Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 26

Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, dóttur, systur og mágkonu, ÁSTRÍÐAR HAFDÍSAR GUÐLAUGSDÓTTUR GINSBERG, Dvergholti 25, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala, samstarfsfólks hjá Rannís, vina og ættingja. Heinz Dieter Ginsberg, Guðrún Jónsdóttir, Hilmar Guðlaugsson, Jóna Steinsdóttir, Kristín Guðlaugsdóttir, Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir. ✝ Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, INGEBORG EINARSSON, Hæðargarði 35, Reykjavík, lést 24. júlí á Landspítala við Hringbraut. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Kirsten Friðriksdóttir, Sigurður Ingvarsson, Halldór Friðriksson, Kristrún Pétursdóttir, Erlingur Friðriksson, Valgerður Sigurjónsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Bjarni Halldórsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg dóttir, systir og frænka, ELÍN KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR, Grenimel 25, sem lést miðvikudaginn 23. júlí verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Theodóra Ólafsdóttir, Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir, Dóra Björk Guðjónsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÍMON HALLSSON, löggiltur endurskoðandi, Vogalandi 8, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 28. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Anna Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Símonarson, Adrianna Simonarson, Hallur Símonarson, Magnea Lena Björnsdóttir, Guðrún Símonardóttir, Ólafur Örn Jónsson og barnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR framkvæmdastjóri og danskennari, lést fimmtudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Henný Hermannsdóttir Baldvin Berndsen Arngrímur Hermannsson Anna Hallgrímsdóttir Björn Hermannsson Bestla Njálsdóttir og fjölskyldur Elskulegur bróðir minn, SIGURJÓN ÞÓR BENEDIKTSSON frá Bitrugerði, Hörgársveit, Lindarsíðu 4, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 31. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Glerárkirkju fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Hulda Benediktsdóttir Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM ✝ Guðrún H. Asp-ar var f. 2. jan- úar 1922 á Ak- ureyri. Hún lést 25. júlí sl. á Dvalarheim- ilinu Hlíð. Foreldrar hennar voru Halldór Hjálmars Guð- mundsson Aspar, f. 1894, d. 1935, fram- kv.stj. Akra, og k.h. Kristbjörg Torfa- dóttir, f. 1902, d. 1987, húsmóðir á Akureyri og síð- ar í Reykjavík. Systkini Guðrúnar voru Björn Kristinn, Anna, Krist- ín og Jón Eymundur, sem öll eru látin, en eftirlifandi er Baldur Aspar. Guðrún giftist 1. júlí 1944, Jóhanni Júlíusi Kristinssyni, framkv.stj., f. 30. júlí 1921 að Ytra-Dalsgerði, d. 21.11. 2004, syni Kristins Randvers Stef- ánssonar, f. 1891, d. 1973, b. í Kambfelli í Djúpadal og síðar vm. á Akureyri, og k.h. Elínborgar Jónsdóttur, f. 1895, d. 1992, hús- móður s. st. Guðrún og Jóhann áttu 9 börn: 1) Stúlka, f. 6.10. 1944, d. 16.12. 1944. 2) Kristinn Halldór, f. 4.3. 1946, kv. Margréti Alfreðsdóttur. Börn: Alfa Björk, í sambúð með Magnúsi Björnssyni og á hún eina dóttur, Signý Þöll, í sambúð með Viktori Pálssyni og eiga þau tvær dætur og Jóhann, kv. Huldu Þórhallsdóttur og eiga þau tvö börn. 3) Elín Björg, f. 22.4. 