Morgunblaðið - 02.08.2014, Síða 29

Morgunblaðið - 02.08.2014, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 ✝ Ágúst ÍsfeldSigurðsson fæddist í Keflavík 2.ágúst 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu, Reykja- vík 10. júlí 2013. Foreldrar hans voru Sigurður Ingjaldsson Pét- ursson, f. 16.10. 1895, d. 8.8. 1972 og Jósefína Jósefsdóttir, f. 21.9. 1890, d. 28.3. 1975. Bræður Ágústs samfeðra voru Guðjón Sverrir, f. 17.10. 1925, d. 22.3. 2008 og Pétur Sigurður, f. 2.7. 1928, d. 15.12. 1996. Systkini Ágústs sammæðra voru Ósk Sigurrós Sigurðardóttir, f. 2.2. 1920, d. 7.8. 1978, Finnur Eyj- ólfsson, f. 6.9. 1930, Jón Eyjólfs- son, f. 12.2. 1932, Svanhildur, f. 4.1. 1934 og Lilja f. 4.1. 1934, d. 6.5. 2013, Sigurgísli, f. 9.7. 1935. Ágúst giftist 4.1. 1948, Ingibjörgu Kristjönu Guð- mundsdóttur, f. 22.7. 1921, d. 14.11. 2010; þau skildu. For- eldrar hennar voru Guðmundur Árnason, f. 29.5. 1889, d. 2.4. 1972 og Steinunn Guðmunds- dóttir, f. 29.9. 1896, d. 19. 2. móður sinni og systur til 5 ára aldurs. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur þegar móðir hans giftist Eyjólfi Finnssyni. Frá 9 til 16 ára aldurs dvaldi hann á Fremri-Breiðdal í Önundarfirði. Hann stundaði síðar nám í Iðn- skólanum í Reykjavík; fór í Fiskvinnsluskólann og fékk réttindi sem fiskmatsmaður. Ágúst fékkst við ýmis störf; stundaði sjómennsku á Ísafirði og fékkst við akstur í Reykja- víkur. Í stríðslok fór hann aftur til sjós og var á togurum sem sigldu með aflann til Evr- ópuhafna en kom einnig við á fragtskipum um tíma. Hann fór síðan að vinna í landi, fyrst sem fiskmatsmaður og síðar sem verkstjóri í frystihúsum víðs- vegar um land. Í kringum 1970 sneri hann sér að öðru og fór að vinna sem verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Þá vann hann hjá ýmsum einkafyrirtækjum eins og hjá Garðari Gíslasyni en síðast hjá Innkaupum. Félagsstörf voru Ágústi hug- leikin. Hann var fyrsti formað- ur sóknarnefndar Grafarvogs- kirkju. Þá sat hann í fyrstu stjórn félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Frá 2006 og fram á síðustu ár tók Ágúst virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara og kirkjustarfi Fella- og Hóla- kirkju. Útför Ágústs fór fram í kyrr- þey frá Fella- og Hólakirkju 17. júlí 2013. 1986. Dætur þeirra: 1) Soffía Guðrún, f. 15.3. 1947, maki: Friðrik H. Ólafsson, f. 25.9. 1946, d. 23.2. 2012; þau skildu, Þau eiga 2 börn og þrjú barnabörn. Maki: Einar Jónsson, f. 5.10. 1945, þau eiga eitt barn. 2) Ósk Sigurrós, f. 12.7. 1949, maki: Þorsteinn Tryggvason, f. 11.5. 1946, þau eiga 2 börn og þrjú barnabörn. Ágúst giftist 30.12. 1965 Sal- björgu Steinunni Jeremíasdótt- ur, f. 9.8. 1943, d. 7.9. 2001. Foreldrar hennar voru: Jeremí- as Kjartansson, f. 28.6. 1913, d. 3.7. 2003 og Cecelía Kristjáns- dóttir, f. 10.5. 1919, d. 15.10. 2006. Börn þeirra eru: 1) Anna Björk, f. 26.7. 1962, 2) Hafrún Lára, f. 9.10. 1963, hún á 4 börn og 2 barnabörn. 3) Ágúst Ísfeld, f. 20.11. 1964, hann á eitt barn, 4) Cecelía Heiða, f. 13.4. 1966, maki: Símon Elí Teitsson, f. 8.5. 1962; þau eiga 3 börn og 2 barnabörn. 5) Erla Hildur, f. 12.11. 1969, hún á tvö börn. Ágúst ólst upp í Keflavík hjá Rétt ár er liðið síðan tengdafað- ir minn, Ágúst Ísfeld Sigurðsson lést, þá tæplega 89 ára gamall. Ég kynntist honum tiltölulega seint, þ.e. hann var kominn á sjötugs- aldur þegar leiðir okkar lágu sam- an en það er eins og verða vill; ég seinni maki dóttur hans af fyrra hjónabandi. Ekki hafði aldurinn þó markað þennan mann mikið þegar ég sá hann fyrst og gerði ekki lengst af. Hann hafði hreyf- ingar og fas sextugs manns vel fram yfir hálf nírætt. Bæði fyrri kona hans (tengdamóðir mín) og síðari kona hans, eru látnar; sú síðarnefnda reyndar langt fyrir