Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 ✝ Guðfinna Sig-urbjörnsdóttir fæddist 10. maí 1928 í Gilsárteigi. Hún lést á sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 27. júlí 2014. Foreldrar Guð- finnu voru þau Sigurbjörn Snjólfs- son, f. 22.9. 1893, d. 13.7. 1980, bóndi í Gilsárteigi í Eiðaþinghá og Gunnþóra Guttormsdóttir, f. 13.10. 1895, d. 4.7. 1988. Systkini Guðfinnu: Aníta, f. 1911 (hálfsystir), Gunnlaugur, f. 1917, Guttormur, f. 1918, Sigurður, f. 1920, Snæþór, f. 1922, Vilhjálmur, f. 1923, Þór- halla, f. 1927, Sigurborg, f. 1929, Halldóra, f. 1931, Sig- urlaug, f. 1933, Heiðrún, f. 1934, Benedikt, f. 1935 og Ari, f. 1936. Eftirlifandi eru Sig- urborg og Heiðrún. Guðfinna giftist Ármanni Guðmundssyni húsasmið, f. 28. desember 1931 í Reykjavík, 6. 7. 1954. Ármann lést á sjúkra- barn. 4) Guttormur, f. 8.3. 1958, kvæntur Marjatta Kojo, dætur þeirra eru Elena, f. 3.8. 2000 og Iris, f. 12. 12. 2002. Fyrir átti hann Davíð Snæ, f. 5.7. 1979. 5) Gunnar Þór, f. 6.9. 1959, kvæntur Guðrúnu Hall- dórsdóttur, börn þeirra eru Ár- mann Þór, f. 29.9. 1981, Hilmar Már, f. 12.2. 1987 og Sesselja Ósk, f. 21.11. 1995. 6) Védís Harpa, f. 22.5. 1961, sambýlis- maður hennar er Örnólfur Oddsson. Börn Védísar frá fyrra hjónabandi: Harpa Kar- en, f. 30.10. 1987, sambýlis- maður hennar er Dave Graub- ner, Inga Sigríður, f. 28.5. 1993 og Rakel Birna, f. 11.5. 1997. Börn Örnólfs eru Hjördís Lilja, f. 14.6. 1984, Oddur f. 25.12. 1987 og Hreinn Ingi, f. 22.9. 1993. 7) Jóna Sigríður, f. 19.6. 1964, gift Magnúsi V. Snædal, börn þeirra: Benedikt Jóhann, f. 6.4. 1989, Sigrún Finna, f. 5.2. 1996 og Þórdís Jóna, f. 5.2. 1996. 8) Ingunn Hera, f. 12.3. 1966, d. 26.4. 2013, gift Jóni Grétari Traustasyni, börn þeirra: Margrét Irma, f. 4.1. 1988 en sambýlismaður hennar er Sveinn Diego, Sigurður Atli, f. 28.1. 1993 og Lúkas Nói, f. 29.5. 2004. Útför Guðfinnu verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag, 5. ágúst 2014, kl. 14. húsinu á Egils- stöðum 5. ágúst 2007. Börn og af- komendur Guð- finnu og Ármanns eru: 1) Inga Sigríð- ur, f. 28. 1. 1954, d. 5. 8. 1971, 2) Guðmundur Ísleif- ur, f. 24.3. 1955, eiginkona hans er Þorbjörg Kristín Ólafsdóttir, sonur þeirra er Andri Austmann, f. 30.7. 1996. Barn Guðmundar frá fyrra hjónabandi; Berglind Þyrí, f. 27.10. 1979, sambýlis- maður hennar er Gísli Elm- arsson og eiga þau saman tvö börn. Auk þessa eiga þau sinn hvorn drenginn. Synir Krist- ínar eru Ingi Björn, f. 15.5. 1979 og Ólafur Bragi, f. 15.4. 1981. 3) Magnús Sigurbjörn, f. 17.4. 1956, kvæntur Valgerði K. Erlingsdóttur, börn: Ár- mann Magnússon, f. 29.10. 1981 og Bergþóra Magn- úsdóttir, f. 2.10. 