1948, g. Sævari Sæmundssyni. steinssyni, Torfi og Magni. Guðrún ólst upp með for- eldrum og 5 systkinum, lengst af í Þingvallastræti 6. Hún missti föð- ur sinn úr berklum þegar hún var 13 ára og eftir lát hans aðstoðaði hún móður sína með heimilið. Hún varð gagnfræðingur frá MA, en frekara nám var ekki í boði, þó svo hugur hennar væri til ein- hverskonar innanhússhönnunar. Hún vann jafnframt utan heimilis og 15 ára var hún komin í síld á Siglufirði. Að námi loknu vann hún sem talsímastúlka, fyrst í Borgarnesi og síðar á Akureyri. Þau Jóhann hófu búskap í Þing- vallastræti 6, en síðan í Ránargötu 9 og þar bjuggu þau þar til Jó- hann flutti á Hlíð, áratug á undan henni og hún fyrir rúmu ári, 91 árs að aldri. Guðrún var heima- vinnandi með stórt heimili og sá jafnframt um fatlaðan son þeirra af mikilli natni. Þar fyrir utan sá hún um þrif og þvotta fyrir bif- reiðaverkstæðið Víking sem Jó- hann átti með öðrum. Eftir að börnin uxu úr grasi vann hún á Niðursuðuv. K. Jónssonar & Co. Í „Asparlundi“ í Hörgárdal, nutu þau hjón þess að fá stórfjölskyld- una árlega saman, en hún telur nú tæplega níu tugi og nú síðast um miðjan júlí mætti hún í hópinn. Hún starfaði með Styrktarfélagi vangefinna á Norðurlandi og tók virkan þátt í starfi Lions með manni sínum. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 5. ágúst 2014, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Börn: Sæmundur, kv. Mörtu Gunn- arsdóttur og eiga þau þrár dætur, Guðrún Ösp, g. Sig- urði Valgarðssyni og eiga þau þrjú börn og María Sif og á hún þrjú börn. 4) Ingunn Þóra, f. 10.4. 1951, g. Skúla E. Sigurz. Börn: Berg- lind, g. Sigurði Val- týssyni og eiga þau tvö börn, Mar- grét, g. Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn og Ing- ólfur Rúnar og á hann tvö börn. 5) Björn, f. 8.12. 1952, kv. Sigrúnu Harðardóttur. Börn: Jóhanna Mjöll, g. Þresti Má Pálmasyni og eiga þau tvær dætur, Óðinn Snær og á hann son og Björn Torfi, í sambúð með Ágústu Margréti Úlfsdóttur. 6) Jóhann Gunnar, f. 9.1. 1954, kv. Rögnu Ósk Ragn- arsdóttur. Börn: Ragna Kristín, g. Hlyni Tómassyni og eiga þau þrjú börn og Egill, hann á tvær dætur. 7) Ásta Hrönn, f. 16.7. 1957, g. Gísla Agnari Bjarnasyni. Dætur: Oddný Ösp, g. Erlingi Sigurjóni Ottóssyni og eiga þau þrjá syni og Jóhanna Björk, g. Rögnvaldi Þór Heimissyni og eiga þau tvær dæt- ur. 8) Magnús, f. 10.1. 1959. 9) Sól- veig, f. 9.2. 1961, g. Þresti Vatns- dal. Börn: Júlía, í sambúð með Þorsteini Björgvini Aðal- Það er liðið seint að kveldi og skuggar næturinnar hvíla yfir El- liðavatninu og á hugann leita hlýj- ar minningar um tengdamóður mína Guðrúnu Aspar sem nú hef- ur kvatt okkur. Ég sé hana fyrir mér sitja teinrétta með silfurgrátt hár inni í stofu í Ránargötu 9, og hlusta á kliðinn í prjónunum hennar á meðan við ræðum saman ættfræði og lestur góðra bóka. En nú er stóllinn hennar Nunnu tengdamóðir minnar auður og minningarnar einar sitja eftir um þessa greindu, vel gerðu og hlýju konu. Ævistarfið er orðið æði langt, árin hennar orðin mörg. Ég hitti tengdamóður mína skömmu áður en hún lést. Enn blakti þó daufur logi á kveik þar sem hún lá uppáklædd í rúminu sínu. Friður var yfir henni og fal- lega brosið hennar var síðasta kveðjugjöfin. Hún fann sjálf að hverju stefndi og er ég sannfærð- ur um að henni var ekkert að van- búnaði að kveðja. Fátt hefði verið henni örðugra að þola en að lifa án þess að geta miðlað öðrum af um- hyggju sinni.Kveikurinn var brunninn niður í stjakann. Þegar ég kom fyrst inn á heim- ili þeirra hjóna Guðrúnar Aspar og Jóhanns Kristinssonar fyrir nær 50 árum þá rúmlega tvítugur tók þessi glæsilega og hógværa kona á móti mér í dyrunum og bauð mig velkominn inn á heimili sitt, þar kynntist ég konu sem vildi öllum vel á sinn hógværa hátt. Myndaðist strax með okkur hlý og traust vináttubönd sem entust alla tíð. Löngum var gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna því vinahópurinn var stór, en gest- risni hennar og greiðasemi ein- stök. Þar leið öllum vel. Börnin voru átta og tengdaforeldrar hennar bjuggu á neðri hæðinni. Má því nærri geta að nóg var að gera hjá Nunnu, eins og hún var ætíð kölluð af fjölskyldumeðlim- um við að fæða og klæða allan barnahópinn sinn. Nýtni og fyr- irhyggjusemi var mikil, saumaði Nunna gjarnan föt á yngri börnin upp úr fötum eldri barnanna og fylgdist vel með og hlúði að heimanáminu. Þegar við hjónin eignuðumst börnin okkar þá heyrðist oft kallað, mamma eigum við ekki að koma í heimsókn til ömmu í Rán. Þar beið þeirra ætíð eitthvert góðgæti í skál, oft var farið í leiki eða lesið upp úr góðri bók og settust þá ömmubörnin hljóð við hliðina á henni og fylgd- ust opineygð með. Eftir að Jó- hann lést fór heilsu hennar hrak- andi og sjónin þverrandi, var þá mikið frá henni tekið. Hún hafði yndi af lestri góðra bókmennta, en aldrei heyrði ég hana kvarta og vel fylgdist hún með öllum barna- börnunum sínum, og fagnaði hverjum áfanga í lífi þeirra sem til farsældar og þroska horfði. Ég kveð þig nú með djúpum söknuði, elsku Nunna mín, en jafnframt með miklu þakklæti og virðingu fyrir að hafa fengið að eiga þig að. Konuna með gullhjartað sem eyddir stórum hluta ævinnar í að þjóna og hlúa að öðrum. En handan við fjöllin og handan við átt- irnar og nóttina rís turn ljóssins. þar sem tíminn sefur inn í frið hans og drauma er förinni heitið (Sn. Hj.) Sé ég fjöld af förnum dögum, finn mér skylt að þakka að nýju góðhug þinn og alúð alla, endalausa tryggð og hlýju. (G.B) Hvíl í friði, elsku Nunna mín og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn tengdasonur, Sævar Sæmundsson. Þá er hún Nunna tengdamóðir mín látin 92 ára gömul. Þessari hæglátu yndislegu manneskju kynntist ég fyrir 43 árum er ég bankaði upp á að Ránargötu 9 og spurði eftir Ingu Þóru dóttur hennar sem ég hafði kynnst skömmu áður. Ég vissi reyndar að hún væri í vinnu á þessum tíma en Sigurður afi minn hér í Reykjavík hafði sagt mér að gott væri að kynnast mömmunni fyrst hygðist maður sjá hvaða mann- kosti tilvonandi kvonfang hefði að geyma. Mér var umsvifalaust boð- ið inn í kaffibolla og að bíða þar til Inga kæmi úr vinnu en á meðan var farið yfir ætterni mitt á Ak- ureyri en þaðan er móðir mín ætt- uð. Þessi ráðahagur stendur enn sem segir nokkuð um hvernig mér leist á þá gömlu. Ránargata 9 var mannmargt heimili, 8 börn og amma og afi í kjallaranum. Þessum skara kom þessi sómakona til manns með mikilli prýði. Aldrei heyrði ég Nunnu kvarta yfir einu né neinu eða hallmæla nokkrum manni, alltaf hægt að finna eitthvað gott í öllum. Barnabörnin elskuðu ömmu í Rán eins og þau kölluðu hana og allir hlökkuðu til að koma í heimsókn. Þannig var nærvera hennar. Guðrún Aspar, Nunna, amma í Rán gerði flesta sem hún umgekkst að betri manneskjum. Takk fyrir að hafa verið alltaf til staðar. Hvað er hægt að segja meira? Skúli Eggert Sigurz. Ég hafði oft heyrt minnst á hana Nunnu hans Jóa Kristins, enda hún ein af stelpunum í saumaklúbbnum hennar mömmu, samt var ég yfir mig kvíðin þegar ég bankaði í Ránargötu 9 til að hitta elsta son hennar. Kvíðinn varð fljótt að engu og þessa konu, tengdamömmuna mína, hef ég alltaf talið eina mína bestu vin- konu. Nunna var heiðarleg, já- kvæð og umfram allt ein sú skemmtilegasta kona sem ég hef hitt og eins og krakkarnir mínir segja sú allra vitrasta. Við Kiddi byrjuðum búskap okkar í næsta nágrenni við stór- fjölskylduna og oft var hlegið að þessari stelpuhúsmóður þegar hún kom