Morgunblaðið - 16.07.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Það getur stundum verið áhugavert að ráða í hvað er að gerast að tjaldabaki og hvern- ig þeir andar vinna sem þjóna duldum hags- munum og vinna verða almenning á sitt band vegna áforma sinna. Málefnið helgar þá meðalið og úlfarnir klæðast sauðargærum og nálgast bráðina úr öllum áttum. Svo slungnir eru þessir andar að þeir dáleiða veiðidýrið og fá það til að samþykkja að vera étið. Hvað á ég við með þessum inngangi? Góð spurning. Það fer varla framhjá mönnum að hafinn er áróður fyrir útflutningi raf- magns til Englands. „Eiginhags- munaklíkan“ sem að þessu stendur er ekki enn sýnileg og verður ekki fyrr en sala úr landi er samþykkt. Fyrst eru trúboðarnir sendir út með boð- skapinn, ýmsir áhrifamenn. „Þjóð- hollir“ þingmenn sjá um nauðsyn- legar lagabreytingar og þá loks henda gróðabraskararnir af sér sauð- argærunum. Fjölmiðlar eru ómiss- andi í áróðurshernaðinum, sem snýst um að heilaþvo þjóðina og gera lands- menn jákvæða fyrir því neikvæða. Ég kalla það lýðhyggju þegar áróð- ursmálin sigra þjóðarvitundina. Raf- orkan er blóðrás íslensks atvinnulífs og ein forsenda þess að hægt sé að halda landinu í byggð. Aukið vægi náttúruverndar setur því skorður að ráðist verði í stór- felldar virkjanir á sama hátt og gert hefur verið. Varla hefur tekist að skaffa innlendum atvinnurekstri næga raforku og ekki á því verði sem hagstætt þykir. Raforkan á að lokka erlend fyrirtæki til landsins, útflutn- ingur þess eflir ekki innlent atvinnu- líf. Auðvelt er að ímynda sér for- gangsröðina ef skortur yrði á raforku, t.d. vegna náttúruhamfara. Lokað yrði þá fyrir notkun á íslensk heimili til að þóknast erlendu kaup- endunum, undir því yfirskyni að standa yrði við gerða samninga. Hér áður fyrr blómstraði iðnaður í þessu landi. Iðnmeistarar sem ráku fyrirtæki fóru á iðnsýningar erlendis, rissuðu nýjungar upp í vasabækur sínar og þróuðu til framleiðslu hér heima. Með tilkomu Iðnaðarráðu- neytisins var frumkvæði iðnaðar- manna sett í handjárn og afhent há- skólamenntuðu fólki sem virðist hvorki hafa haft vit né vilja til að við- halda uppbyggingu iðnaðar í landinu. Stjórnvöld létu ekki þar við sitja og með skattalöggjöf, þar sem „hráefn- ið“ sem iðnaðurinn notaði til fram- leiðslu var tollað margfalt hærra en fullunnin innflutt iðnaðarvara, breytt- ist ljónið í kött. Man nokkur eftir öll- um vélsmiðjunum, húsgagnaiðn- aðinum? Skónum frá Gefjun og Iðunni á Akureyri, kuldaúlpunum frá Belgjagerðinni og svo mætti lengi telja? Afurðir búfjár, húðir og gærur, nýttust innlendu framleiðslunni vel. Þúsundir starfa hafa frá árinu 1970 tapast vegna rangrar áherslu í at- vinnumálum. Í vélsmiðjunni Héðni störfuðu, þegar best gekk, álíka margir og í álveri. Hlutfall þjónustu og framleiðslu iðnaðar hefur farið sím- innkandi í atvinnulífi þjóðarinnar og er mjög langt frá þeim viðmið- unarmörkum sem iðn- væddar Evrópuþjóðir telja eðlilegt. Iðn- aðarráðuneytið sá/sér ekkert nema orkufreka stóriðju. Forsvarsmenn raf- orkumála ættu að leggja metnað sinn í að byggja upp íslenskt atvinnulíf og bjóða íslenskum fyrirtækjum næga raforku á viðráðanlegu verði í stað þess að gerast erindrekar er- lends gróðabrasks. Fullyrðingar heimatrúboðs rafmagnsútflutningsins um að hagnaður Íslendinga yrði sam- bærilegur olíugróða Norðmanna ber vott um hversu ósvífins áróðurs má vænta varðandi málin í framtíðinni. Á seinni árum hefur agaleysi og óskilvirk lýðræðisvitund herjað eins og pest á íslenskt samfélag, sem hefur getið af sér andlegan amlóðahátt og metnaðarleysi fyrir íslensku sam- félagi. Ekki er hikað við að ala á þeim hugsunarhætti að drepa niður alla þjóðernisvitund og gera Íslendinga að metnaðarlausu „hráefni“ til að traðka á. Raforkan er okkar af Guði gefin til að vera höfuð á iðnvæðingu en ekki hali. Ráðamenn þurfa þá sýn að fjölgun þjóðarinnar kalli eftir jafnvægi í at- vinnuháttum og að efling iðnaðar sé forsenda fyrir því að stöðva fólksflótta úr landi. Íslenskir iðnaðarmenn sem hrakist hafa m.a. til Noregs eru stór- lega vanmetin auðlind. Framlag þeirra í formi