Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Gunnar Björnsson
Tromsö
Þremur umferðum er nú lokið á Ól-
ympíuskákmótinu sem fram fer í
Tromsö í Norður-Noregi. Eftir þrjár
umferðir hafa báðar íslensku sveit-
irnar hlotið 4 stig af 6 mögulegum.
Veitt eru tvö stig fyrir sigur í við-
ureign, eitt fyrir jafntefli en ekkert
fyrir tap. Fimm eru í hverju liði og
tefla fjórir í einu.
Í fyrstu umferð unnu báðar sveit-
irnar 4-0 stórsigra á töluvert lakari
sveitum, Eþíópíu og Namibíu. Í ann-
arri umferð unnu karlarnir 3-1 sigur
á Írum á meðan kvennaliðið tapaði
stórt ½-3½ fyrir sterkri sveit Kúbu.
Í þriðju umferð, sem fram fór í
gær vann kvennaliðið stórsigur, 4-0,
á IPCA, sem er fjölþjóðleg sveit
hreyfihamlaðra. Á ólympíu-
skákmótum tefla fjölþjóðlegar sveit-
ir fatlaðra, blindra og sjónskerta og
heyrnarskerta. Rímar vel við ein-
kunnarorð skákarinnar, Gens Una
Sumus – við erum ein fjölskylda.
Sigur stelpnanna var mjög öruggur
og unnu Tinna Kristín og Elsa
María sínar skákir mjög hratt og
örugglega. Hallgerður Helga og
Lenka þurftu að hafa meira fyrir
hlutunum.
Liðið í opnum flokki tapaði 1½-2½
fyrir Serbum. Svekkjandi úrslit því
útlitið var afar gott um tíma og jafn-
vel stefndi í sigur. Hannes Hlífar
Stefánsson og Helgi Ólafsson, sem
báðir gerðu jafntefli, höfðu báðir
unnið tafl á vissum tímapunktum.
Hjörvar Steinn Grétarsson var seig-
ur að halda jafntefli en Þröstur Þór-
hallsson tapaði sinni skák.
Garry Kasparov kom á skákstað
og horfði á lokaátökin. Hann heilsaði
þar sérstaklega upp á Jón L. Árna-
son, liðsstjóra liðsins. Jón varð
heimsmeistari sautján ára og yngri
árið 1977 en þá varð Kasparov að
sætta sig við þriðja sætið.
Ellefu sveitir með fullt hús
stiga eftir þrjár umferðir
Í fjórðu umferð í dag teflir liðið í
opnum flokki við sveit Svía en stelp-
urnar mæta sveit Venesúela. Meðal
viðureigna dagsins á morgun má
nefna Frakkland-Aserbaídsjan og
Rússland-Kína. Ellefu sveitir hafa
enn fullt hús stiga í opnum flokki.
Þar á meðal eru Frakkar, sem unnu
Ólympíumeistara Armena, Serbar
og Rússar sem unnu Makedónía 4-0.
Norðmenn, sem unnu Svartfell-
inga, eru efstir Norðurlandanna með
5 stig. Magnus Carlsen vann stór-
meistarann Nikola Djukic.
Í kvennaflokknum eru Íranir efst-
ir – eitthvað sem kemur verulega á
óvart.
Góðar aðstæður í Tromsö
Afar góðar aðstæður eru í
Tromsö. Teflt er í gamalli brugg-
verksmiðju rétt við sjávarmálið. Vel
fer um Íslendingana sem láta bjart-
ar sumarnætur, ferskt sjávarloft,
skipsflautur og mávagarg engin
áhrif hafa á sig.
Báðar sveitirnar með 4 stig af 6
Íslensku sveitirnar hafa unnið 2 viðureignir af 3 á Ólympíuskákmótinu sem fram fer í Tromsö
Sveitin sem teflir í opnum flokki mætir Svíum í dag Kvennasveitin mætir Venesúela
Ljósmynd/Gunnar Björnsson
Taflið að hefjast Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson,
Þröstur Þórhallsson og Helgi Ólafsson töpuðu naumlega á móti Serbum.
