Morgunblaðið - 05.08.2014, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is
Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is
GLÆNÝ RAUÐSPRETTA
LAXASTEIKUR Í HVÍTLAUK OG SÍTRÓNUPIPAR
KEILUSTEIKUR OG LANGA Á GRILLIÐ
LÉTTSALTAÐAR GELLUR AÐEINS 990 KR/KG
VIRKA DAGA 10.00 - 18.15
LAUGARDAGA 11.00 - 15.00
OPIÐ
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Sunnudaginn 6. júlí
sl. gaf Mahmoud Ab-
bas, forseti Palestínu,
út stutta yfirlýsingu
til fjölmiðla sem við-
staddir voru í Ramal-
lah: „Þeir sem óttast
dómstóla ættu að
stilla sig um að
fremja glæpi.“ (e.
Those who fear co-
urts should refrain
from committing cri-
mes). Skilaboð forsetans voru
skýr; Palestína hefur í hyggju að
kalla eftir inngripi Alþjóðlega
sakamáladómstólsins (e. Int-
ernational Criminal Court – ICC)
vegna hersóknar Ísraelsmanna á
Gaza.
Alþjóðlegi
sakamáladómstóllinn
En hvar kemur Alþjóðlegi saka-
máladómstóllinn í Haag inn í þetta
stríð? Hvernig hyggst Palestína
kalla eftir inngripi dómstólsins?
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
hefur vald og hlutverk til þess að
viðhafa lögsögu sína yfir ein-
staklingum fyrir alvarlegustu
glæpi í alþjóðlegu tilliti. Dómstóll-
inn ákærir fyrir glæpi gegn mann-
kyninu, stríðsglæpi og glæpi gegn
friði. Dómstólnum var komið á fót
með Rómarsáttmálanum sem sam-
þykktur var hinn 17. júlí 1998 á
ráðstefnu stjórnarerindreka sem
var haldin á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Dómstóllinn er sjálfstæð
stofnun og telst ekki vera hluti af
Sameinuðu þjóðunum, þó að dóm-
stóllinn sé rekinn aðallega á fjár-
framlögum frá aðildarríkjum SÞ. Í
dag eru 122 ríki aðilar að Rómar-
sáttmálanum en hvorki Palestína
né Ísrael eru þar á meðal.
Hótun eða loforð
um frið í Palestínu?
Hugmyndin um inngrip Al-
þjóðlega sakamáladómstólsins
vegna deilu Palestínu og Ísr-
aelsmanna er ekki ný af nálinni. Í
janúar 2009 vísaði ríkisstjórn Pal-
estínu málefnum þess til dómstóls-
ins. Meira en þremur árum síðar
ákvað þáverandi saksóknari dóm-
stólsins, Luis Moreno-Ocampo, að
dómstóllinn ætti ekki að rannsaka
meint afbrot vegna þess að óljóst
væri hvort Palestína væri ríki og
hvort hún gæti þar með vísað mál-
efnum Gaza-svæðisins til dóm-
stólsins. Viðbrögð Palestínu við
ákvörðun saksóknara dómstólsins
um að hefja ekki rannsókn á mál-
efnum Palestínu og Ísraels leyndu
sér ekki, en þau voru þau að leita
viðurkenningar á því að Palestína
væri sjálfstætt ríki hjá hinum
ýmsum stofnunum Sameinuðu
þjóðanna. Allsherjarþing SÞ sam-
þykkti með miklum meirihluta að
viðurkenna Palestínu sem ríki og
veitti því stöðu áheyranda hjá
Allsherjarþingi SÞ (e. Non-
Member Observer
State). Athafnir
Allsherjarþingsins
voru augljósar, því
með slíka viðurkenn-
ingu í farteskinu gæti
Palestína nú orðið að-
ili að Rómarsáttmál-
anum og vísað mál-
efnum Palestínu að
nýju til dómstólsins.