skattgreiðslna og verk- þekkingar sem ekki nýtast lengur ís- lensku þjófélagi ætti að vera stjórn- völdum ábending til breytinga. Öll iðnaðarstörf eru krefjandi. Iðn- aðarmenn eru með dýrt efni á milli handanna sem þeir verða með útsjón- arsemi að nýta sem best. Þeir læra því aga í störfum sínum og það er ein- mitt agi sem sárlega vantar inn í þjóð- arvitundina í dag. Þjóðarsálin þarf á starfsaga verkmenntastéttanna að halda. Á meðan afleiðingar hagstjórnar- innar eru þær að stjórnvöld ráða fólk, sem ræður launum sínum sjálft, til að semja hverja skýrsluna á fætur ann- arri yfir afglöp í ríkistengdum rekstri er varla von að hagur heimilanna vænkist. Ásamt fjölmiðlum stjórnar nú háskólamenntað fólk þjóðfélaginu. Hafa háskólarnir áttað sig á ábyrgð sinni sem þjónar allra Íslendinga? Kenna þeir nemum að spyrja sig: „Hvað get ég gert fyrir þjóðina ef ég verð ráðamaður?“ Eða er kennt: „Þú ert að mennta þig til hærri launa eins og þú átt skilið“? Viðhorf háskólanna skiptir miklu máli um sölu raforku úr landi. Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Eftir Ársæl Þórðarson Ársæll Þórðarson » „Þjóðhollir“ þing- menn sjá um nauð- synlegar lagabreytingar og þá loks henda gróðabraskararnir af sér sauðargærunum. Höfundur er húsasmiður. 15W hugmyndin BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Sumarbrids eldri borgara hjá Bridssambandi Íslands Bridssamband Íslands ætlar að bjóða upp á spilamennsku tvisvar í viku fyrir eldri borgara, á meðan starf- semi eldri borgara á höfuðborgar- svæðinu liggur niðri. Spilað verður á þriðjudögum og fimmtudögum í hús- næði BSÍ að Síðumúla 37, þriðju hæð. Spilamennska byrjar kl. 13. Keppnis- stjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson og reynir hann að aðstoða við myndun para ef spilarar mæta stakir. Keppn- isgjald er 500 kr. á spilara og er kaffi innifalið. Sumarbrids eldri borgara hófst þriðjudaginn 8. júlí og var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 18 para. Efstu pör í N/S (prósentskor): Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 64,8 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 55,6 Bjarni Þórarinss. – Ragnar Björnsson 53,5 AV: Sturla Snæbjss. – Ormarr Snæbjörnss. 67,6 Jóh. Guðmannss. – Tómas Sigurjss. 57,9 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmss. 52,1 Fimmtudaginn 10. júlí var spilaður Howell-tvímenningur með þátttöku 27 para. Efstu pör: Guðm. Sigursteinss. – Auðunn Guðmss. 61,4 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 60,8 Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 59,9 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 57,1 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 56,8 Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 56,0 Heimasíða Sumarbrids eldri borg- ara er: www.bridge.is/eldri. Eins og kunnugt er hefur sjávar- útvegsráðherra tekið ákvörðun sem ber flest öll einkenni þess sem nefnd er „stjórnvalds- ákvörðun“. Ákvörðunin er þess efnis að ríkis- stofnunin Fiskistofa skuli flutt frá Hafn- arfirði til Akureyrar. Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu í svonefndu Landmæl- ingamáli, þar sem Landmælingar ríkisins voru fluttar frá Reykjavík til Akraness, að sú ákvörðun um flutn- ing ríkisstofnunar hafi verið ólög- mæt m.a. vegna þess að hún hafi ver- ið án lagaheimildar. Hæstaréttur var skipaður fimm dómendum, sem voru sammála í forsendum og niðurstöðu. Þetta eykur vægi dómsins. Látum Hæstarétt hafa orðið: „Ákvörðun um heimili stofnunar og varnarþing er meðal grundvallar- atriða í skipulagi hennar. Ljóst er, að miklu skiptir fyrir starfrækslu stofn- unar, hvar henni er fyrir komið strax í upphafi, og ekki skipta minna máli breytingar á aðsetri hennar. Koma í báðum tilvikum við sögu kostnaður við reksturinn, tekjumöguleikar, starfsmannamálefni og hagsmunir þeirra, sem sækja þurfa þjónustu til stofnunar eða hún á viðskipti við, auk fleiri atriða …“ „Við flutning stofnunar koma jafn- framt til sögu kostnaður við flutning- inn sjálfan og sú röskun, sem óhjá- kvæmilega verður á starfrækslu stofnunarinnar við hann, sérstaklega