Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt! Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Þýsk stjórnvöld hafa rift samn- ingi við rúss- neska herinn vegna stuðnings Rússa við herskáa aðskiln- aðarsinna í Úkraínu. Samn- ingurinn kvað á um uppbyggingu og notkun á æf- ingaraðstöðu fyrir herinn í Þýska- landi. Voru það stjórnvöld í Rúss- landi og þýska hergagnafyrirtækið Rheinmetall Defence sem stóðu að samn- ingnum en hann hljóðaði upp á hundrað milljónir evra. Sigmar Gabriel, varakanslari og viðskiptaráðherra Þýskalands, til- kynnti um þetta í gær. Verkefninu hafði áður verið frestað í mars síðastliðnum vegna þeirrar miklu spennu sem ríkt hefur á Krím- skaga að undanförnu. Riftu samningi við rússneska herinn Sigmar Gabriel ÞÝSKALAND Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ferja með allt að 200 farþegum inn- anborðs sökk skammt frá höfuð- borginni Dhaka í Bangladess í gær- morgun. AFP-fréttaveitan greinir frá því að um 100 hafi verið bjargað eftir slysið, tveir eru sagðir látnir en óvíst var með afdrif annarra sem um borð voru þegar Morgunblaðið fór í prentun. Orsök slyssins eru ekki fyllilega ljós en veður var mjög slæmt á svæðinu og ferjan að líkindum ofhlaðin. „Öldurnar voru risastórar og ferj- an vaggaði mjög mikið. Eftir að stór alda skall á henni fylltist ferjan af vatni. Því næst valt hún og sökk,“ segir Syed Saadi, einn farþega ferj- unnar, í samtali við AFP. Eiginkona hans og tveir synir eru meðal þeirra sem nú er leitað. Slysið átti sér stað á ánni Padma, um 30 kílómetra suður af höfuðborginni. Nota neðansjávarmyndavél Við björgunarstörf á svæðinu njóta björgunarmenn liðsinnis sjó- hersins. Meðal þeirra tækja sem not- ast er við er skip útbúið sérstakri neðansjávarmyndavél. Vonast björgunarmenn til að geta fundið flak ferjunnar með hennar aðstoð. Ferjuslys eru nokkuð tíð í Bangla- dess. Í mörgum tilfellum er um að kenna lélegu viðhaldi auk þess sem þær eru oft yfirhlaðnar af fólki. Farþegaferja sökk með um 200 manns  „Öldurnar voru risastórar,“ segir einn farþegi ferjunnar AFP Fólk Ferjur eru oft ofhlaðnar. Mörg þúsund manns komu saman til þess að minnast sjö einstaklinga sem allir týndu lífi þegar flugvél Air Algerie brotlenti í Malí þann 24. júlí síðastliðinn. Fólkið tilheyrði sömu fjölskyldu en um er að ræða hjón, fjögur börn þeirra og frænda. Alls létust 118 manns þegar flug- vélin, sem var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar, brotlenti. Þúsundir komu saman til minningarstundar AFP Látinnar fjölskyldu minnst Frönsk herþota af gerðinni Mirage 2000B brotlenti í suðurhluta Frakklands í gær. Um borð í vélinni voru tveir flugmenn og náðu þeir að skjóta sér út áður en þot- an skall til jarðar. Þeir eru, samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti Frakklands, ómeiddir. Tildrög slyssins eru óljós sem stendur en AFP- fréttaveitan greinir frá því að flugmennirnir hafi til- kynnt um vélabilun skömmu áður en atvikið átti sér stað. Stutt er síðan önnur frönsk herþota sömu gerðar brot- lenti. Gerist það í júní á þessu ári og átti atvikið sér stað yfir Afríkuríkinu Níger. Var þotan þá á flugi frá Malí áleiðis til herflugvallar þegar flugmenn hennar til- kynntu um vélabilun. Höfðu þeir skömmu áður gert loftárásir á æfingabúð- ir og birgðageymslur herskárra íslamista í norðurhluta landsins. Franski flugherinn tók Mirage-herþotur fyrst í sína þjónustu árið 1982 og eru þeir nú með yfir 300 slíkar vélar í notkun. khj@mbl.is FRAKKLAND Flugmenn Mirage-herþotu skutu sér út Frakkar eiga yfir 300 Mirage-vélar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.