Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 4

Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Spölur áformar að ráðast í end- urbætur á slitlaginu í Hvalfjarð- argöngum í haust, en slitlagið hef- ur enst frá upphafi, eða í rúm 16 ár. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir að verkið verði unnið í tveimur eða þremur áföngum. Í fyrsta áfanga verði tekinn kafli frá norðurenda ganganna til suðurs. „Við gerum ráð fyrir að fara í þetta þegar hægist á umferðinni í október. Það er ekki endanlega ákveðið hve langur kafli verður tekinn. Við erum að vinna í útboðs- gögnum og fleiru,“ segir Gísli en göngin eru nærri sex kílómetrar að lengd. Þessar framkvæmdir munu trufla umferðina um göngin en Gísli segir að reynt verði að halda því í lágmarki. Ljóst sé að þetta geti orðið einhverjir dagar og verið sé að skoða að vinna verkið um helgar eða að nóttu til. „Það þarf að byrja á því að fræsa upp malbikið. Því fylgir mikið ryk og drulla og afar ólíklegt að við getum haft umferð í gangi á með- an,“ segir Gísli og telur ljóst að um einhvern tíma verði að beina um- ferðinni um Hvalfjörðinn. Það geti verið gott að rifja upp gömul kynni við þá ágætu leið, þó að hún sé vissulega lengri en að fara göngin. Vonandi verði þetta skammur tími í einu. Gísli segir að komi upp neyð- artilvik þá muni t.d. sjúkrabílum að sjálfsögðu verða hleypt í gegn þó að framkvæmdir standi yfir. Átti að endast í fjögur ár „Slitlagið hefur enst vonum framar. Í upphafi var reiknað með að fara þyrfti í endurbætur eftir fjögurra ára notkun en það hefur greinilega margborgað sig að nota harðara steinefni í slitlagið, eða kvars. Það hefur einnig hjálpað okkur að veðrið nær ekki að bíta á yfirborðinu. Allt hefur þetta aukið endinguna.“ Endurbætur á slitlaginu kosta sitt. Gísli segir endanlega áætlun ekki liggja fyrir en kostnaðurinn við fyrsta áfanga geti hlaupið á 50-60 milljónum króna. „Við vonumst til að geta fengið samskonar efni í nýtt slitlag, þann- ig að það dugi í önnur sextán ár,“ segir Gísli. Morgunblaðið/Sverrir Hvalfjarðargöng Allt að 5 þúsund bílar fara að jafnaði um Hvalfjarðargöng á degi hverjum. Umferðin eykst á ný. Spölur skiptir um slit- lag eftir 16 ára notkun  Umferð um Hvalfjarðargöng mun raskast nokkuð í haust Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun 11. júlí árið 1998, eða fyrir 16 árum. Síðan þá hefur umferðin verið gríðarleg, eða um 26 milljón bílar. Að sögn Gísla Gíslasonar var í upphafi talið að sólarhringsumferð yrði á bilinu 1.800 til 2.000 bílar en í dag fara að jafnaði 5.000 bílar um göngin á degi hverjum. Ársumferðin er því um 1,8 milljónir bíla. Gísli segir hana hafa verið að aukast á ný, eftir lítilsháttar minnkun fyrst eftir hrunið. Þegar göngin voru í und- irbúnings- og fram- kvæmdaferli voru þau mjög umdeild og lýstu sumir því yfir að þeir myndu aldrei fara undir Hvalfjörð- inn til að stytta leið sína. Miklu meiri en spáð var UMFERÐ UM GÖNGIN Gísli Gíslason Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Páll Bergþórsson, 90 ára veður- fræðingur og rithöfundur, ætlar í fornleifaleiðangur í Nova Scotia á austurströnd Kanada og mun hann síðan flytja fyrirlestur í New York um Vínlandsferðirnar. Páll hyggst skoða mögulegar fornleifar sem hann telur að séu eftir Þorvald Eiríksson, bróður Leifs Eiríkssonar og son Eiríks rauða, sem var uppi fyrir 1.000 árum. Leitar að víkingafornleifum Páll telur að mögulega sé um að ræða leifar af leiðarmerki sem Þorvaldur Eiríksson bjó til í Nýja heiminum. „Ég ætla að skoða fyr- irbæri sem ég hef haft spurnir af í norðurhluta Nova Scotia. Staðsetning fornleifanna passar alveg við þann stað þar sem Þorvaldur Eiríksson, bróð- ir Leifs Eiríks- sonar, braut kjölinn undan skipi sínu,“ segir Páll, en grjóthrúgan er í Hvíta- nesi (e. White Point). „Þorvaldur var lengi að gera við skipið um sumarið, en hann reisti brotna kjölinn upp á nesinu þar sem hann hafði strandað. Og hvernig má ætla að hann hafi reist kjölinn upp? Ég giska á að hann hafi hlaðið grjót utan um hann til að halda honum uppi. Ég hafði spurnir um að á þessu nesi hefði fundist grjóthrúga sem lítur út fyrir að vera ekki gerð af nátt- úrunnar höndum, heldur er hún trúlega mannaverk. Þetta langar mig að skoða nánar, þar sem þetta gæti verið bending um að þetta sé einmitt leiðarmerkið sem Þorvaldur gerði fyrir þá sem sigldu framhjá nesinu. Skömmu seinna sigldu framhjá Guðríður Þorbjarnardóttir og Þorfinnur karlsefni og fundu þau þá þennan kjöl. Eflaust hefur hann blasað við þeim frá sjónum