1983, en sam- býlismaður hennar er Mikael Arnarson og eiga þau eitt Elsku mamma, þá ertu farin! Það held ég að hann pabbi hafi verið kátur að fá þig, eins og systur mínar, Inga Sigga og Hera. Takk fyrir að hafa verið í lífi mínu, ávallt glettin og kát og reiðubúin að aðstoða aðra ef þú varst beðin um greiða. Það er heilmikið afrek að koma átta „grislingum“ á legg og ég held bara að þér hafi tek- ist það nokkuð vel. Þú kenndir mér alla vega ýmislegt sem hef- ur nýst mér vel. Þú og pabbi voruð samhent og dugleg „að flækjast“ um eins og þú orðaðir það. Þú stjórnaðir heimilinu eins og herforingi eft- ir að pabbi veiktist, ekki orðinn fimmtugur. Dugnaður þinn var til fyrirmyndar og ímynd þín var gott veganesti fyrir okkur „krakkaormana“ í okkar lífs- hlaupi. Ég kveð þig með sorg í hjarta en gleðst líka yfir hvíld- inni, þér fannst ekki gott að geta ekki „rússast“ um eins og áður. Að lokum langar mig að þakka starfsfólki Sjúkrahúss Egilsstaða fyrir yndislega alúð við umönnun mömmu og virki- lega notalega framkomu og vel- vilja gagnvart okkur úr fjöl- skyldunni, sem vorum hjá henni síðustu dagana. Mamma mín, hafðu þökk fyr- ir allt og skilaðu kærri kveðju! Þín Védís. Undarleg tilfinning er það þegar einhver nákominn og hjartfólginn fer. Nú er hún Guðfinna Sigurbjörnsdóttir tengdamóðir mín látin. Alveg sama hversu veraldarvanur og undirbúinn maður er, það er ekki tímabært. Eitthvað var ógert, eitthvað var ósagt. Nú vildi ég óska þess að ég hefði tjáð henni meira hversu mikils ég virti hana. Hversu mjög ég dáðist að þeirri taktík sem hún notaði í uppeldi barnanna sinna og hve vel það hefur dugað í margskonar mót- læti og ágjöf. Mitt takmarkaða sjónsvið hafði enga möguleika á að skilja hvernig hægt var að taka öllu með þessu æðruleysi og jákvæðni –að það yrði alltaf eitthvað til bjargar. Ég veit það núna. Guðfinna kenndi mér svo ótal margt og var einn minn besti kennari í sjálfsbjargarviðleitni og raunsýni. Því erfiðari sem tímarnir voru, þeim mun meira virði var einstök og skilyrðis- laus ráðgjöfin, einlæg hvatning- in og takmarkalaus vináttan. Ég kann yfirleitt ekkert að tjá mig um svona lagað, en þetta get ég sagt kinnroðalaust. Of seint kannski. Samt held ég að það hefði í raun engu máli skipt, ég hefði ekki breytt neinu með því að lýsa yfir einu eða neinu. Eina sem ég get gert er að virða og heiðra minningu þeirra hjóna, Guðfinnu og Ár- manns, gæta dóttur þeirra eins og sjáaldurs augna minna og elska hana og virða. Ég er ekki viss um það hefði verið farið fram á meira. Það eru meira en 30 ár síðan við kynntumst öll. Menntaskóla- stráknum var vel tekið á Brá- völlum og tengd voru bönd sem enn halda. Ég fór á hestbak með Ármanni, gróðursetti tré með Guðfinnu og tók þátt í heimilisstörfum og skyldum sem mér voru jafnvel framandi. Lífsviðhorf og hiklaus nálgun allra verka og verkefna var aðdáunarverð. Gleðin var fölskvalaus ef eitthvað gekk vel, en oft þurfti að nota léttlyndið til að komast áfram yfir á næsta þrep, hvort sem það var dagur, vika eða mánuður. Við sem eftir lifum erum daglega að nota eitthvað af arf- leifð þeirra hjóna með einum eða öðrum hætti. Margir fras- arnir og viðhorfin munu lifa, margt er auðveldara viðfangs þegar þeirra kerfi er notað. Og þó er búið að finna upp mörg ný kerfi, duga bara ekki eins vel. Ég vil þakka allt sem vel var gert, og það var margt. Ég vil þakka samveruna, samkenndina og þau einstöku þolgæði sem Guðfinna og Ármann höfðu til að bera og kenndu öðrum. Blessuð sé minning þeirra. Hún lifir í afkomendum og mörgum sem þeim kynntust. Það