lafmóð yfir með pott eða prjóna og kunni ekkert. Með sinni einstöku geðprýði sagði hún mér til hægt og rólega enda alltaf nægur tími til hjá þessari konu. Hennar einstaka lundarfar kom sér vel í erli dagsins þegar hún þeyttist um við að sinna búi og börnum. Hún lét samt erfiðan hversdagsleikann aldrei ná yfir- höndinni, var alltaf tilbúin til að ferðast, hlúa að blómunum í garð- inum og fara út að skemmta sér með Jóa sínum. Eftir að Jóhann dó var sem ský drægi fyrir sólu og alla daga sakn- aði hún hans og talaði gjarnan til hans þegar eitthvað mikið gekk á. Ég reikna því með að þau séu glöð og kát núna að tjútta saman í himnasölunum. Kærasta tengdamamma, ég elskaði þig allt til enda varaldar og þakka þér innilega fyrir allt það sem þú gafst mér og mínum. Þín tengdadóttir, Margrét. Mikið er þessi kona sem geng- ur þarna úti alltaf tignarleg og vel til höfð, sagði samstarfskona mín við mig. Ég lít út um gluggann á gamla vinnustaðnum mínum og sé að þessi tignarlega kona sem hún átti við var hún amma mín sem var að koma úr heimsókn frá afa. Ég fann hvað ég var stolt af ömmu minni sem hafði nú reynt ýmislegt í lífinu. Þessi lýsing átti svo vel við hana þar sem hún gekk alltaf svo teinrétt í baki og ekki var að sjá á þessum tíma að þetta væri kona sem gengið hafði með níu börn og líkaminn orðinn slit- inn. Þegar ég sit hér hugsi eftir að þú hefur kvatt okkur í hinsta sinn koma margar minningar fram. Mikið sem það var spennandi að fá að gista hjá ykkur afa í Rán. Það eru líka litlu hlutirnir sem maður man eftir eins og hljóðinu í uppþvottavélinni þegar maður var að fara að sofa sem maður heyrði ekki heima hjá sér og næt- urljósin á ganginum sem fengu að loga yfir nóttina þannig að ég yrði ekki myrkfælin. Heimsóknum í Ránargötuna fylgdi líka oft að þú eða afi buðu upp á Conga-súkku- laðistykki eða laumuðu jafnvel smá ferðapeningi að manni áður en lagt var af stað í ferðalag. Ekki var nú heldur leiðinlegt þegar nammibaukurinn með karamell- unum var tekin fram. Þú varst nú ansi útsjónarsöm því það gat eng- inn laumast í baukinn án þess að þú vissir af því þar sem í lokið hafði verið límd einhverskonar hljóðdós sem baulaði ef átt var við hann. Mikil hannyrðakona varstu og margir voru hlutirnir sem þú prjónaðir, heklaðir eða föndraðir. Þegar ég var skiptinemi erlendis var ég í bréfi til þín að barma mér yfir að þurfa að sauma út mynd sem tengdist landinu okkar. Það leið ekki á löngu þangað til að til mín barst pakki með útsaumuðu Íslandi og nöfnum á helstu stöð- um. Svona varstu nú alltaf amma mín svo hlý og góð og tilbúin að rétta hjálparhönd. Síðustu árin fannst mér svo lærdómsríkt að fylgjast með þér takast á við þær takmarkanir sem lífið bauð þér upp á þegar sjónin og heyrnin fór dvínandi og skrokkurinn var orðinn lélegri. Ég upplifði ekki að þú hefðir gef- ist upp heldur var alltaf stutt í dillandi hláturinn og alltaf varstu glöð að sjá okkur. Þegar maður spurði þig um eitthvað sem þú mundir ekki svarið við þá snérir þú því upp í grín og sagðir gjarn- an: „Hvað heldurðu að ég muni það svona gömul?“ Elsku amma mín, nú ertu horf- in á braut en við sem eftir sitjum lærðum ansi margt af þér og það er nú ekki lítið veganesti að hafa með sér út lífið. Minningin um það þegar ég mátaði brúðarkjólinn minn hjá þér og síðasta skiptið sem þú hélst í höndina mína eru þær minningar sem eru mér mjög kærar og ég mun alla tíð eiga um þig. Takk fyrir samleiðina í þessu lífi. Jóhanna Mjöll Björnsdóttir. Guðrún H. Aspar  Fleiri minningargreinar um Guðrún H. Aspar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.