Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 17

Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is ,,Við erum komin með 15 listamenn til okkar sem munu sinna sköpun sinni hér næsta árið,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, sem keypti og gerði upp sögufrægt hús á Seyðisfirði ásamt þremur skólafélögum frá Danmörku. Húsið er vettvangur fyrir listamenn og frumkvöðla hvaðanæva að úr heiminum til að sinna sköpun sinni. Greiða þeir með- limagjald fyrir aðgang að húsinu í eitt ár í senn. Rúmlega 130 ára gamalt hús Húsið er nátengt sögu Seyðis- fjarðar. Elsti hluti þess er frá árinu 1880 og í því var verslunin EJ Waage, sem rekin var af Waage- fjölskyldunni í 100 ár. Farið var heldur óvenjuleg leið til þess að gera húsið upp. Tíu sjálf- boðaliðum var boðið að koma til Ís- lands gegn því að greitt var fyrir þá flugfar og matur meðan á dvöl þeirra stóð. Þessir tíu sjálfboðaliðar unnu undir handleiðslu smiða, raf- virkja og pípara að uppbyggingunni, sem lauk síðastliðinn vetur. Að sögn Bjartar dvelja nú sjö listamenn í húsinu. Eru þar á meðal myndlistarmenn, ljósmyndari og myndbandsgerðarmaður og skúlptúrgerðarmaður svo að dæmi séu nefnd. ,,Fólk kaupir aðild til eins árs í senn og hefur þá aðgang að húsinu í þann tíma. Flestir dvelja í þrjá til sex mánuði í húsinu á ári,“ segir Björt. Meðlimagjaldið er 250 þúsund krónur og að sögn Bjartar er full- mannað í húsinu á þessu ári. Að sögn hennar kemur fólk hvaðanæva að úr heiminum til að dvelja í húsinu og nú er þar t.a.m. fólk frá Frakklandi og Ástralíu. „Við fengum miklu fleiri umsóknir en við höfum pláss fyrir. Við þurftum að afþakka rúman helming umsóknanna,“ segir Björt. Auk þess að hafa aðgang að húsinu segir Björt að þeir sem dvelji í hús- inu skapi bæði viðskipta- og tilfinn- ingatengsl sem þeir taki með sér. „Þetta hefur farið miklu betur af stað en við þorðum að vona. Hlut- irnir gerðust mjög hratt, í rauninni bara á einum mánuði. Við höfðum í fyrstu áhyggjur af því að það yrði erfitt að fá meðlimi. En svo flæddu umsóknirnar skyndilega inn og allt fylltist á einum mánuði,“ segir Björt. Starfsemin hófst í maí og hafa með- limir því dvalið í húsinu undanfarna þrjá mánuði. ,,Fólk hefur ýmist ver- ið hér í einn eða þrjá mánuði í senn. Svo þegar fólk fer er slegið upp stórri veislu og grátið,“ segir Björt í gamansömum tón. „ Það helgast af þeim djúpa vinskap sem myndast á þessum tíma. Það er ótrúlega fallegt að sjá þau samstarfsverkefni og þá vináttu sem hefur skapast á þessum tíma,“ segir Björt. Húsið var talið ónýtt Björt á húsið ásamt Dönunum Andreas Lemche, Lars Hogenhof og Jonatan Jensen. Hún kynntist þeim í lýðháskóla í Danmörku og bauð þeim á listahátíðina LungA fyrir fjórum árum og þeir hrifust af firð- inum. Húsið hafði staðið autt í nokk- ur ár og var að niðurlotum komið. „Áður en við keyptum það fengum við að heyra það hjá Íbúðalánasjóðið að það væri flokkað sem ónýtt hús. Við fengum að kaupa það og höfum lagt gríðarlega peninga og tíma í að gera það upp,“ segir Björt. Þurftu að vísa mörgum frá  Ný vinnustofa fyrir frumkvöðla og listamenn á Seyðisfirði  Allt fylltist á einum mánuði  Flugu inn tíu sjálfboðaliðum sem gerðu upp húsið  Gengið betur en þau þorðu að vona  Húsið talið ónýtt Ljósmynd/Björt Sigfinnsdóttir Sögufrægt hús Í húsi sem nú hýsir listamenn og frumkvöðla var áður rekinn verslunin EJ Waage og var rekin af Waage fjölskyldunni í 100 ár. Morgunblaðið/Golli Eiga húsið Björt, Jonatan og Lasse þegar Morgunblaðið heimsótti þau síð- astliðið haust. Þá voru framkvæmdir í fullum gangi, en þeim er nú lokið. Rými Í húsinu er gott rými þar sem listamenn getur athafnað sig. Bráðlega hefst fyrsta fulla önnin í LungA háskóla, sem er fyrsti lýðháskólinn á Íslandi. Opið er fyrir umsóknir til 15. ágúst og skólinn hefst í september. Er hver önn 12 vik- ur og kostar hún 520 þúsund krónur. Í skólanum er rík áhersla lögð á mannrækt og að efla sjálfið með list og sköpun. „Við prófuðum þetta í mars og apríl á þessu ári og það gekk mjög vel. Þá fengum við 17 nemendur frá átta löndum,“ segir Björt, sem er ein af stofnendum skólans. Meðal kenn- ara er Saga Sigurðardóttir dansari, danski leikarinn Christian Gade Bjerrum, og fleiri. Björt segir að skólinn hafi fengið um 20 umsóknir en einungis er pláss fyrir 17-20 á hverri önn. Efla sjálfið með sköpun Björt Sigfinnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.