veit ég fyrir víst. Magnús V. Snædal. Það er sambland af sorg og gleði er ég fylgi þér til hinstu hvílu í dag, kæra tengda- mamma. Þegar við kynntumst fyrir um 25 árum er ég flutti til Eg- ilsstaða með syni mína tvo að hefja sambúð með syni þínum honum Guðmundi var okkur ákaflega vel tekið af ykkur hjónum sem og allri fjölskyld- unni. Þar sem við urðum svo næstu nágrannar var samgang- ur mikill og ekki ósjaldan hist oft á dag. Yfir kaffisopa við eld- húsborðið voru oft sagðar ýms- ar skemmtilegar sögur af ykkur fjölskyldunni sem oft á tíðum okkur mæðginum þótti eigin- lega of ótrúlegar til að geta ver- ið sannar. Skemmtilegastar þóttu sonum mínum sögurnar af prakkarastrikum Guffanna. Hún tengdamóðir mín var svo- lítið margbrotin persóna, harð- dugleg frá barnsaldri til vinnu, ól af sér átta börn og komust sjö þeirra til manns. Það var mikið áfall þegar Ármann veikt- ist alvarlega á besta aldri og náði sér aldrei fyllilega, en Guð- finna tók málin í sínar hendur og þó að stundum kæmu lykkj- ur á leiðinni var samt áfram haldið. Vissulega hefur stundum gustað í kringum þig, mín kæra, þegar skoðunum var komið á framfæri, en enginn var hraðari af stað gætirðu hlaupið undir bagga. Húmorinn hjá ykkur var nú líka alveg í góðu lagi. Ég vissi ekki alveg meðan ég var að kynnast þessari fjölskyldu hvernig ætti að taka honum, en það lærðist með tímanum. Ég var stundum ykkur hjónum inn- an handar ef leysa þurfti ein- hverja hnúta og var gefin nafn- giftin Gullmolinn en held nú að það hafi verið ofmetið. Drengj- unum mínum sem ég kom með inn í fjölskylduna sýnduð þið væntumþykju sem þeir hafa metið mikils. Andri naut líka góðs af nálægðinni við ykkur og má segja að hann hafi verið með annan fótinn hjá ykkur sín fyrstu ár. Eftir að Ármann féll frá árið 2007 má segja að hallað hafi undan fæti hjá Guðfinnu heilsufarslega hægt og bítandi. Það var henni líka mikið áfall að missa yngstu dóttur sína langt fyrir aldur fram á síðasta ári. Það var svo í fyrra að hún fór í Hulduhlíð á Eskifirði og síðar á árinu á sjúkradeildina á Egils- stöðum og átti ekki afturkvæmt á heimili sitt. Það var henni erf- itt en óhjákvæmilegt eins og staðan var orðin. Hjúkrunar- fólki á báðum þessum stöðum sendi ég mínar bestu þakkir fyrir umönnunina og elskuleg- heitin við hana Guðfinnu mína. Að lokum kveð ég þig með gleði yfir að nú líður þér vel með horfnum ástvinum, en kem ávallt til með að sakna þín. Hvíl þú í friði mín elskulega. Þín tengdadóttir, Kristín. Guðfinna Sigurbjörnsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR HÓLM ÞÓRÐARSON Árskógum 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi þann 31. júlí síðastliðinn. Sigurður verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti 6. ágúst næstkomandi kl. 15. Guðrún Tómasdóttir og aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GESTHEIÐUR GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR Skálholti 11, Ólafsvík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri i Ólafsvík þann 1. ágúst síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 13.00. Elinbergur Sveinsson Sigurður Elinbergsson Sveinn Þór Elinbergsson Inga Jóhanna Kristinsdóttir Stefán Rafn Elinbergsson Elísabet Sigfúsdóttir og aðrir aðstandendur. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Lára KristínSamúelsdóttir fæddist á Ísafirði 25. mars 1935. Hún lést á Landspít- alanum 23. júlí 2014. Foreldrar hennar voru Sam- úel Jónsson smjör- líkisgerðarmeistari á Ísafirði, ættaður frá Tröð í Álfta- firði, f. 7.1. 1910, d. 18.4. 1983, og eiginkona hans Ragnhildur Helgadóttir, ættuð frá Laugabóli í Ögursveit, f. 2.6. 1911, d. 4.1. 1987. Systkini Láru eru fjögur: Daníela Selma, f. 1933, Brynjólfur, f. 1936, Frið- gerður, f. 1945, og Samúel Jón, f. 1949. Lára giftist 19. maí 1956 Stefáni G. Þórarinssyni fyrrv. starfsmanna- og rekstrarstjóra Seðlabankans, f. á Laugarvatni 9. desember 1934. Foreldrar hans voru Þórarinn Stefánsson kennari á Laugarvatni, f. 1904, d. 2002, og Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir, f. 1908, d. 1996. Börn Láru og Stefáns eru fjögur: 1) Þórarinn rafmagns- verkfræðingur, f. 13.4. 1956, giftur Jórunni Pálsdóttur, f. 1964. Börn Þórarins eru: a) Katrín, f. 1980, gift Aroni Frey Lúðvíkssyni, f. 1979, og eiga þau dæturnar Lenu Rún og Klöru Sif. b) Stefán, f. 1986, og er sambýliskona hans Berglind Sverrisdóttir, f. 1988. 2) Ragn- hildur myndhöggvari, f. 28.6. 1958. Maki hennar er Friðrik Örn Weisshappel, f. 1945, og eiga þau tvær dætur: a) Ragn- hildi Láru, f. 1989, og er sam- býlismaður hennar David Gwen Subhi, f. 1990, og eiga þau son- inn Marcel Úlf. b) Margréti Helgu, f. 1991, og á hún dótt- urina Matthildi Elíu Hrafns- dóttur. 3) Margrét kennari, f. 18.6. 1960, og eru börn hennar: a) Stefán Kristjánsson, f. 1982, og á hann soninn Kristján. b) Lára Kristín, f. 1994, og c) Anna Margrét, f. 1996, Ósk- arsdætur. 4) Lára listdansari og danshöfundur, f. 16.9. 1962, og er maður hennar Guðni Franzson, f. 1961. Synir eru: a) Hróar Sigurðsson, f. 1992 og b) Stefán Franz Guðnason, f. 2004. Æskuárin bjó Lára í foreldra- húsum á Ísafirði, lengst af á Bjargi við Seljalandsveg. Þar tók hún virkan þátt í menning- ar- og félagsstarfi með fjöl- skyldu sinni, æfði handbolta með Íþróttafélaginu Vestra og varð Íslandsmeistari með félagi sínu eitt árið. Eftir gagnfræða- próf settist hún í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist það- an vorið 1955, ásamt Stefáni verðandi eiginmanni sínum. Þau Lára og Stefán stofnuðu fljót- lega sitt heimili í höfuðborginni og fyrr en varði krafðist ört stækkandi fjölskylda allra starfskrafta hennar. Árið 1974 innritaðist Lára í Myndlista- og handíðaskólann og útskrifaðist þaðan sem myndmenntakennari 1977 og kenndi síðan mynd- mennt í Laugalækjarskóla í fimmtán ár. Árið 1982 innrit- aðist hún aftur í Myndlistaskól- ann – leirlistadeild og útskrif- aðist þaðan 1985. Hún starfrækti sitt eigið leir- listaverkstæði um árabil, tók þátt í mörgum samsýningum með Leirlistafélaginu auk einkasýninga. Lára var virkur þátttakandi í Félagi mynd- menntakennara og í Leirlist- arfélagi Íslands og sat í stjórn þess um skeið. Útför Láru fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 5. ágúst 