En möguleg íhlutun
Alþjóðlega saka-
máladómstólsins skil-
ur einnig eftir sig
raunverulega ógn
gagnvart ákveðnum hópum Palest-
ínumanna. Það er algengur mis-
skilningur að palestínsk yfirvöld
geti „ákært“ eða vísað málefnum
Ísraels til dómstólsins fyrir meinta
glæpi sem framdir hafa verið í
langvinnu, áratugalöngu stríði
þeirra á milli. Í raun og veru get-
ur Palestína aðeins vísað sínum
eigin málefnum til dómstólsins og
væru rannsakendur á vegum dóm-
stólsins þá bundnir við það eitt að
rannsaka meinta glæpi framda á
svæðum í Palestínu en ekki í Ísr-
ael. Meintum glæpum frömdum í
Ísrael væri þeim óheimilt að rann-
saka – m.a. uppbyggingu ólöglegra
landtökusvæða af hálfu Ísraels.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
er því engin lausn á vandanum á
Gaza-svæðinu og Vesturbakk-
anum. Dómstóllinn myndi ekki
tryggja frið á þessu svæði. En ef
dómstóllinn gæti komið einhverri
ábyrgð á þá aðila sem hlut eiga í
þessu stríði, myndi það ef til vill
vera þess virði.
Getur Palestína vísað
málefnum Gaza og Vest-
urbakkans til ICC?
En þrátt fyrir að vera ekki aðili
að Rómarsáttmála Alþjóðlega
sakamáladómstólsins er uppi við-
varandi misskilningur um hvað
myndi gerast ef Palestína fullgilti
Rómarsáttmálann. Einnig er óljóst
hvort dómstóllinn hefði lögsögu yf-
ir þeim glæpum sem framdir hafa
verið fyrir fullgildingu Palestínu.
Hins vegar er enginn vafi um að
Palestína getur, á grundvelli Róm-
arsáttmálans, samþykkt lögsögu
dómstólsins afturvirkt til 1. júlí
2002, sem er sá dagur sem sátt-
málinn tók gildi. Ákvæði 11. og 12.
gr. sáttmálans kveða á um það
með skýrum hætti að dómstóllinn
mun einungis hafa lögsögu yfir
glæpum sem framdir hafa verið
eftir að ríki hefur staðfest Róm-
arsáttmálann, en viðkomandi ríki
er hins vegar heimilt að leggja
fram tilkynningu hjá ritara dóm-
stólsins um að lögsaga dómstólsins
verði samþykkt afturvirkt og nái
þá til þeirra glæpa sem framdir
voru fyrir aðild viðkomandi ríkis.
Hér er hins vegar einnig vert að
benda á að Palestína þarf ekki að
staðfesta Rómarsáttmálann til
þess að geta vísað málefnum Gaza
til Alþjóðlega sakamáladómstóls-
ins. Það gæti samþykkt lögsögu
dómstólsins á tilfallandi grunni (e.
ad hoc basis), með vísan til 3. mgr.
12. gr. sáttmálans, og hún gæti
jafnvel gert það afturvirkt, líkt og
Fílabeinsströndin gerði hér áður
fyrr. Hins vegar skal það athugast
að ef svo færi að Palestína vísaði
málefnum á Gaza og Vesturbakk-
anum til dómstólsins mun rann-
sóknin einnig beinast að Hamas-
samtökunum og meintum glæpum
þeirra gagnvart ísraelskum rík-
isborgurum – og jafnvel mun frek-
ar heldur en að þeim meintu glæp-
um sem Palestínubúar hafa verið
beittir af Ísraelsríki.
Getur Palestína leitað til Alþjóðlega
sakamáladómstólsins í Haag?
Eftir Vigdísi Ósk
Sveinsdóttur
» Forseti Palestínu
hefur lýst því yfir að
Palestína muni kalla eft-
ir inngripi Alþjóðlega
sakamáladómstólsins
vegna hersóknar Ísraels
á Gaza.
Vigdís Ósk
Sveinsdóttir
Höfundur er héraðsdómslögmaður,
LL.M í alþjóðlegum refsirétti.