aldur fram en það var eins og ellin færi fram hjá Ágústi, hún beit ekkert á hann þar til undir það allra síðasta. Aðeins tíu dögum áð- ur en hann var allur hringdi hann í okkur og stakk upp á því að koma í sunnudagsbíltúr um borgina því sólin skein svo glatt, aldrei þessu vant í allt sumar; rétt eins og til að gleðja þennan langferðamann sem vissi vel að hann var brátt á förum fyrir fullt og allt. Sú ferð var farin og maður fékk eins og oft áður fræðslu um gömul stórhýsi, eigendur þeirra og þá starfsemi er þar fór eitt sinn fram. Svo var stoppað í ísbúð að hans eigin ósk; ekkert var eðlilegra. Svona var líf- ið, svona hafði hann lifað því og það var engin ástæða til að hætta að lifa „eðlilegu lífi“ þótt ef til vill væru fáir dagar til stefnu. Hann hafði að mestu búið einn síðustu árin og þegar hann flutti inn á elli- heimili nú í mars sl. var hann mjög ánægður að komast í gott skjól, því hann hafði fengið þann skapa- dóm frá læknum sínum að heils- unni færi óhjákvæmilega mjög hrakandi, þó ekki væri víst hversu hratt. En þó hann kynni að meta skjólið bryddaði þó á sárindum yf- ir því að vera skyndilega staddur á meðal fólks sem honum fannst hann geta haft of lítil félagsleg samskipti við því Ágúst var fé- lagsvera út í fingurgóma af guðs- náð; vildi hafa fólk í kringum sig og jafnvel stjórna því aðeins líka, eins og rómaður safnaðarfor- mannsferill hans í Grafarvogs- kirkju ber vitni um. Mér kom hann fyrir sjónir sem mikill fjöl- skyldumaður sem vildi hafa góð tengsl við þann stóra hóp sem voru börn hans og barnabörn. Börnin urðu aldrei útundan þótt aldursmunurinn spannaði kannski 80 ár. Úr sumarbústaðn- um okkar fyrir vestan á ég minn- ingu um mann sem hálfníræður settist niður á stofugólfið með fimm ára gömlum tvíburunum, barnabörnum sínum, til þess að leika við þau. Við náðum vel sam- an þegar kom að því að tala um sjóinn og sjómennsku. Sem ungur maður var hann á bátum og tog- urum og sigldi m.a. á England og Þýskaland skömmu eftir stríð og sótti einnig Grænlandsmið. Mér finnst stundum hálf óskemmtilegt að berjast á skipi í náttmyrkri og ólgusjó íslenskra vetrarveðra. Þetta hlýtur þó að vera leikur einn í dag miðað við aðstæður og skip fyrir 60-70 árum; togurum með opið dekk þar sem hver skvetta sem inn fyrir kom, buldi á mönn- unum við vinnu sína. Aldrei var tengdafaðir minn að velta sér upp úr slíku í samtölum okkar. Æðru- leysi einkenndi hann. Lífið er til þess að taka því eins og það er hljóta að hafa verið hans einkunn- arorð. Einar Jónsson. Ágúst Ísfeld Sigurðsson Við andlát ungs fólks verður spurningin um lífið og tilgang þess áleitin. Það á við um fráfall Ástu Stefánsdóttur sem lést langt um aldur fram aðeins 35 ára gömul. Ásta hafði mikið til að bera, var gáfuð, vel menntuð og glæsileg. Hún hafði mikinn áhuga á refsirétti og hafði kennt í þeirri grein við lagadeild Háskóla Íslands. Hún var frumleg og sjálfstæð og í henni sáum við fyrir okkur einn af fræðimönnum framtíðarinnar, verðugan fulltrúa sinnar kyn- slóðar. Ásta varð skrifstofustjóri Norræna sakfræðiráðsins árið 2011 og gegndi því starfi út það tímabil sem Ísland gegndi for- mennsku í ráðinu eða til loka Ásta Stefánsdóttir ✝ Ásta Stef-ánsdóttir fædd- ist 20. nóvember 1978. Hún fannst látin í Bleiks- árgljúfri í Fljóts- hlíð 15. júlí 2014, en var saknað frá 10. júní 2014. Útför hennar fór fram 25. júlí 2014. árs 2012. Bak- grunnur Ástu í lög- fræðinni kom þar að góðum notum auk þess sem hún skildi og talaði sænsku reiprenn- andi. Starfið felst í því að halda utan um fjölbreytta starfsemi ráðsins eins og ráðstefnur, vinnuhópa, styrk- veitingar og útgáfustarfsemi í náinni samvinnu við formann ráðsins og stjórn. Ásta náði góðu sambandi við kollega okk- ar á Norðurlöndum með