekkert fleira.
Gunnar J. Straumland bætir
við:
Margt er það sem miður fer
meðal Íslendinga
en hæst af öllu í heimi ber
hógværð Skagfirðinga.
Hallmundur Guðmundsson tek-
ur einnig til máls og segir Skaffó
gælunafn Skagfirðinga á kjörbúð
þeirri á Sauðárkróki er KS státar
þar af:
Hér gasalegt allt er og “glæsó“
geggjað og dæmalaust “hressó“.
Verðlag er vænt,
víðáttugrænt.
Já allt er hreint æði í Skaffó.
Ólína Þorvarðardóttir hittir
naglann á höfuðið er hún kastar
fram:
Ýmsum veðrið er um megn,
enginn af blíðu gumar.
Þetta rok og þetta regn
það er íslenskt sumar.
Þá Jón Arnljótsson af sama tilefni:
Hér er ekkert veðravíti,
viðmjúk blíða dag og nótt.
Oft þó lognið ögn sér flýti,
ekki þarf að segja ljótt.
Þó að rigni, þrumur drynji,
þorni aldrei heilan dag,
ei er vænst að heimur hrynji,
heldur komist brátt í lag.
Tinna Gígja kvaddi sér hljóðs á
fésbók með brag „í orðastað ofnæm-
ispésa“. Orðið lóra er vitaskuld
skammstöfun á lyfinu lóretíni, sem
vinnur gegn frjónæmi, og er hún
sótt í smiðju hins orðvísa Bjarka
Karlssonar:
Frjónæmi mun fólkið hrjá
uns finnur sumar vetur
kroppnum mínum lóru ljá
læknað bólgur getur.
Reyndar getur regnblautt loft
reddað þessum málum,
en það bælir einnig oft
alla gleði’ í sálum.
Ef það kemur aftur vor
eða sumrið bjarta
undan þessu aukahor-
i aldrei skal ég kvarta.
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Vísnahorn
Af Skagfirðingum, veðri
og frjókornaofnæmi
Í klípu
„ÉG ER HRÆDDUR VIÐ BÖRN!“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ 90 KM
MEÐALHRAÐA EF ÉG KEYRI EKKI
STUNDUM HRAÐAR EN ÞAÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eilífu.
Á MORGUN ER SVO
SPÁÐ RIGNINGU
OG 7 STIGA HITA ...
ÆI, SVO SNJÓAR KANNSKI
BARA ... HVAÐ VEIT MAÐUR? ... HVERJUM
ER EKKI
SAMA!
ÞETTA
HEFUR EKKI
VERIÐ GOTT
SUMAR.
SEGJUM SEM SVO AÐ
ÞÚ VEIÐIR HVAL ...
HVAÐ
SVO?
Eitt af því skemmtilegasta sem Vík-verji gerir er að keyra um landið á
sumarkvöldum. Birtan og kyrrðin sem
hvílir þá yfir öllu er vel til þess fallin að
njóta landsins á sérlega rómantískan
hátt. Um helgina sóttu Víkverji og
betri helmingurinn veislu í um tveggja
tíma fjarlægð frá heimili þeirra. Á
heimleiðinni lá leiðin í gegnum Hval-
fjarðargöng, laust fyrir miðnætti. Þeg-
ar upp úr göngunum kom jók Víkverji
hraðann í takt við merkingar um há-
markshraða en brá nokkuð þegar
sportjeppi með risastórt hjólhýsi í
eftirdragi tók fram úr honum.
x x x
Í fyrsta lagi hefur Víkverji aldrei skil-ið fólk sem flýtir sér í og úr útilegu.
Er hægt að verða of seinn í útilegu?
Hverju missir maður þá af? Fær mað-
ur „seint“ í kladdann?
Í öðru lagi er fullkomlega skýrt, í
umferðarlögum þessa lands, að bílar
með kerrur eða vagna í eftirdragi
megi ekki fara hraðar en sem nemur
80 km á klukkustund.
Þegar sportjeppinn með skulda-
halann fór fram úr Víkverja var hann á
þvílíkum hraða að Víkverji tautaði sem
svo að bílstjóri hans hefði líklega misst
af eins og einum tíma í ökunáminu, þar
sem fjallað var um hámarkshraða.
x x x
Líklega hafa mjög margir misst afþeim tíma, eftir umferðarhraða
útileguþyrstra Íslendinga að dæma.
Reyndar er líka í lögunum kveðið á um
hámarkshraða vörubíla, og þar með
talið allra stóru amerísku pallbílanna
sem fólk notar til að komast í ræktina.
Hámarkshraði þeirra er ekki 90 km á
klukkustund, hvað þá 110. Þeir mega
hraðast keyra á 80 km hraða.
Kannski féll umrædur ökunámstími
bara ítrekað niður?
x x x
Víkverji skilur rökin fyrir því aðskynsamlegast sé að öll umferðin
fari jafn hratt yfir (hefur reyndar aldr-
ei skilið af hverju hægist alltaf á um-
ferð á þjóðvegunum eftir því sem fleiri
eru á ferðinni). Sú hugsun breytir þó
engu um það að ákveðin umferðarlög
gilda í landinu og að við eigum öll að
fara eftir þeim.
Líka þeir sem þurfa að flýta sér í
útilegu, svo þeir geti slappað hraðar af.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er
hreint, skjöldur er hann öllum sem
leita hælis hjá honum. (Sálmarnir 18:31)