Morgunblaðið - 02.08.2014, Side 44

Morgunblaðið - 02.08.2014, Side 44
LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 214. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Krefst þess að konan fái lyfið 2. „Það er bara engin umferð“ 3. Á Jóhann Karl óskilgetinn son? 4. Lögreglan leitar Guidos  Nýlega birtist grein í hinu virta vikutímariti New York-borgar, Village Voice, um söngleik Ívars Páls Jónssonar, Revolu- tion in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter. Forsýningar á söngleiknum hófust í gær og halda þær áfram til frumsýn- ingarinnar sem verður 15. ágúst næstkomandi. Í greininni kemur með- al annars fram að andi Radiohead, Davids Bowie, Grizzly Bear, the Flam- ing Lips og Sufjan Stevens svífi yfir vötnum. Reynsluboltinn Lee Proud kveður sýninguna tilfinningaþrungna og kraftmikla jafnframt því að vera raunsæ og að hinu mannlega eðli séu gerð góð skil. Íslenskum söngleik hrósað í hástert FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Áfram hægur vindur og skúrir, einkum á S- og V-landi. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast V-til. Á sunnudag Austan 8-13 m/s og lítilsháttar væta með S-ströndinni, en annars 3-8 og bjart með köflum, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 15 stig. Á mánudag (frídegi verslunarmanna) Austlæg átt, 8-13 m/s og dálítil væta með S- ströndinni, en annars skýjað og þurrt að mestu. Norðlægari og fer að rigna A-lands. Handknattleiksþjálfarinn Geir Sveinsson segist finna fyrir því að miklar væntingar séu gerðar til hans sem þjálfara Magdeburg, sérstaklega þar sem íslenskir þjálfarar hafa átt góðu gengi að fagna í Þýskalandi. „Ég finn það, enda höfum við allir sam- eiginlegan bakgrunn. En ég er bara ég og kem með mínar áherslur,“ segir Geir við Morgunblaðið. »4 Aukin pressa eftir góð- an árangur Íslendinga Alfreð Finnbogason er ánægður með hvernig hann hefur aðlagast hlutunum hjá Real Sociedad á Spáni. Hann spilaði sinn fyrsta mótsleik á fimmtudags- kvöld og segist hafa verið fenginn til þess að skora mörkin. „Stærðin á öllu hef- ur komið einna helst á óvart,“ segir Alfreð meðal annars í viðtali við Morgun- blaðið í dag. »1 Fenginn til að skora mörkin Toppliðin á Englandi hafa notað sum- arið til að styrkja sig fyrir komandi átök, en enska úrvalsdeildin hefst eftir tvær vikur. Í Morgunblaðinu í dag eru kaup sumarsins skoðuð og velt vöngum yfir því hverjir munu verða í lykilhlut- verkum í barátt- unni um sjálfan titilinn. »3 Hverjir munu hafa mest áhrif á komandi vetri? Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 5. ágúst. Frétta- þjónusta verður um verslunar- mannahelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett- @mbl.is. Þjónustuver áskrifta er opið í dag, laugardag, frá kl. 8-12 en lokað á sunnudag og mánu- dag. Það verður opnað á ný þriðjudaginn 5. ágúst kl. 7. Símanúmer þjónustuvers er 569-1122 og netfangið er askrift@mbl.is. Blaðberaþjónusta verður op- in í dag, laugardag, frá kl. 6-12 og opnuð á ný þriðjudaginn 5. ágúst kl. 5. Símanúmer blað- beraþjónustu er 569-1440 og netfangið er bladberi@mbl.is. Hægt er að bóka dánar- tilkynningar á mbl.is. Síma- númer Morgunblaðsins er 569- 1100. Fréttaþjónusta um helgina Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Síldarævintýrið á Siglufirði hefur skapað sér sess sem menningarleg fjölskylduhátíð um hverja verslunar- mannahelgi. Heiður himinn og sól mætti gestum hátíðarinnar í gærdag og er útlit fyrir áframhaldandi blíðu alla helgina ef marka má veðurspá. Lýsti einn gestanna í samtali við Morgunblaðið stemningunni á þá leið að fólk nyti þess mjög að slaka á í góða veðrinu og voru gestir þá farnir að safnast saman við ráðhús- torg bæjarins þar sem fjölbreytt dagskrá skemmti viðstöddum fram yfir miðnætti. Skrúðgöngur og Raggi Bjarna Unglingalandsmót Ungmenna- félags Íslands fer fram á Sauðár- króki um helgina. Var mótið, sem hófst síðastliðinn fimmtudag, form- lega sett í gærkvöld og segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmda- stjóri landsmótsins, gesti mega bú- ast við fjörugri og skemmtilegri helgi. „Það gengur hér allt rosalega vel. Það er að vísu pínu norðanátt en það er hins vegar sólskin.“ Fjölskyldu- og útihátíðin Neista- flug er haldin í 21. skiptið þessa verslunarmannahelgi og er markmið hátíðarinnar að bjóða ferska og fjöl- breytta dagskrá tónlistar, skemmti- krafta og listamanna. Þegar Morgunblaðið náði tali af Þórfríði Soffíu Þórarinsdóttur, fram- kvæmdastjóra Neistaflugs, var hún stödd í skrúðgöngu sem hélt úr hverfum bæjarins og niður í miðbæ. „Hér er mjög fínt veður og allt gengur eins og í sögu. Setningar- athöfnin fer svo fram í kvöld [föstu- dag] klukkan hálfníu en eftir hana byrjar dansleikur fyrir fjórtán ára og eldri og tónleikar með Ragga Bjarna,“ segir hún og bætir við að allmikill fjöldi fólks hafi ákveðið að sækja hátíðina heim í ár. Tjaldgestir hátíðarinnar þurfa vart að hafa áhyggjur því útlit er fyrir ágætis veður í Neskaupstað alla helgina. „Aldrei uppselt á Þjóðhátíð“ Hörður Orri Grettisson, sem sæti á í þjóðhátíðarnefnd, segir fólk farið að fjölmenna mjög í Vestmanna- eyjum. Spurður hvort hann hafi tölu yfir þjóðhátíðargesti kveður hann nei við. „Þetta er orðið mjög fjöl- mennt hérna en ég hef samt ekki fengið neinar tölur yfir gesti,“ segir hann og bætir við að enn séu til laus- ir miðar á hátíðina og verða þeir í boði alla helgina. „Það geta allir sem vilja keypt sér miða við hliðið. Þann- ig að ef fólk kemst til Eyja þá kemst það líka í Dalinn því það er aldrei uppselt á Þjóðhátíð.“ Fjölbreytt og spennandi helgi  Miðar á Þjóð- hátíð í Eyjum í boði alla helgina Síldarævintýri Ekki var annað að sjá en að bæjarbúar og gestir Siglufjarðar hafi notið veðurblíðunnar í gær en menningarleg og fjölbreytt fjölskylduhátíð fer fram í bænum. Sat fólk m.a. utandyra og sleikti sólina. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Gleði Unglingalandsmót UMFÍ fer þessa helgi fram á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Björn Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.