Morgunblaðið - 16.07.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 AF ATP Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Það var allt annað að sjá Ásbrú á laugardagskvöldið var. Gestir sem ætluðu að sjá við Kára og veðurguð- unum voru illa sviknir og sátu kóf- sveittir í þykkum hlífðarfatnaði og litríkum regnkápum á meðan kæru- lausari tónleikagestir svolgruðu í sig veigar á þar til gerðum bekkjum og nutu blíðunnar. Þrátt fyrir að annar hver maður á hátíðinni hafi talað er- lenda tungu var það einmitt þessi garðbekkjastemning sem minnti hvað helst á góðviðrisdag á erlendri grundu. Yfirvegunin var að sama skapi til fyrirmyndar og varla hægt að rifja upp skemmtanahelgi á borð við þessa þar sem stimpingar og annar óskapnaður var í þvílíku lág- marki. Hvort sem það var sökum hás meðalaldurs gesta eða almennr- ar samþjöppunar í rútuferðum til og frá hátíðarsvæðinu, virtust allir ein- huga um að njóta kvöldsins. Dansþyrstir gestir í tjaldi Loksins var hægt að flakka á milli Atlantic Studios og Andrews Theater án þess að eiga það á hættu að kafna í eigin hori og hósta daginn eftir. Dagskráin á síðarnefnda staðnum hófst einmitt með hinni ís- lensku Kríu Brekkan, sem áður var í múm, og elektrósýrutríóinu Fufanu. Ágætis fjöldi var í salnum og stemn- ingin eftir því. Enska sveitin Eaux steig því næst á svið, en draumkennt elektrópoppið minnir um margt á eldri tíma og angurværð áttunda og níunda áratugar síðustu aldar sveif yfir vötnum. Áhugasamir geta kynnt sér lögin „New Peaks“ og „Head“, sem eru virkilega góð. Líkt og fyrri kvöld var góð stemn- ing í plötusnúðatjaldinu sem stóð fyr- ir utan Atlantic Studios og dans- þyrstir gestir hristu þar skanka á milli stærri tónleika á stóru svið- unum. Að þessu sinni voru það plötu- snúðarnir Benson Is Fantastic, Decl- an Allen og Ben Power sem sáu um að halda gestum heitum fyrir mið- nætti en þeir tveir síðastnefndu eru einmitt viðriðnir breska drónabandið Fuck Buttons sem spilaði kvöldið áð- ur. Lagaval þeirra félaga var mjög skemmtilegt og kom í raun mikið á óvart. Þeir spiluðu mikið af rappi frá níunda og tíunda áratug síðustu aldar og má þar nefna eilífðarsmellinn „Straight Outta Compton“ með N.W.A. auk þess sem lög Caribou, Santigold og M.I.A. fengu að njóta sín. Gaman að því. Interpol í góðum gír Atlantic Studios hélt dampi og var áfram notað til að hýsa stærstu tón- leika hátíðarinnar. Þetta kvöldið voru bresk-bandarísku rokkararnir í Interpol klárlega stærsta númerið en áður en þeir stigu á svið áttu flytj- endur á borð við Sin Fang, For a Mi- nor Reflection, I Break Horses og Devendra Banhart sviðsljósið. Þar ber helst að nefna þann síðastnefnda, bandarískan þjóðlagasmið sem á ætt- ir að rekja til Venesúela. Kappinn er ekki óhræddur við að fara ótroðnar slóðir, en hann hefir verið iðinn innan „fríkfólk“-senunnar og meðal annars unnið með Joönnu Newsom og til- raunapoppurunum í CocoRosie. Kauði var nokkuð heillandi og náði vel til áhorfenda á milli laga. Það heppnast sjaldnast þegar tónlistar- menn reyna á kímnigáfuna og sniðugheitin á milli laga en glensið fór Banhart vel. Maður fékk það reyndar á tilfinninguna að hann segði ætíð sömu brandara á tónleikum sín- um og ætti mögulega brandarabók í vasanum sem hann gluggaði í á milli laga. Þar sem fæstir höfðu barið kappann augum áður virkaði það þó vel. Þá var komið að hápunkti kvölds- ins. Interpol steig á svið um mið- nætti og kastararnir böðuðu með- limina dulúðlegu ljósi. Að sama skapi var listaverki af plötunni El Pintor, sem kemur út í haust, varpað á vegginn fyrir aftan