og fóru þau í land og skoðuðu svæðið nánar. Þetta er svolítið dularfullt. Kannski er þetta allt tóm vitleysa en maður verður alltaf að taka einhverja áhættu,“ segir Páll. Hann telur bandaríska fræði- menn ekki taka Vínlandssögu al- varlega. Vínlandssaga traust heimild „Ég held fyrirlestur í New York um Vínlandsferðirnar. Það hefur verið þannig í Ameríku og víða annars staðar að menn hafa ekki tekið neitt mark á Vínlands- sögu og ekki fundist nein ástæða til að nota bækurnar sem heimild við leit á fornleifum. Ég tel að þessar sögur séu áreiðanlegar heimildir og að við verðum að bera þær saman og rekja, Vín- landsferðirnar og landslagið á svæðinu. Ég ætla að tala um hvernig þetta kemur allt heim og saman, ferða- og landslagslýsing- arnar, og af hverju ástæða sé til að velja staði til að leita að forn- leifum eftir lýsingum bókanna.“ Verður 91 árs í ferðinni Bjarni F. Einarsson fornleifa- fræðingur og Bragi Bergþórsson fara með Páli í ferðina, sem hefst hinn 7. ágúst. Dagana 8. og 9. ágúst munu þeir skoða fornleif- arnar í Nova Scotia. 12. ágúst halda þeir Páll og Bragi til New York, þar sem Páll flytur fyr- irlestur. Og hinn 13. ágúst munu þeir verða viðstaddir frumsýningu á söngleik dóttursonar Páls, Ívars Páls Jónssonar, á Broadway, Re- volution in the Elbow of Ragnar Agnarsson. En sama dag verður Páll 91 árs gamall. Leitar fornleifa í Kanada á tíræðisaldri  Telur grjóthrúgu í Nova Scotia mögulega vera leiðarmerki eftir Þorvald Eiríksson Páll Bergþórsson Umferð gekk stórslysalaust fyrir sig um verslunarmannahelgina. Hvar- vetna gekk umferð vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Selfossi, Akureyri, Ísafirði og höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi varð um- ferð aldrei sérstaklega þung og helg- ast það að sögn vaktmanns lögregl- unnar á Selfossi af því hve margir lögðu heim á leið strax í fyrranótt. Því dreifðist umferð betur yfir dag- inn en búist hafði verið við. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var umferð mest undir Ingólfsfjalli, á Sandskeiði og Kjalarnesi í gær en þar höfðu klukk- an tíu í gærkvöldi farið um rúmlega tíu þúsund bifreiðar sólarhringinn á undan. Erlendur hjólreiðamaður slasaðist þegar ekið var á hann við Mývatn. Hann var fluttur með sjúkrabifreið, annaðhvort til Húsavíkur eða Akur- eyrar til aðhlynningar samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Húsa- vík. Ekki fengust nánari upplýsingar um líðan hans. vidar@mbl.is Umferð dreifðist vel yfir daginn  Stórslysalaus verslunarmannahelgi Morgunblaðið/Styrmir Kári Suðurlandsvegur Umferð til Reykjavíkur gekk vel og dreifðist hún betur en lögreglan á Selfossi hafði búist við. Ekið var á hjólreiðamann við Mývatn. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Mikið var um ölvunarakstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Ragnarssonar, lögreglu- manns á Hvolsvelli, voru 18 bílstjór- ar kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Þá stöðvaði lögreglan 20 bíla til viðbótar þar sem bílstjórinn mældist undir áhrifum áfengis en áfengismagn var undir refsimörk- um. Var þeim bílstjórum því gert að stöðva bifreið sína þar til af þeim rynni og þeir ökuhæfir að nýju. Fjöldi þjóðhátíðargesta kom sigl- andi til Landeyjahafnar í gær og bauð lögreglan á Hvolsvelli fólki að blása í áfengismæli áður en það keyrði af stað. „Örugglega á annað þúsund bíl- stjórar komu að blása hjá okkur. Þó við séum með bíl niður frá þá halda margir af stað án þess að blása. Það eru þeir sem við erum að taka,“ segir Magnús. Hann segir að lögreglan hafi verið með meiri viðbúnað í ár og fleiri bílstjórar hafi verið stoppaðir í ár en í fyrra. Það virðist hafa skilað árangri þar sem einungis fjórir ein- staklingar voru teknir fyrir ölvunar- akstur um verslunarmannahelgina í fyrra. Voru það því rúmlega fjórum sinnum fleiri sem voru kærðir fyrir ölvunarakstur í ár en í fyrra. Slysalaus umferð Að sögn Magnúsar gekk umferðin slysalaust fyrir sig um helgina. „Það hefst með því að koma í veg fyrir að fólk fari akandi í slæmu ástandi upp á þjóðveginn,“ segir Magnús og bætir við að lögreglan hafi lítið orðið vör við hraðaakstur á svæðinu. Lögreglan mun halda áfram að fylgjast með umferð á svæðinu í dag að sögn Magnúsar og áfram verður sérstaklega fylgst með ölvunarakstri þar sem enn var fjöldi fólks í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi. 18 kærðir fyrir ölvunarakstur  Lögreglan á Hvolsvelli fylgdist með umferð frá Landeyjahöfn um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.