Ljósmynd/Gunnar Björnsson
Kvennasveit Lenka, Hallgerður, Tinna Kristín og Jóhanna tefldu á móti fjölþjóðlegri sveit hreyfihamlaðra í gær.
Fyrstu sjö mánuðir ársins 2014
hafa verið óvenjuhlýir og hafa að-
eins þrisvar verið hlýrri í Reykjavík
frá upphafi samfelldra mælinga ár-
ið 1871. Það var árin 1964, 1929 og
2003. Á Akureyri hafa fyrstu sjö
mánuðir ársins aldrei mælst hlýrri
en nú, en jafnhlýir 1964.
Þetta kemur fram í yfirliti sem
Trausti Jónsson veðurfræðingur
hefur tekið saman og birt er á vef
Veðurstofunnar.
Á Akureyri hefur úrkoma aðeins
einu sinni áður mælst meiri fyrstu
sjö mánuði ársins heldur en nú. Það
var 1989. Úrkoman hingað til er nú
um 60 prósent umfram meðallag og
hefur nú þegar náð 85 prósentum
meðalársúrkomu.
Rigning langt yfir meðallagi
Í Reykjavík var sérlega þurrt í
janúar og febrúar og úrkoma var
nærri meðallagi í apríl og maí. Aft-
ur á móti var úrkoma langt yfir
meðallagi í mars, júní og júlí.
Summa fyrstu sjö mánaðanna er
um 15 prósent umfram meðallag
áranna 1961 til 1990.
Meðalloftþrýstingur í Reykjavík
fyrstu sjö mánuði ársins er enn
langt undir meðallagi og hefur að-
eins átta sinnum verið lægri frá því
að samfelldar mælingar hófust árið
1823.
Sólskinsstundir það sem af er ári
eru um 90 færri á Akureyri en að
meðaltali 1961 til 1990. Í Reykjavík
eru sólskinsstundirnar rúmlega 100
stundum færri en að meðaltali
sama tímabil. Þær eru 267 stundum
færri heldur en að meðaltali fyrstu
sjö mánuði ársins síðustu 10 árin
(2004 til 2013) og það minnsta í
sömu mánuðum ársins frá 1992.
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Votvirði Mikið rigndi á ungu dreng-
ina sem öttu kappi nyrðra í júlí.
Óvenjumikil hlýindi
á Akureyri á árinu
Úrkoman þar 60% umfram meðallag
Forsetakosningar alþjóðlega
skákmótsins, FIDE, fara fram
11. ágúst nk. Þar berjast um
forsetastólinn Kirsan
Ilyumzhinov, forseti FIDE til
síðustu 19 ára, og áskorand-
inn Garry Kasparov. Stóryrðin
falla á báða bóga. Kasparov
hefur tekið til þess ráðs að
hengja upp auglýsingar út
um allan bæ sem hann er
kynntur sem framtíðin en
Ilyumzhinov notar aðrar að-
ferðir. Kasparov hefur sakað
um hann óheiðarleg vinnu-
brögð varðandi kjörbréf og
umboð sumra þjóða. Sakar
þar hann skrifstofu FIDE um
óeðlileg afskipti.
Í gær héldu Kasparov og
stuðningsmenn hans blaða-
mannafund þar sem fram-
boðið var kynnt. Eðli málsins
var töluvert rætt um stjórn-
mál. Kom þar fram að mörg
skáksambönd hafa fengið
símtöl og tölvupósta frá
sendiráðum Rússum. Má þar
nefna flest ef ekki öll Norð-
urlöndin.
Forseti Skáksambands Ís-
lands, Gunnar Björnsson,
fékk meðal annars slíkt sam-
tal þegar hann var á flugvell-
inum í Ósló á leið til Tromsö
sl. föstudag. Var hann spurð-
ur um afstöðu Íslendinga í
forsetakosningum FIDE.
Gunnar tjáði sendiráðsstarfs-
manninum að Ísland myndi
styðja Kasparov. Var honum
þá þakkað fyrir upplýsing-
arnar og Íslandi óskað góðs
gengis á Ólympíuskákmótinu.
Rússar nota
sendiráðin
TÆPLEGA VIKA TIL
FORSETAKOSNINGA FIDE