Morgunblaðið - 05.08.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 05.08.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Verk ungrar auglýsingastofu hafa vakið nokkra athygli að und- anförnu. Stofan ber nafn með rentu, Hype, og er mönnuð fjórum ungum mönnum utan af landi. Sævar Már Björnsson fram- kvæmdastjóri hlær þegar blaðamaður bendir honum á að það stangist á við flestar staðal- ímyndir um íbúa dreifbýlisins að vera brautryðjendur á sviði hönn- unar og tækni. Þrír ungu mann- anna koma frá Höfn í Hornafirði og sá fjórði frá Sauðárkróki og hafa þeir menntun á sviði við- skipta- og markaðsfræði auk graf- ískrar hönnunar og verkfræði. „Einhverjar mannabreytingar hafa orðið innan hópsins síðan Hype varð til árið 2012, en frá upp- hafi hefur hönnuðurinn Daniel Ims- land verið kjarninn í starfinu,“ út- skýrir Sævar. „Upphaflega vað Hype til í kringum vefsíðugerð þar sem vefumsjónarkerfið WordPress er grunnurinn en út frá því höfum við vaxið í aðrar áttir s.s. gerð aug- lýsinga, hönnun prentefnis, um- búða, vörumerkja og veitingu markaðsráðgjafar. Má segja að við tökum að okkur að leysa hvers kyns verkefni á sviði grafískrar hönnunar.“ Landsbyggðartengingin sem styrkleiki Að sögn Sævars hefur það, ef eitthvað er, verið Hype til fram- dráttar að starfsmennirnir eiga all- ir rætur sínar að rekja til lands- byggðarinnar. Á þeirra borð hafi ratað ófá verkefni fyrir mat- vælaframleiðendur í héraði og líka að vefsíðugerð fyrir ferðaþjón- ustuna sem hefur skipt miklu fyrir reksturinn. „Hype væri ekki statt þar sem það er í dag ef ekki hefði verið fyrir mikla eftirspurn frá sveitahótelum, veitingastöðum víða um land og öðrum seljendum vöru og þjónustu fyrir ferðamenn. Vel- gengni Hype er, þegar grannt er skoðað, gott dæmi um þá keðju- verkun sem orðið getur í hagkerf- inu, þegar uppgangur í ferðaþjón- ustu smitast yfir í tækni- og hönnunarfyrirtæki eins og okkar.“ Það vekur athygli blaðamanns að Hype skuli nota WordPress sem undirstöðuna í vefsíðuhönnun sinni. WordPress er vinsælt og opið for- rit til að halda utan um texta- og myndefni á vefsíðum og þykir not- endavænt tæki fyrir leikmenn sem vilja hanna eigin síður. Mætti jafn- vel greina það viðhorf að það sé ögn „ófínt“ að halda úti vef byggð- um á WordPress, og meira við hæfi bloggsíða en sem andlit fyrirtækja út á við. Sævar bendir hins vegar á að WordPress þjóni mjög vel þörfum flestra fyrirtækja og bjóði upp á vefsíður sem eru bæði snotrar og auðvelt að viðhalda. „Gamla nálg- unin hjá íslenskum vefsíðusmiðjum var að vefurinn var nánast smíð- aður frá grunni ofan á heimasmíð- að vefumsjónarkerfi. Þetta kallaði á flóknari vinnubrögð og meiri tæknilega vinnu. Oft voru vefsíð- urnar seldar með mánaðarlegu áskriftargjaldi fyrir vefumsjón- arkerfið. Ofan á það vildu síðan tínast ýmis þjónustugjöld ef eitt- hvað fór úrskeiðis og vefurinn virk- aði ekki sem skyldi,“ útskýrir hann. „Með WordPress er viðskiptavin- urinn hins vegar að fá opinn, áreið- anlegan og ókeypis hugbúnað, og þar sem minna reynir á flókna tæknilega vinnu við vefsíðugerðina er hægt að leggja aukinn kraft í hönnun og hugmyndavinnu.“ Reiknar Sævar með að þróunin í vefsíðugerðarheiminum muni halda áfram í þessa átt. „Þegar um er að ræða einfaldar heimasíður sem gegna því hlutverki að koma til skila upplýsingum og auðkenni fyr- irtækisins mun tæknilega hliðin og forritunin sjálf fá æ minna vægi á móti útlitshönnuninni, textaskrif- unum, þarfagreiningu og bestun síðunnar m.t.t. sýnileika á leit- arvélum.“ Gamlar síður í sjávarútvegi Talið berst yfir í frammistöðu ís- lenskra fyrirtækja, bæði á vefsv- iðinu en líka á sviði umbúðahönn- unar. Sævar er á því að víða megi gera betur, og svo virðist að í þeim geirum atvinnulífsins þar sem reksturinn er í föstum skorðum hætti mönnum til að vera væru- kærir. „Áhugavert er að bera t.d. saman ferðaþjónustu og sjávar- útveg. Þeir sem reka ferðaþjón- ustufyrirtæki vita að óvönduð vef- síða kostar þá gesti. Í sjávarútvegi eru heimasíður fyrirtækja hins vegar oft í eldri kantinum og hefur ekki verið lögð mikil áhersla á hönnun umbúða utan um afurðir. Þetta stefnir kannski ekki rekstr- inum í hættu, eins og væri raunin í ferðaþjónustu, en eflaust mætti auka verðmæti afurða í sjávar- útvegi með því að leggja meiri áherslu á hönnun og markaðs- setningu.“ Nýta ekki góða hönnun sem skyldi  Segir hönnun umbúða og vefsíða sumstaðar áfátt  Ferðaþjónustan er almennt vel með á nót- unum enda er vönduð vefsíða þar lífsspursmál, en tækifæri eru til að gera betur, t.d. í sjávarútvegi Morgunblaðið/Golli Sýnileiki Sævar ber saman ferðaþjónustu og sjávarútveg, og hvernig atvinnugreinarnar eru eins og andstæður þegar kemur að því að nota umbúða- og vefhönnun í markaðsstarfi. Annar geirinn er mjög framarlega og með á nótunum en hinn gæti gert mun betur. Ferðamenn mynda sig á Skólavörðustíg. Sævar Már Björnsson Alþjóðlegi risabankinn HSBC til- kynnti á mánudag að hagn- aður af rekstri hefði dreg- ist saman á fyrsta helmingi ársins. Tekjur drógust saman um 4%, frá 32,7 milljörðum dala á fyrsta helm- ingi síðasta árs niður í 31,36 millj- arða dala nú. Hagnaður var 10 milljarðar á sama tímabili í fyrra en var 9,46 milljarðar dala fyrstu sex mánuði þessa árs. Tölurnar komu markaðs- greinendum ekki á óvart, að sögn WSJ, en fjárfestingabanka-armur HSBC átti brösugan fyrsta árs- fjórðung. Einnig hefur illa gengið hjá þeim deildum bankans sem þjónusta verslunargeirann og ann- ast fjárfestingaráðgjöf ein- staklinga. ai@mbl.is Hægir á hjá HSBC

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.