Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 8

Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Lífið er til þess að njóta gæða – veldu steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555 Michael Jarner, yfirmaður er-lendra frétta hjá Politiken, fjallar um stefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta og afleiðingar hennar í fréttaskýringu um helgina.    Jarner tekur framað umrótið í ver- öldinni nú sé ekki Obama að kenna, en að hann hafi gegnt embætti í næstum sex ár og að margt sé í meira uppnámi en þegar friðar- verðlaunahafinn tók við með þeim áformum að draga úr hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi.    Fréttaskýrandinn danski telurupp vandamálin og listinn er ekki glæsilegur: Ætlunin hafi verið að draga Bandaríkin út úr Írak og Afganist- an, sem hafi að mestu tekist, en þrátt fyrir að hafa sett meira fé í Afganist- an en fór í Marshall-aðstoðina ríki enn kaos í landinu. Í Írak sé einnig upplausnarástand. Obama hafi ákveðið að senda ekki stuðning til hófsamari aflanna í Sýr- landi og afleiðingarnar séu að Assad sitji enn, hófsamir eigi undir högg að sækja og blóðbaðið og flótta- mannastraumurinn hafi fyrir löngu náð sögulegum hæðum. Í Líbíu hafi Obama verið tvístíg- andi, bæði fyrir og eftir fall Gaddafi, og í Egyptalandi hafi hann heitið því að standa með lýðræðinu en sé nú búinn að taka aftur upp hernaðar- aðstoð. Jarlner telur einnig að Pútín hafi leikið á Obama og náð forystunni í samskiptunum. Þá hafi Bandaríkja- forseti ekki náð árangri í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.    Eins og fréttaskýring Politikenber með sér hafa efasemdirnar um utanríkisstefnu Obama farið vaxandi, enda er alltaf hætt við um- róti og erfiðleikum þegar forystu- maðurinn sest í farþegasætið. Barack Obama Áhorfandi að alþjóðlegu umróti STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 14 skýjað Nuuk 7 alskýjað Þórshöfn 12 skúrir Ósló 20 þrumuveður Kaupmannahöfn 22 skýjað Stokkhólmur 27 heiðskírt Helsinki 26 heiðskírt Lúxemborg 16 skúrir Brussel 22 heiðskírt Dublin 21 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 22 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 21 skýjað Vín 25 léttskýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 23 léttskýjað New York 27 léttskýjað Chicago 28 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:48 22:20 ÍSAFJÖRÐUR 4:34 22:44 SIGLUFJÖRÐUR 4:16 22:28 DJÚPIVOGUR 4:13 21:54 Skemmtiferðaskip voru áberandi í Reykjavík um verslunarmanna- helgina. Alls komu fimm slík til hafn- ar um helgina, þar af þrjú á sunnu- dag. Stærst þessara skipa var Brilliance of the Seas, rúmlega 90 þúsund brúttótonn. Í dag klukkan 7 er skipið AIDAsol, sem er rúmlega 71 þúsund brúttótonn, væntanlegt að Skarfa- bakka í Sundahöfn. Skemmti- ferðaskipin munu svo koma til hafnar eitt af öðru og það síðasta er vænt- anlegt hingað 29. september. Alls er búist við 89 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur á þessu ári. Sunnudaginn 14. september er von á stærsta skipi sem hingað hefur komið. Það heitir Royal Princess og er 142.714 brúttótonn, að því er fram kemur á heimasíðu Faxaflóahafna. sisi@mbl.is Skemmtiferðaskip áberandi í höfninni  Fimm skip komu til Reykjavíkur um helgina  Risaskip er væntanlegt Morgunblaðið/Styrmir Kári Skarfabakki Tvö stór skemmtiferðaskip voru samtímis í Sundahöfn. Innanríkisráðneytið hyggst ráða fjóra ráðgjafa til að annast ráðgjöf við nauðungarvistaða einstaklinga á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að það hyggist gera samning við teymi ráðgjafa. Í ráð- gjöfinni felst m.a. upplýsingagjöf, hagsmunagæsla, ráðgjöf og stuðn- ingur við viðkomandi um hvaðeina er varðar nauðungarvistunina allt til loka hennar. Ráðgert er að í teyminu verði fjór- ir ráðgjafar, tveir af hvoru kyni, sem ekki starfa á sjúkrahúsi. Ráðuneytið tilgreinir einn teymisstjóra sem ber ábyrgð á skipulagi teymisins, skipt- ingu á vöktum og samskiptum við ráðuneytið. Ráðuneytið velur í teym- ið úr hópi umsækjenda með það að markmiði að mynda sérhæft teymi fagaðila með þverfaglega menntun og reynslu, segir í fréttinni. Greiður aðgangur þurfi að vera að ráðgjafa þannig að tryggt sé að hægt sé að ná í hann alla daga ársins. Með símavakt ráðgjafateymis skal tryggja að viðtal við skjólstæðing hefjist innan 12 klukkustunda eftir að vakthafandi læknir hefur haft samband við ráðgjafann. Aðstoð við nauðungar- vistaða  Ráðuneytið hyggst ráða fjóra ráðgjafa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.