Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 12

Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 12
SVIÐSLJÓS Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Skipuleggjendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum og Ein með öllu á Akureyri, sem fram fóru um verslunarmannahelgina, telja að fjöldamet hafi verið slegið á hátíð- unum. „Þó það hafi komið rok í restina þá gekk alveg frábærlega um helgina,“ segir Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Ekki er búið að telja saman fjölda þjóðhátíðargesta í ár en Birgir segist aldrei hafa séð jafn marga gesti á Þjóðhátíð og í ár og segir að menn hafi verið að giska á að gestafjöldinn hafi verið á bilinu 15-16 þúsund manns. „Það var strax á föstudeginum sem maður sá að það var eitthvað stórt í gangi,“ segir Birgir. Hann segir brekkuna á laugardeginum hafa verið álíka setna og á sunnu- deginum fyrir fjórum til fimm ár- um síðan eða um 12-13 þúsund manns. Það sama var uppi á teningnum hjá Akureyringum en Davíð Rún- ar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, segir aldrei hafa verið jafn fjölmennt á lokatónleikum Ein með öllu og á sunnudag. „Það er ekki yfir neinu að kvarta. Fullt af fólki og spari- tónleikarnir á sunnudag voru æð- islegir,“ segir Davíð. Hann giskar á að á bilinu 12-14 þúsund manns hafi sótt hátíðina í ár en segir að erfitt sé að spá fyrir um það þar sem frítt var á hátíðina. „Þetta var besta mæting sem sést hefur. Flugeldasýningin end- aði á því að flestir bátar voru komnir út á Pollinn til að fylgjast með og kveiktu þeir í rauðum blysum þannig að allur Pollurinn logaði af rauðum ljósum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var umferðin í grennd við höfuðborgina með besta móti og þurfti lögregla litlar áhyggjur að hafa af gangi mála. Hafa aldrei séð jafn marga gesti  Aldrei hafa fleiri gestir sótt hátíðirnar Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og Eina með öllu á Akureyri segja skipuleggjendur hátíðanna  Giska á að 15-16 þúsund gestir hafi verið á Þjóðhátíð í ár Ljósmynd/Linda Ólafsdóttir Margmenni Að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar viðburðastjóra hafa aldrei verið jafn margir á sparitónleikunum, lokatónleikum Einnar með öllu. Telur hann gestafjölda hátíðarinnar vera á bilinu 12-14 þúsund. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílastæði Þjóðhátíðargestir fylltu í öll bílastæði í Landeyjahöfn. Eftir að bílastæðið fylltist fór fólk að leggja bílum sínum utan í vegarkant og var bílalengjan svo löng að farþegar Herjólfs voru beðnir um að vera snemma á ferð. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Umhverfisvænt - ekkert jarðrask• Meira öryggi á svæðinu• Sparar bæði tíma og peninga.• Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum. Á Ísafirði var mýrarbolti spilaður um helgina og að sögn Jóns Páls Hreinssonar, eins skipuleggjenda Mýrarboltans, voru um 2.000 manns á svæðinu um helgina. „Mótið gekk mjög vel fyrir sig og gestirnir voru sér og öðrum til sóma. Það voru í kringum 1.000 manns sem borguðu sig inn á há- tíðina en við áætlum að það hafi verið um 2.000 manns í það heila á svæðinu,“ segir Jón Páll og bætir við að veðrið hafi verið frábært, logn og sól alla helgina. Á annað hundrað kærur „Menn voru kærðir alveg vinstri hægri um helgina. Ýmist fyrir það að vera of lélegir eða of góðir,“ segir Jón og hlær. Hann segir sér- staka dómnefnd taka fyrir allar kærur sem telji á annað hundrað á hverju ári. „Í tíu ára sögu Mýrarboltans hefur öllum kærum verið hafnað, engin kæra hefur verið tekin til greina. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir það að á annað hundrað kærur berist á hverju móti,“ segir Jón. Hann segir margar kærurnar vera mjög skemmtilegar og kepp- endur oft vera í miklum orða- leikjum. Fimmtíu lið tóku þátt í ár og var það liðið Ísak City sem sigraði í flokki karla og FC ofurkonur sem stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki kvenna. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson „Drullu-gaman“ Fimmtíu lið tóku þátt í Mýrarboltanum í ár og að sögn mótshaldara voru lagðar fram á annað hundrað kærur á mótinu í ár. Kærðir fyrir að vera lélegir í Mýrarbolta Um það bil klukkutíma áður en brekkusöngurinn hófst í Herj- ólfsdal á sunnudaginn, undir stjórn Ingólfs Þórarinssonar, tók að hvessa í Herjólfsdal og tjöld fóru að fjúka. Að sögn Birgis Guðjónssonar var brugð- ist strax við því með því að opna íþróttahúsið. „Fólkið svaf þar um nóttina. Það voru nokkur hundruð manns sem nýttu sér það,“ seg- ir Birgir en í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum eru tveir stór- ir salir. „Annar salurinn fylltist upp undir morgun og þá var hinn opnaður,“ segir Birgir. „Fólk var orðið þreytt, búið að skemmta sér í þrjá sólahringa og var mjög fegið því að koma úr rokinu í svefnpokann sinn.“ Vindasamur sunnudagur ÞJÓÐHÁTÍÐARGESTIR GISTU Í ÍÞRÓTTAHÚSINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.