Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 10

Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 10
Þú hlustar ekki á það sem ég segi! Í byrjun ástarsambands vitumvið hversu óendanlega gamaner að lifa. Nýi makinn okkar er besta útgáfan af mannveru sem við höfum kynnst, við svífum um í þéttum dansi og snertum nánast ekki jörð. Maki okkar er sér- stakur að svo mörgu leyti og það sem gerir hann sérstakan er það sem við elskum mest. Eftir því sem tíminn líður tekur hið hversdagslega óhjákvæmilega við. Það er ekki lengur bara mikil- vægt að vera saman, hugsa um mig og þig heldur tekur lífið við með húsnæðislánum, barnaupp- eldi, menntun og mismunandi störfum. Það er eðlilegt og gott. Ástin breytist úr spennu augna- bliksins, hún er ekki farin þó hún hafi breyst, hún hefur sett sig í stöðu til framtíðar og því fylgir öryggi og færi til að eflast. Í gegnum lífið upplifum við mis- munandi hluti sem hafa áhrif á okkur sem einstaklinga og par. Samskiptin þróast og ef vel er að gáð er hægt að sjá í þeim mynst- ur; takt þess dans sem við döns- um. Fátt er fallegra en öruggur dans sem ber með sér áralanga samveru, reynslu og skilning. Traustið sem skín heillar og hvet- ur um leið. Á einhverjum tíma, af mismunandi orsökum, lenda mörg pör í því að mynstrið breytist, þróast neikvætt. Dansinn flýtur ekki lengur fyrir ofan jörð heldur rekumst við á, tosum og ýtum og upplifunin þreytir og særir en gef- ur ekki lengur lífsgleði og skjól. Margir finna fyrir því, takast á við það og eru sterkari fyrir vikið. Við lærum af reynslunni og það skilar sér í dansinum þegar takti er náð á ný. Það er mikilvægt að vera vak- andi fyrir því hvernig takturinn þróast. Nútímasamfélag hefur opnað heiminn en einnig minnkað fjölskyldur og það stuðnings- og samstarfsnet sem þær eitt sinn voru. Makinn er stækkandi hluti lífsgæða okkar og sá sem við reiðum okkur einna mest á. Það getur því skapað fjarlægð og minnkuð tengsl ef ekki er brugðist við höktandi dansi og samskiptin festast í neikvæðu mynstri. Það kemur fljótt niður á getu okkar til að vera til staðar hvort fyrir ann- Heilsupistill Mjöll Jónsdóttir mjoll@heilsustodin.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Selsbit á laxfiskum er ekkijafn algengt og talið hefurverið og búsifjar af þeimsökum því ofmetnar. Þetta segir Sandra M. Granquist, líffræð- ingur hjá Veiðimálastofnun og deildarstjóri líffræðirannsókn- arsviðs Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Hún vinnur þar að margvíslegum rannsóknum sem miða að því að afla aukninnar og hagnýtrar þekkingar á lífsháttum selastofnsins við Ísland. Selasetrið er meðal annars í samstarfi við Stokkhólmsháskóla og Naturhistoriska riksmuséet í Stokkhólmi. Áhugi á þessu efni fer vaxandi og má nefna að nemar og fræðimenn á sviði líffræði, víða um heim, hafa stimplað sig inn á Hvammstanga. Kanna ætið með DNA-greiningum Selasetur Íslands var stofnað fyrir um áratug. Starfsemin er tví- skipt; rannsóknarsetur annars veg- ar og fræðslusafn hins vegar. Á vegum síðarnefndu deildarinnar er sýning á Hvammstanga sem á bilinu 15 til 20 þúsund hafa sótt síðustu ár. Starfsemi rannsókn- arsetursins skiptist niður á tvö svið, það er líffræði- og ferða- málarannsóknir. „Við tökum kvarnir úr driti selanna á skerjum. Greinum þannig innihald fæðu þeirra, sérstaklega með tilliti til áhrifa landsels á lax- fiska. Við stundum einnig DNA- greiningu úr saur sem gefur ná- kvæmar upplýsingar um hvað sel- urinn hefur étið og stendur Fjölþætt rannsóknar- starf og drit á skerjum Sandra M. Granquist leiðir rannsóknastarf Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Látrin á Vatnsnesi eru heimkynni landselsins og á skerjum eru tekin sýni og kvarnirnar svo kannaðar. Hugsanleg áhrif á selinn vegna mikillar ásóknar ferða- manna eru meðal þátta sem nú eru til skoðunar hjá vísindamönnum. Vísindakonur Sandra M. Granquist líffræðingur til vinstri og Taleena Mat- zat, aðstoðarkona hennar, með gamla íbúðarhúsið á Illugastöðum í baksýn. Fugl Það er margt að sjá á Vatnsesi og krúttlegur kríuungi fangaði auga. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Vefsíðan Ask a Biologist var stofnuð árið 1997 og er hugsuð sem þekking- arfræðilegur brunnur fyrir nemendur, foreldra og kennara. Hún er sniðin að þörfum grunnskólanema en allir ættu þó að geta fengið þar svör við ýmsum spurningum. Flest okkar hafa velt því fyrir sér hvernig fuglarnir fara að því að fljúga. Hvernig geta þeir til dæmis flogið í ægilegu roki þegar mannfólk- inu er varla stætt utandyra? Það er áhugavert að rýna í svarið á síðunni því þar er vandlega útskýrt hvernig loftflæðið fer yfir vænginn á fuglinum og hvernig loftþrýstingur- inn ýtir undir vænginn. Allt er þetta útskýrt í máli og myndum til þess að gera eðlisfræðina sem skiljanlegasta. Auk þess eru gagnlegir hlekkir á áhugaverðar síður sem útskýra flug fuglanna í myndbandsbroti svo dæmi sé tekið. Vefsíðan www.askabiologist.asu.edu Morgunblaðið/Ómar Flug Hvernig fara fuglar að því að fljúga í hávaðaroki? Það er útskýrt á síðunni. Hvernig geta fuglar flogið? Fjallgöngur eru ókeypis útivist og þess utan mjög skemmtilegar. Úlfars- fell, sem liggur á landamærum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, er til- valið fyrir unga sem eldri sem vilja leggja á brattann. Fjallið er 296 metra hátt og eru að minnsta kosti tvær uppgönguleiðir í boði. Önnur er í gegnum skóginn við Vesturlandsveg, þar sem heitir Hamrahlíð. Hin er frá veginum að Hafravatni, ofan við hið nýja hverfi í Úlfarsárdalnum. Ætla má að gangan frá láglendi upp á topp taki 45 mínútur en annars getur hver farið á sínum hraða – og fyrir fólk sem er að byrja í útivist og fjallasporti er Úlfarsfellið fín byrjun. Og ekki er útsýnið af þessu borgar- fjalli til þess að spilla fyrir sportinu, sem öðrum íþróttum fremur byggir upp þrek og þol og kemur blóðinu á hreyfingu. Gott útsýni af Úlfarsfelli sem er 296 metra hátt Fínt fjall fyrir byrjendurna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfarsfell Byggðin í Grafarholtinu er fremst og fjallið auðkleifa í baksýn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.