fag- mannlegum vinnubrögðum en ekki síður hlýlegri nærveru sinni og oft glettni í tilsvörum. Við fulltrúar Íslands í ráðinu og starfsmenn þess minnumst Ástu með söknuði og sendum fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Bragadóttir, Helgi Gunnlaugsson, Krist- rún Kristinsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Íris Björg Kristjánsdóttir, Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR, áður Torfufelli 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunardeildar H1 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sverrir Jónsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Þorleifur Gíslason, Garðar Arason, Ingibjörg Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru ÞURÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Kistuholti 11, Biskupstungum. Guðni Lýðsson, Sigríður B. Sigurjónsdóttir, Páll Hjaltason, Kristrún Sigurjónsdóttir, María Sigurjónsdóttir, Paul Johansen, Friðrik Sigurjónsson, Agla Snorradóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS JÓNSSONAR, Gránufélagsgötu 37, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar og öldrunarheimila Akureyrar fyrir góða umönnun. Sigurgeir Pálsson, Jórunn Agnarsdóttir, Rósa Pálsdóttir, Pálmi Vilhjálmsson, Anna Kristín Pálsdóttir, Jón Frímann Ólafsson, afa- og langafabörn. ✝ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR MARGRÉTAR PÁLSDÓTTUR. Ásta Ragnarsdóttir, Sjöfn Ragnarsdóttir, Sigurður Hinrik Hjörleifsson, Jóhanna Ragnarsdóttir, Sigurjón Jónasson, Gylfi Ragnarsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Guðmar Stefánsson, Sveinbjörg Þ. Ragnarsdóttir, Birgir Bragason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför SNORRA ÞORSTEINSSONAR, fyrrverandi fræðslustjóra, Hrafnakletti 2, Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun og hlýju. Einnig til Svövu Víglundsdóttur fyrir tryggð og vináttu. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum ættingjum, vinum og vandamönnum fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát okkar ástkæru SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Langholtsvegi 78. Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Landspítalans fyrir einstaka og kærleiksríka hjúkrun hennar. Gunnar Bernhard, Ragna G. Gould, Richard Gould, Guðmundur Geir Gunnarsson, Ingibjörg Snorradóttir, Gylfi Gunnarsson, Dóra Bjarnadóttir, Edda Gunnarsdóttir, Sveinn Ásgeir Baldursson, Gunnar Gunnarsson, Bergljót Ylfa Pétursdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ARNBJÖRG SIGTRYGGSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold sunnudaginn 27. júlí. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Geir Lúðvíksson, Guðrún Bjarnadóttir, Sigurveig Lúðvíksdóttir, Magnús G. Friðgeirsson, Örn Lúðvíksson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur og fjölskyldu okkar vináttu og hlýju við andlát föður okkar og tengdaföður, VILHJÁLMS HJÁLMARSSONAR frá Brekku í Mjóafirði. Sérstakar þakkir fá allar góðu konurnar í heimahjúkrun og Hlymsölum fyrir góða umönnun og vinarþel. Kolbrún Sigurðardóttir, Páll Vilhjálmsson, Kristín Gissurardóttir, Sigfús Mar Vilhjámsson, Jóhanna Lárusdóttir, Stefán Vilhjálmsson, Helga Frímannsdóttir, Anna Vilhjálmsdóttir, Garðar Eiríksson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SKÚLI SKÚLASON stýrimaður og strætóbílstjóri, Njálsgötu 81, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 29. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13.00. Helga Skúladóttir, Dagný Skúladóttir, Sif Hrafnsdóttir, Guðný Skúladóttir, Valgeir Arnar Knútsson, Líney Skúladóttir og barnabörn. Davíð útfararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur útfararstjóri 551 3485 • udo.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.