2014, kl. 15. Mamma er að vestan, pabbi ætt- aður að austan, þau kynntust fyrir norðan og settust að fyrir sunnan. Þar ólumst við upp, á Ásvallagötu, í Safamýri, Stigahlíð og síðast á Dragavegi. Dragavegurinn var sannkallaður fjölskyldustaður. Þar hittust allir og alltaf var tekið vel á móti öllum. Hlátur mömmu, ein- stakur og smitandi, kom okkur allt- af í gott skap. Barnabörnin hafa alltaf sótt mikið í að vera hjá afa og ömmu, enda mikla ást og væntum- þykju þar að finna. Öll okkar æskuár var mamma heimavinnandi í orðsins fyllstu merkingu. Hún saumaði á okkur flest föt og þegar hún eignaðist prjónavél þá gengum við í prjón- uðum fötum – meira að segja prjónuðum buxum. Hún var alltaf að búa eitthvað til fyrir okkur. Ein jólin bjó hún til jólasveinaland með íslensku jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða. Það voru líka ófáir grímubúningarnir sem hún gladdi okkur börnin með. Það var alltaf gaman að vera með mömmu. Hún var svo lífsglöð og mikill húmoristi. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur, það gaf okk- ur óendanlegt öryggi og um leið svo mikið frelsi. Mamma var ein- stök fyrirmynd og kenndi okkur svo ótal margt – allt frá því að vinda tusku rétt og læra að elska ljóð. Hún kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd, án allrar tilgerðar. Umhyggja hennar, skil- yrðislaus ást og hlýja mun fylgja okkur út lífið. Hversdagsstörfin voru hennar líkamsrækt og lagði hún áherslu á að þau yrði að vinna rétt. Hún var alltaf vel á sig komin eða í formi. Hún hafði mikinn áhuga á hand- bolta sem hún stundaði á yngri ár- um og var unun að horfa með henni á leiki, engin lognmolla, hrópað og kallað, stappað og stokkið upp. Mamma elskaði nátt- úru Íslands og átti Ísafjörður sér- stakan stað í hjarta hennar þar sem í minningunni skein alltaf sól og Pollurinn sléttur. Sumarbú- staður pabba og mömmu á Lauga- vatni var þeirra sælureitur þar sem sköpunargleði þeirra hefur fengið vel að njóta sín. Allt er þar gert af alúð og smekkvísi og látið falla vel að umhverfinu og nátt- úrunni. Þegar mamma var fertug lét hún draum sinn rætast og fór í Myndlista- og handíðaskólann. Hún var frábær leirkerasmiður og teiknari. Það var sem hendur hennar væru gerðar til að móta leir og liggja ófáir listmunir eftir hana sem munu gleðja okkur og aðra um ókomna tíð. Mamma hafði yndi af ljóðum og kunni þau mörg. Hún hafði mikið dálæti á ljóðum Jónasar Hall- grímssonar og fannst ljóð hans, Íslandsminni, dásamlega rímað og hefði getað sómt sér vel sem þjóð- söngur. Hún sagði frá af mikilli innlifun og oft fór hún með eina fallegustu setningu íslenskrar tungu úr Heimsljósi eftir Lax- ness: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarð- neskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Mamma var hamingjusöm en fékk þó sinn skerf af sorginni. Hún hefur nú fengið hlutdeild í himninum þar sem engar sorgir búa og fegurðin ein ríkir. Með söknuði. Þórarinn, Ragnhildur, Margrét og Lára. Elskuleg tengdamóðir mín og vinur, Lára Samúelsdóttir, er fall- Lára Kristín Samúelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.