á málefnum starfsmanna hennar. Að framangreindum sjónarmiðum virt- um verður að telja ákvörðun um að- setur ríkisstofnunar þess eðlis, að um hana skuli mælt í lögum. Af því þykir leiða, að ráðherra verði að leita sér skýrrar heimildar í almennum lögum fyrir flutningi stofnunar …“ Lagaheimildar um að ráðherra gæti ákvarðað staðsetningu ríkis- stofnana var síðar aflað. Það gerði hina upphaflegu stjórnvalds- ákvörðun um flutning Landmælinga ekki lögmæta. Þá lagaheimild sem aflað var í kjölfar Landmælingadómsins er ekki lengur að finna í íslenskum lögum. Ákvörðun um flutning Fiskistofu er því jafn ólögmæt og sú ákvörð- un var þegar Land- mælingar ríkisins voru fluttar til Akraness. Stjórnvöld, jafnt hin æðri sem lægri, eru bundin af lögum. Það er hornsteinn þjó- félagsskipunar okkar. Ákvörðunum lægri stjórnvalds, t.d. Fiskistofu, má yfirleitt skjóta til æðri stjórnvalds – til ráðuneytis – þar sem þær eru endurskoðaðar. Þessu er ekki til að dreifa um ákvarðanir sem æðstu stjórnvöld taka. Þau stjórnvöld (ráðherrann) eru eigi að síður bundin af lögum við töku ákvarðana sinna. Æðra stjórn- vald getur ekki tekið ákvörðun um eitthvert málefni, t.d. um flutning ríkisstofnunar frá bænum A til B, vegna þess að B sé svo fagur bær. Menn geta verið sammála um þann smekk en það nægir ekki til að gera slíka ákvörðun lögmæta. Fyrir töku ákvörðunarinnar þurfa að vera mál- efnaleg sjónarmið. Almennt er viðurkennt að stjórnvöld hafi heim- ild til að taka matskenndar ákvarð- anir. Forsenda þessarar heimildar byggist að meginstefnu á þeim sjónarmiðum að stjórnvöld geti brugðist við ófyrirséðum og af- brigðilegum aðstæðum. Slík stjórn- valdsákvörðun, sem kann að vera heimil, er undirorpin þeirri megin- reglu stjórnsýsluréttar að hún verð- ur að byggjast á málefnalegum sjón- armiðum. Þannig er reynt að girða fyrir að geðþóttaákvarðanir verði teknar. Stjórnvaldið verður að undirbyggja væntanlega ákvörðun sína með því að rannsaka fyrst hversu víðtækar heimildir það hefur til töku slíkrar ákvörðunar. Reynist heimildin fyrir hendi verður stjórn- valdið næst að kanna efnisrök í mál- inu, t.d. hvort ákvörðunin leiði til hagræðingar, þá verður að bera saman ávinning og fórnarkostnað. Gæta þarf jafnræðis, meðalhófs, starfsmannamálefna, þjónustu stofnunarinnar og sanngirni. Ákvörðun verður aldrei málefnaleg nema hugað sé að þessu áður en hún er tekin. Til að skýra betur framangreind sjónarmið gerum við borgarar þessa lands ákveðnar kröfur þegar t.d. dómsvaldi er beitt með það að mark- miði að leysa úr þrætum manna. Þessar kröfur eru bundnar í löggjöf sem mælir fyrir um ákveðna að- ferðafæði. Þessi aðferðafræði er ekki tilkomin að ástæðulausu, heldur grundvallast á aldalangri reynslu í vestrænum menningarheimi og að- ferðafræðin tryggir eins og kostur er að rétt niðurstaða fáist í hverju máli. Enginn dómari kemst að niður- stöðu í máli án þess að kynna sér fyrst málavexti og málsástæður. Hann metur rök málflytjenda og þær málsástæður sem þeir leggja á vogarskálar. Hann má ekki fara eftir neinu öðru við úrlausn sína en gild- andi rétti. Það yrði skelfilegt ef hann gæti farið eftir smekk sínum. Fyrst þegar þessari vinnu er lokið getur hann farið að vinna að niðurstöðu sinni. Nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við varðandi stjórnvaldsákvarðanir eða við framkvæmd stjórnsýslunnar. Reynt hefur verið að afla upplýsinga um þau málefnalegu rök sem ákvörðunin byggist á, hvaða úttektir lægu fyrir eða hvernig málið hefði verið hugsað eða undirbúið. Niður- staðan hefur verið með þeim hætti að engin slík athugun virðist hafa farið fram. Hefur verið staðið rétt að málum og samkvæmt lögum varðandi flutn- ing Fiskistofu til Akureyrar? Svarið er einfalt. Nei. Eftir Björn Jónsson » Af því þykir leiða að ráðherra verði að leita sér skýrrar heimildar í almennum lögum fyrir flutningi stofnunar. Björn Jónsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og starfsmaður Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu – nokkur lagaleg sjónarmið Hvern ætlar þú að gleðja í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.