Morgunblaðið - 05.08.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 05.08.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Gott útsýni af svölum – pottinum – pallinum SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is SKJÓLVEGGIR MEÐ GLERI Stjórnvöld í Nígeríu tilkynntu í gær að læknir í borginni Lagos, sem sinnt hafði sjúklingi með ebólu í Líberíu, væri nú sjálfur smitaður af veikinni. Er þetta annað staðfesta tilfelli ebólu í þessari borg. „Sá sem um ræðir er einn þeirra lækna sem sinntu sjúklingnum sem lést af völdum ebólu í Líberíu,“ segir Onyebuchi Chukwu, heilbrigðisráð- herra Nígeríu, í samtali við frétta- veitu AFP. Að sögn ráðherrans er nú fylgst grannt með sjötíu einstak- lingum til viðbótar en þeir höfðu all- ir umgengist áðurnefndan sjúkling. Átta þeirra hafa þegar verið settir í einangrun í borginni Lagos. Hitt ebólu-tilfellið í Lagos var þeg- ar starfsmaður fjármálaráðuneytis Líberíu hélt þangað til fundar. Telja menn fullvíst að hann hafi smitast af sjúkdómnum í gegnum systur sína skömmu áður en hann sótti Nígeríu heim. Á ferð sinni þangað millilenti maðurinn í Tógó og var hann orðinn sýnilega veikur við komuna til Lagos þann 20. júlí síðastliðinn. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést fimm dögum síðar. Sjúkra- húsinu hefur nú ótímabundið verið lokað. Alls hafa 887 manns látist í far- aldrinum. Læknir í Nígeríu smitaður af ebólu AFP Ebóla Læknar klæða sig í nauðsynlegan hlífðarbúnað áður en þeir hitta sjúklinga sína. Talið er að hátt í 1.500 manns séu nú smitaðir af ebólu. Svo gæti farið að breskar her- sveitir verði sendar inn í Afg- anistan á nýjan leik verði landið athvarf hryðju- verkamanna. Þetta segir Peter Wall, hershöfð- ingi og æðsti yf- irmaður breska hersins, í viðtali við breska dag- blaðið Daily Telegraph. Segist hann þó fullviss um að afg- anskar öryggissveitir byggju yfir getu til að tryggja öryggi í landinu þegar hersveitir Atlantshafs- bandalagsins yfirgefa það í lok þessa árs. Bendir Wall hins vegar á að ef aðstæður breytast til hins verra og staða vígasveita talibana styrkist enn frekar í landinu gæti verið þörf á bresku herliði þar áfram. Frá árinu 2001 hafa 453 breskir hermenn fallið í átökum við sveitir talibana í Afganistan. khj@mbl.is Sterk staða talibana gæti kallað á fleiri breska hermenn Hermenn NATO í Afganistan. AFGANISTAN Mikil leit stendur enn yfir að eftirlifendum jarð- skjálftans sem reið yfir suðvesturhluta Kína síð- astliðinn sunnudag. Mældist skjálftinn 6,1 stig og voru upptök hans á um tíu kílómetra dýpi. Fréttaveita AFP greinir frá því að hátt í 400 manns eru látnir auk þess sem mörg þúsund eru sagðir slasaðir. Hafa yfir 12.000 hús þegar hrun- ið til grunna auk þess sem um 30.000 byggingar liggja undir skemmdum á skjálftasvæðinu í Yunnan-héraði. Á myndinni má sjá björg- unarmann flytja slasað stúlkubarn á leið til læknis nóttina eftir að skjálftinn reið yfir. Hátt í 400 eru látnir og mörg þúsund særðir AFP Leita enn eftirlifenda jarðskjálftans í Kína Sjötíu ár voru í gær liðin frá handtöku dag- bókarritarans Anne Frank. Fjölskylda henn- ar flúði Þýska- land og uppgang nasismans á tím- um síðari heims- styrjaldar og flutti til Hollands. Faldist hún ásamt fjölskyldu sinni á geymslu- lofti í húsi í Amsterdam í tvö ár. Meðan á þeim tíma stóð hélt stúlkan dagbók þar sem hún lýsti lífi sínu. Þann 4. ágúst 1944 var fjöl- skyldan handtekin ásamt fjórum öðrum eftir að nafnlaus ábending barst liðsmönnum SS-sveitanna. Voru þau í kjölfarið flutt í Bergen- Belsen-fangabúðirnar þar sem hún lést 15 ára gömul árið 1945. SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD Sjötíu ár frá hand- töku Anne Frank Anne FrankKristján H. Johannessen khj@mbl.is Samkomulag náðist í gærkvöld milli Ísraelsmanna og Palestínumanna um 72 klukkustunda vopnahlé. Átti það að taka gildi klukkan fimm í nótt, eða klukkan átta að stað- artíma, en stutt er liðið frá því að ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna greindi frá samskonar samkomulagi milli stríðandi fylkinga. Liðu þá ein- ungis um tvær klukkustundir þar til átök á Gaza hófust á nýjan leik. Fréttaveita AFP greinir frá því að samkomulagið hafi m.a. náðst fyrir tilstuðlan samningamanna frá Egyptalandi og að deiluaðilar hafi þegar fallist á frekari viðræður. Endurskoða vopnaútflutning Bresk stjórnvöld hafa, í ljósi ástandsins á Gaza, ákveðið að endur- skoða vopnasölusamninga við Ísrael. Þetta staðfestir talsmaður forsætis- ráðuneytisins í Bretlandi við AFP. Hergögnin sem um ræðir eru mest- megnis íhlutir í skotfæri, ómannaðar flugvélar og brynvarða bíla svo fátt eitt sé nefnt. Viðskipti þessi nema alls um 42.000.000 breskra punda. Benjamín Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði í gær að árás- um Ísraelshers myndi ekki linna á Gaza fyrr en „öryggi íbúa Ísraels hefði verið tryggt“. Yfir 1.800 Palestínumenn og 67 Ísraelsmenn, þar af 64 hermenn, hafa nú fallið í átökunum. Annað samkomulag um vopnahlé  Bretar vinna nú að því að endurskoða vopnasölusamninga sína við Ísrael AFP Vígatól Bryndrekar Ísraelshers.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.