Morgunblaðið - 05.08.2014, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. Á G Ú S T 2 0 1 4
Stofnað 1913 180. tölublað 102. árgangur
NÝ VINNUSTOFA
FYRIR LISTAMENN
OG FRUMKVÖÐLA
ÚTTEKT Á
SPORTBÍLUM
OG ÁNÆGJA
RANNSAKAR
LÍFIÐ TIL AÐ
SEMJA TÓNLIST
BÍLAR STAÐARSKÁLD 34SEYÐISFJÖRÐUR 17
Morgunblaðið/Malín Brand
Breytingar Hringvegurinn hefur tekið
breytingum sl. 40 ár og bílarnir líka.
Þegar hringvegurinn um Ísland
var opnaður fyrir fjörutíu árum
hefði eflaust þótt ótrúlegt að einn
daginn yrði hægt að aka hann létti-
lega án þess að bæta á eldsneytis-
tankinn. Bílablað Morgunblaðsins
gerði athugun á því hversu auðvelt
þetta reyndist og var fenginn að
láni Renault Megane Sport Tourer
með 1500 dísilvél. Með skynsam-
legu aksturslagi voru um 1.600
kílómetrar eknir á einum tanki.
Þó að hringvegurinn sé örlítið
styttri en hann var árið 1974 er
nokkuð ljóst að bílaflotinn er orð-
inn mun sparneytnari og ökumenn
meðvitaðri um gildi þess að aka
skynsamlega. Í dag er sportið að
fara hringinn á sem fæstum lítrum
en ekki á sem mestum hraða.
Hringurinn og nokk-
uð meira til á einum
tanki af eldsneyti
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tvö fiskeldisfyrirtæki á Aust-
fjörðum eru að undirbúa mat á
umhverfisáhrifum fyrir stækkun
sjókvíaeldis.
Fiskeldi Austurlands, sem er með
laxeldi í Berufirði, stefnir að stækk-
un þar og í Fáskrúðsfirði þannig að
framleiðslugeta stöðvanna verði í
heildina 24 þúsund tonn á ári. Er
það stækkun um 13 þúsund tonn.
Laxar fiskeldi hefur leyfi fyrir 6
þúsund tonna eldi í Reyðarfirði og
stefnir að því að setja út seiði næsta
vor. Fyrirtækið hefur hafið undir-
búning að stækkun um 10 þúsund
tonn.
Horft hefur verið til Austfjarða
sem annars helsta svæðis landsins
fyrir sjókvíaeldi. Hingað til hefur
mesta uppbyggingin verið á Vest-
fjörðum og haft gríðarlega mikil
áhrif á efnahag íbúa sunnanverðra
Vestfjarða.
Guðmundur Gíslason, aðaleigandi
og stjórnarformaður Fiskeldis
Austurlands, segir að mikil
stærðarhagkvæmni sé í fiskeldi og
rætt um að stöðvarnar þurfi að vera
að minnsta kosti 15-20 þúsund tonn
til að fjárfesting í búnaði og tækjum
sé hagkvæm.
Sveitarstjórnarmenn á Austur-
landi binda vonir við jákvæð áhrif
vaxandi fiskeldis á samfélagið.
MFiskeldið færir út kvíarnar »15
Sjókvíaeldi verður aukið
Tvö fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum áforma stækkun Auka á framleiðslu-
getu fyrirtækjanna um tugi þúsunda tonna Binda vonir við jákvæð áhrif
Morgunblaðið/RAX
Hvalfjörður Alls hafa 26 milljónir
bíla farið um göngin á 16 árum.
Spölur áformar að ráðast í endur-
bætur á slitlaginu í Hvalfjarðar-
göngum í haust, en slitlagið hefur
enst frá upphafi, í rúm 16 ár.
Hvalfjarðargöng voru tekin í
notkun 11. júlí árið 1998. Síðan þá
hefur umferðin verið gríðarleg, alls
um 26 milljónir bíla.
Gísli Gíslason, stjórnarformaður
Spalar, segir að verkið verði unnið í
tveimur eða þremur áföngum. Í
fyrsta áfanga verði tekinn kafli frá
norðurenda ganganna til suðurs.
Þessar framkvæmdir munu
trufla umferðina um göngin en
Gísli segir að reynt verði að halda
því í lágmarki. Ljóst sé að þetta geti
orðið einhverjir dagar og verið sé
að skoða að vinna verkið um helgar
eða að nóttu til.
„Það þarf að byrja á því að fræsa
upp malbikið. Því fylgir mikið ryk
og drulla og afar ólíklegt er að við
getum haft umferð í gangi á með-
an,“ segir Gísli og telur ljóst að um
einhvern tíma verði að beina um-
ferðinni um Hvalfjörðinn. Það geti
verið gott að rifja upp gömul kynni
við þá ágætu leið, þó að hún sé
vissulega lengri. »4
Nýtt slitlag í göngin í haust
Alls hafa 26 milljónir bíla farið um Hvalfjarðargöng
Neyðarástandi hefur verið lýst við Sólheima-
jökul vegna aðstæðna við sporð jökulsins.
Hann gengur nú fram í jökullón og jakar
brotna framan úr jökulsporðinum og falla í
lónið. Við það hefur fremsti hluti sporðsins
lyfst um 1,5 metra. Björgunarsveitin Víkverji
var kölluð á svæðið til þess að halda vegfar-
endum frá.
Orri Örvarsson, formaður sveitarinnar, seg-
ir að fjölmargir ferðamenn hafi komið að
svæðinu til þess að skoða aðstæður. „Fólk er
mjög skilningsríkt og fer frá þegar það sér að
svæðið er lokað. Það er eitthvað mikið að
gerast og það eru svakalegar breytingar á
jöklinum dag frá degi,“ segir Orri.
Víkverji vaktar Sólheimajökul
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Mataræði í íslenskum klaustrum
á öldum áður hefur verið til rann-
sóknar undanfarið á vegum Matís
og Þjóðminjasafnsins, en vísbend-
ingar um það leynast í brotum leir-
kera frá Skriðuklaustri og Kirkju-
bæjarklaustri.
Fyrstu niðurstöður benda til þess
að mataræðið hafi verið býsna fjöl-
breytt hjá nunnum og munkum.
Vísbendingar fundust um neyslu
á fiski, kjöti af spendýrum og einn-
ig um hnetur, fræ eða ber. »6
Fjölbreyttur matur í
klaustrum fyrri alda
Grænmetis-
uppskeran hefur
ekki verið eins
góð og búist var
við í upphafi
sumars. „Vorið
fór mjög vel af
stað og maí gekk
vel upp hvað hitann varðar, en svo
hefur það haft neikvæð áhrif að það
sást varla til sólar í einn og hálfan
mánuð,“ segir Gunnlaugur Karls-
son, framkvæmdastjóri Sölufélags
garðyrkjumanna. Hann segist sjá
fram á það að þetta verði meðalár.
Allar grænmetistegundir eru
komnar á markað, nú síðast gul-
ræturnar. »13
Grænmetisupp-
skera í meðallagi