þá, en um er að ræða þrívíddarverk af höndum og kom það mjög vel út. Það var hálf- gerð skóglápsstemning á tónleik- unum og kraftmikil hljómsveitin dá- leiddi skarann með ljúfsáru rokkinu. Tekin voru lög af öllum fimm plötum sveitarinnar nema einni, Our Love to Admire, sem kom nokkuð á óvart. Það var mjög gaman að heyra alla gömlu slagarana af Turn on the Bright Lights, sem gerði allt vitlaust í upphafi aldarinnar, en „NYC“, „Hands Away“ og „Leif Erikson“ féllu vel í kramið hjá áheyrendum. Lögin af nýju plötunni virðast vera heldur poppaðri en heyrst hefur áð- ur frá sveitinni og má þar nefna lag- ið „All the Rage Back Home“, sem býr yfir einhverjum háskólarokks- hljómi sem er ekki alveg að gera sig. Það verður auk þess að teljast von- brigði að sveitin tók ekki „Obstacle 1“ af Turn on the Bright Lights sem er eflaust hennar vinsælasta. Eftir tónleikana komst þó einhver í laga- lista sveitarinnar og kom í ljós að lagið hefði átt að vera þriðja upp- klappslagið en sveitin tók því miður bara tvö þeirra. Fyrra lagið af þeim tveim, „Lights“, sem finna má á fjórðu plötu hennar, Interpol, var þó að öllum líkindum hástig tónleik- anna en dramatíkin í laginu fór vel saman við drungalega ljósasýn- inguna og tregablandnir tónarnir voru til þess fallnir að ýta undir til- finningasemi tónleikagesta. Dansað langt fram á nótt Íslenska skóglápssveitin Singa- pore Sling lauk dagskránni í Atlantic Studios þetta árið og gerði það með glæsibrag. Vissulega var farið að tínast út úr salnum, enda klukkan farin að ganga þrjú eftir miðnætti og löng rútuferð til Reykjavíkur beið gesta. Stemningin var engu að síður góð og hörðustu áhangendur sveitarinnar stigu trylltan dans. Skuggabaldurinn Henrik Björnsson var flottur að vanda, sem og aðrir meðlimir sveitarinnar, og tambúr- ínan fékk að njóta sín. Í samræmi við fyrri kvöld og fyrri hátíðir var einnig boðið upp á kvik- myndagláp þetta kvöldið. Dagskráin hófst á hinni dönsk-skosku Wilbur Wants to Kill Himself, en eins og áð- ur segir voru það meðlimir Portis- head sem völdu kvikmyndirnar sem sýndar voru á hátíðinni. Myndirnar All Is Lost, Badlands og Rollerball fylgdu henni á eftir en þeirra á milli var slegið upp spurningakeppni þar sem Lord nokkur Sinclair sá um spurningarnar, sem sneru flestar að tónlist eða annarri list. Hópur breskra tónlistargesta fór með sigur af hólmi og hlutu þeir miða á hátíð- ina á næsta ári í verðlaun. Skemmti- legur liður í skemmtilegri dagskrá. Jöfnuður gesta mikill Dagskránni lauk um þrjú og ekk- ert beið nema miðbær Reykjavíkur Skuggabaldrar og skóglápssveinar  Hátíðinni All Tomorrow’s Parties lauk á laugardaginn Fegurð Tónleikar rokksveitarinnar Interpol voru afar fallegir fyrir augað. »Maður fékk þaðreyndar á tilfinn- inguna að hann segði ætíð sömu brandara á tónleikum sínum og ætti mögulega brandarabók í vasanum sem hann gluggaði í á milli laga. Flottur Paul Banks, söngvari Interpol, tók sig mjög vel út bað- aður rauðu ljósi á tónleikum sveitarinnar á laugardaginn. Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson Lorin Varencove Maazel, banda- rískur stjórnandi, fiðluleikari og tónskáld, lést á heimili sínu í Virg- iníu síðastliðinn sunnudag, 84 ára að aldri. Hann starfaði meðal ann- ars við ýmsar hljómsveitir, þar á meðal Sinfóníuhljómsveitina í Pitt- sburgh og Fílharmóníuna í New York. Hann lét af störfum við Fíl- harmóníuna í München í júní síðast- liðnum. AFP Í tónlist Lorin Maazel starfaði víða. Stjórnandinn Lorin Maazel látinn All Tomorrow’s Parties 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.