Morgunblaðið - 02.08.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.08.2014, Qupperneq 10
Malín Brand malin@mbl.is S teinn sem verið hefur of- an í á skiptir sannarlega um áferð og útlit þegar hann þornar. Ef rýnt er í steininn má stundum sjá alls kyns mynstur í honum og ef vel er að gáð gætu sömuleiðis verið á honum ýmsar myndir. Síð- an árið 1997 hefur Gréta Berg gef- ið steinunum gaum, skoðað mynd- irnar á þeim og málað þessar sömu myndir á striga. Stundum áttar Gréta sig ekki á eðli myndanna fyrr en eftir að málverkin eru tilbúin og meðal annars þannig komast boðin frá náttúrunni til skila. Þessi verk koma fyrir sjónir almennings á sýningu sem verður opnuð í Perlunni á morgun, sunnu- daginn 3. ágúst. Þar geta gestir líka skoðað steinana sem þar verða til sýnis. Heimspekin í listinni Það má í rauninni segja að Gréta sé heimspekingur líka og að baki mörgum verkanna eru gríð- armiklar vangaveltur. „Vinnan mín er svo mikið inni í heimspekinni og hugsjónunum sem ég kem með inn í myndirnar,“ segir Gréta og út- skýrir hvernig heimspekin, hjúkr- unarfræðin og myndlistin eiga sam- leið. „Þessi umhyggja, kærleikurinn til alls og síðast en ekki síst náttúr- an skiptir okkur Íslendinga mjög miklu máli. Við þurfum að líta inn í náttúruna til að vera heilbrigð. Þangað sækjum við kyrrðina og í grænum skógi getur maður orðið endurnærður.“ Mannfólkið slípast eins og steinarnir Hjúkrunarfræðingurinn og listakonan Gréta Berg hefur öðlast djúpan skilning á mannlegu eðli í gegnum starf sitt og listina. Samhliða því sem hún kennir dval- argestum Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði slökun hlustar hún á náttúruna og þau skilaboð sem hún færir okkur. Boðunum kemur hún til skila í gegnum mál- verk sín sem eru djúp og áhrifarík. Myndefnið kemur meðal annars af steinum. Morgunblaðið/Þórður Myndin Fyrir miðju má sjá Græna manninn og margt til viðbótar. Morgunblaðið/Þórður Birtingamyndir Mynd sem máluð er eftir áferð steinanna. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 Kort má sannarlega senda við ýmis tækifæri og sem betur fer eru ánægjulegu tilefnin oftast algengari en þau sorglegu. Hægt er að senda skeyti eða skrifa á Facebook-vegginn hjá þeim sem maður vill senda kveðju en svo er líka hægt að senda rafkort. Grafíski hönnuðurinn og listakonan Hulda Ólafsdóttir býr til ýmiss konar vörur undir merkinu Hjartalag. Eitt af því sem hún hannar eru kort. Bæði áþreifanleg og rafræn. Einfalt er að senda rafrænu kortin og skrifa inn á þau þann texta sem við á. Farið er inn á síðuna www.hjartalag.is og þar er valið að senda kort. Hægt er að velja á milli 19 mismunandi flokka, allt frá boðs- kortum og hlýjum kveðjum til sam- úðarkorta og saknaðarkveðja. Í hverj- um flokki er gott úrval og fjöldi fagurra mynda eftir listakonuna Huldu að baki Hjartalagi. Vefsíðan www.hjartalag.is Afmæli Kort Huldu eru fjölbreytt og þau má senda ókeypis við ýmis tækifæri. Rafræn kort beint frá hjartanu Hjá forlaginu Sæmundi á Selfossi er komin út endurútgáfa skáldsögunnar Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi. „Afdalabarn fjallar um æsku og einangrun, fóstur og föðurást, ást og ástleysi, fortíð og nútíma, sveita- samfélag á síðustu metrunum sem hnusar treglega af nýjum tíma. Hér kemur einnig stéttamunur til tals, sem og hinn mikli menningarmunur á möl og dal,“ segir í eftirmála Hall- gríms Helgasonar. Fyrsta bók Guðrúnar kom út árið 1946. Hún sendi frá sér alls 26 bækur sem eru enn í hávegum hafðar meðal leikra sem lærðra. Guðrún frá Lundi endurútgefin Afdalabarnið hjá Sæmundi Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skáld Guðrún frá Lundi í Stíflu. Hjónin Walter og Ruth Hubner frá Sviss ljósmyndir sínar í safninu Saga Fotografica á Siglufirði í dag, laug- ardag, milli kl. 13 og 16. Þau hafa ferðast um landið á hverju ári um langt skeið og nú munu þau bregða upp skyggnum, það er myndum úr þessum ferðalögum sínum. Einnig eru í safninu uppi myndir sem Vigfús Sigurgeirsson tók forðum daga á Siglufirði. Vænta má að báðar þessar sýningar muni vekja athygli margra, en margir verða á Siglufirði um helgina þar sem Síldarævintýrið er venju samkvæmt um verslunar- mannahelgina. Þá er staðurinn vin- sæll sakir þess að hann er með Héð- insfjarðargöngum nú kominn í þjóðbraut. Safnið Saga Fotografica er við Vetrarbraut á Siglufirði. Þar eru uppi bæði ljósmyndir og gamlar mynda- vélar og annar slíkur búnaður. Bald- vin Einarsson stendur að safninu. Hann á og rekur Beco sem er sér- verslun með myndavélar við Lang- holtsveg í Reykjavík. Hafa ferðast um landið á hverju ári um langt skeið Svissnesk hjón sýna Íslandsmynd- ir í Saga Fotografica á Siglufirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigló Margt áhugavert er á dagskrá þar í bæ nú um verslunarmannahelgina. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Morgunblaðið/Eggert Sá græni Þetta er steinninn sem Græni karlinn leyndist á. Hann ber mann- fólkinu boð um að vernda náttúruna þegar það hefur gengið of langt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.