Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 6

Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Mataræði innan íslenskra klaustra á öldum áður hefur verið til rann- sóknar undanfarið á vegum Matís og Þjóðminjasafnsins, en vísbendingar um það leynast í brotum leirkera. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mataræðið hafi verið býsna fjöl- breytt. Þetta er fyrsta rannsókn þessarar tegundar sem gerð hefur verið hér á landi og áhugi er á að skoða fleiri tímabil í Íslandssögunni á þennan hátt. Verkefnið leiða þeir Ármann Sig- urðsson fornleifafræðingur fyrir hönd Þjóðminjasafnsins og dr. Björn Viðar Aðalbjörnsson fyrir hönd Mat- ís. Unnið hefur verið að rannsókn- inni í sumar og þar hafa leirbrot úr keramikílátum frá Skriðuklaustri og Kirkjubæjarklaustri verið rann- sökuð, en í þeim leynast fitusýrur úr matvælum sem gefa upplýsingar um hvaða matur var eldaður og borð- aður í ílátunum. Þessi klaustur voru starfandi frá lokum 12. aldar og fram að siðaskiptum. Í Skriðu- klaustri voru munkar og Kirkjubæj- arklaustur var nunnuklaustur. Fjölbreyttur kostur „Yfirborðið í ílátunum er gljúpt og þegar matur er eldaður eða borinn fram í þeim festast fitusýrur og önn- ur efni í litlum holum. Við borum í brotin og þurfum tiltölulega lítið magn af fitusýrum til að fá nið- urstöður,“ segir Björn. Eruð þið semsagt að skemma fornleifar til að komast að þessu? „Það má kannski segja það, en stundum þarf að fórna til að fá nýja vitneskju. Þetta eru lítil brot og við hefðum auðvitað aldrei farið að skemma heillega muni.“ Alls hafa verið greind 24 leir- kerabrot sem tengjast mat- arvenjum. Frumniðurstöður grein- inga allra þeirra liggja fyrir og benda þær til þess að munkarnir þar hafi lifað við fjölbreyttan kost. „Við fundum vísbendingar um fisk, kjöt af spendýrum og vísbendingar um hnetur, fræ eða ber,“ segir Ármann. Neyslurannsóknir aukast Spurður um hvort almenningur á Íslandi hafi neytt svipaðrar fæðu og gert var í klaustrunum segir Ár- mann það ekki vitað. „Við vitum ekki nógu mikið um mataræði Íslendinga á miðöldum til að geta sagt til um það. En matur er svo stór þáttur af siðum og venjum fólks og þessar nið- urstöður veita okkur því mikilvæga innsýn í klausturlífið.“ Maria Katrín Naumovskaya, nemi í sameindalíffræði við HÍ, hefur unn- ið að verkefninu og hlaut hún til þess styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna Að sögn Björns hefur verið sótt um fleiri styrki til áframhald- andi rannsókna á matarvenjum Ís- lendinga næstu þrjú árin. „Við vilj- um skoða önnur keramikbrot á Þjóðminjasafninu frá öðrum tímum og þannig kortleggja mataræði Ís- lendinga í gegnum aldirnar.“ Ármann segir rannsóknir á neysluvenjum vaxandi grein innan fornleifafræðinnar. „En þetta er bara einn sprotinn af því sem er að gerast í fornleifafræðinni hér á landi; þar er margt spennandi að gerast.“ Svarið leynist í leirkerabrotum  Matís og Þjóðminjasafnið rannsaka mataræði hjá nunnum og munkum á miðöldum  Vilja kort- leggja mataræði Íslendinga í gegnum aldirnar  Fjölbreyttur viðurgjörningur var í klaustrunum Ljósmynd/Björn Viðar Aðalbjörnsson Rannsóknir Maria Katrín Naumovskaya, nemi við HÍ, sést hér vinna að rannsóknum á brotum úr keramikílátum. Undanfarin ár hefur farið fram uppgröftur og rannsóknir í landsnámsbænum að Vogi í Höfnum og í sumar var ráðist þar í rannsókn á mataræði þeirra sem bæinn byggðu. Björn og Maria rannsökuðu fitusýrur í jarðvegi úr upp- greftrinum. „Við fundum um- merki um að bæði dýr, fiskur og plöntur hefðu verið höfð þar til matar,“ segir Björn. „Þetta er spennandi viðfangsefni, næst- um því eins og að horfa ofan í matarskálina hjá landsnáms- mönnunum.“ Kíkt í mat- arskálina MATUR LANDNÁMSMANNA Björn Viðar Aðalbjörnsson Ármann Guðmundsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fornleifarannsókn Leirkerabrot reynast vel við rannsóknir. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Páll Bergþórsson, fyrrverandi veð- urstofustjóri, heldur að skaflinn í Gunnlaugsskarði, vestan í Kistufelli í Esjunni, muni hverfa í sumar eða snemma hausts. „Ég held að skafl- inn fari í sumar eða snemma hausts. Ég fylgist með hitanum í Skálafelli og hann er ekki nema svona 3-8° en líklega er kaldara í Gunnlaugsskarði þar sem skaflinn er, þannig að það má ekki mikið kólna því þá hættir snjóinn að leysa. Það voru mikil hlý- indi í haust og sérstaklega frá ára- mótum. Hlýindin benda til þess að skaflinn muni bráðna, en hann gæti kannski horfið í lok ágúst. Það þarf nefnilega ekki mikið að ganga á skaflana í Esjunni svo að þeir bráðni.“ Þá segir Páll skaflinn vera góða bendingu um loftslagsbreytingar. „Skaflinn gæti hafa horfið einu sinni um árið 1850, en síðan hvarf hann aldrei fyrr en árið 1929. Síðan hvarf skaflinn oft milli áranna 1930-1940 en sjaldan milli 1950-1960. Þá kom kuldaskeið og skaflinn hvarf aldrei í þrjátíu ár, milli 1965 og 1995. Eftir aldamótin hvarf skaflinn á hverju einasta ári, að árinu 2011 undan- skildu, en þá hvarf hann ekki. Bráðnun skaflsins fylgir loftslaginu og er hann því sýnilegur hitamælir. Ef tekið er tíu ára meðaltal og at- hugað hversu oft skaflinn hverfur, þá fæst gott loftslagsmeðaltal,“ segir Páll. Hverfi skaflinn í ár verður það þá í þrettánda sinn á síðustu fjórtán ár- um, en margir Reykvíkingar fylgjast eflaust glöggt með Gunnlaugsskarði í Esjunni úr stofuglugganum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Esjan Margir fylgjast með hinum fræga skafli á hverju sumri. Heldur að skaflinn í Esjunni fari í ár  Hátt meðalhitastig frá áramótum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.