Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 29

Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhúsalóðir í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi, ca. 45 km frá Rvk. Allar nánari upplýsingar í síma 896 1864. Rotþrær – vatnsgeymar – lindarbrunnar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir – réttar lausnir. Heitir pottar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Málverk Módelmynd Hef verið beðinn að útvega gott eintak af módelmynd eftir Gunnlaug Blöndal. Upplýsingar í síma 898 4403 Stúdíó Stafn Til sölu Lok á heita potta og hitaveituskeljar Stærðir í cm: 235x235, 217x217, 210x210, 200x200, 217x235, 217x174. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel einangruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markað- num. Litir: Brúnt eða Grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. heitirpottar.is – Sími 777 2000 Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingar Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt NÝTT NÝTT Teg 31016 - rosalega mjúkur með fyllingu, fæst í 70-85B, 75-85C á kr. 5.800,- buxur á kr. 1.995,- Teg 8115 - létt fylltur og fæst í 70- 85B, 75-85C á kr. 5.800,- buxur á kr. 1.995,- Teg. 11001 - gamli góði í nýjum lit fæst 80-95CDE á kr. 5.800,- buxur á kr. 1.995,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.–föst. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. 1718: Léttir og þægilegir sum- arskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: Rautt og beige. Stærðir 37–40. Verð: 11.585. Teg. 1720: Léttir og þægilegir sum- arskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir 37–40. Verð: 11.585. Teg. 2766: Léttir og þægilegir sum- arskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: Rautt og blátt. Stærðir 37–41. Verð: 14.785. Teg. 204-05: Ótrúlega mjúkir og þægilegir sumarskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36–40. Verð: 13.885. Teg. 232-06: Ótrúlega mjúkir og þægilegir sumarskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36–40. Verð: 16.885. Teg. 1100-02: Ótrúlega mjúkir og þægilegir sumarskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 – 40. Verð: 12.800. Teg. 144-01: Ótrúlega mjúkir og þægilegir sumarskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 – 40. Verð: 14.800. Teg. 327-08: Ótrúlega mjúkir og þægilegir sumarskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 37 – 40. Verð: 15.885. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– föst. 10–18, Lokað laugardaginn 2. ágúst. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. NICOLAI BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald         Hreinsa ryð af þökum, hreinsa þakrennur, laga veggjakrot og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Þjónustuauglýsingar 569 1100 www.adal.isSími 590 6900 þetta snýst um svomiklumeira en bílinn Félagsstarf eldri borgara in frá öllum að óvörum. Við hitt- umst fyrir rúmlega 25 árum, þeg- ar ég kom í heimsókn í fyrsta sinn á Dragaveginn. Móttökurnar voru eins og alltaf síðan, ekkert nema elskulegheit, snarað fram allskon- ar góðgæti og rætt um alla heima og geima. Viðmót Láru var glað- legt og hlýtt. Hún var alltaf á ferð og flugi – eins og hvítur storm- sveipur – ráðagóð, smekkleg, list- ræn, skarpgreind, hrein og bein. Elskaði fjölskylduna alla og varði hana með kjafti og klóm. Virkaði hvatvís en var kannski bara svona fljót að hugsa. Minnist þess ekki að okkur hafi orðið sundurorða þó við værum ekki alltaf sammála. Kveð einstaka konu og góðan vin með söknuði en um leið kæru þakklæti fyrir samveruna. Friðrik Örn Weisshappel. Elsku amma Lára. Ég skrifa þetta bréf frá Svíþjóð til þess að þakka þér. Mig langaði til þess að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við eyddum í að teikna og leira saman sem kveiktu áhuga minn á listum. Takk fyrir að segja mér sögur og leika með mér leikrit sem enduðu oftast með því að við hlógum báð- ar eins og vitleysingar og gáfu mér minningar sem ég get yljað mér við enn þann dag í dag. Takk, elsku amma mín, fyrir öll þín fal- legu orð og hlýju faðmlög. Þú smitaðir mig af krafti þín- um, atorku og ást á lífinu. Þú elsk- aðir skilyrðislaust. Þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu. Ég mun alltaf sakna þín. Þín Katrín Þórarinsdóttir (Kata). Það er þungbært að kveðja elsku Láru mágkonu mína og vin- konu. Þegar litið er yfir farinn veg eru margar sólríkar minningar sem streyma um hugann. Lára var stórglæsileg, hláturmild, ljóð- elsk, stálminnug og fróð um margt. Hún kunni utan að ósköpin öll af ljóðum og ógleymanlegt að heyra hana fara með Gunnars- hólma hátt og snjallt. Henni óx ekkert í augum og var fljót að koma auga á kjarna málsins, hafði ákveðnar skoðanir sem voru sprottnar af ríkri réttlætiskennd. Lára var mikill fagurkeri og naut þess að fegra allt í kringum sig og margir eru listmunirnir eftir hana. Það er erfitt að nefna Láru án þess að minnast á bróður minn, en þau voru ætíð hvort við annars hlið, samhent og umhyggjusöm. Fyrstu minningar mínar um Láru voru þegar bróðir minn kom að Laugarvatni til foreldra okkar til að kynna konuefnið sitt. Þau komu frá Akureyri, nýlega búin að setja upp stúdentshúfurnar og trúlofunarhringana. Það geislaði af þessu fallega unga pari. Ári seinna giftu þau sig á Ísafirði, þar sem Lára var fædd og uppalin. Frumburðurinn var þá skírður og haldin vegleg brúðkaupsveisla sem foreldrar Láru, Ragnhildur og Samúel, stóðu fyrir af orðlagðri gestrisni og myndarskap. Jólin með allri fjölskyldunni á Laugarvatni var fastur liður, jafn- vel þótt snjóaði mikið og færðin erf- ið, enda mikil tilhlökkun að öll stór- fjölskyldan kæmi saman. Ferðalög okkar Daníels með Láru og Bóbó voru mörg og skemmtileg, bæði innanlands sem utan. Einnig áttum við notalegar stundir í sumarbú- stöðum okkar í Laugardalnum. Lára var myndlistakennari og kenndi í mörg ár við Laugalækj- arskóla og einnig kenndi hún við Húsmæðraskólann að Laugar- vatni. Lára var mikil hannyrða- kona og prjónaði marga tískukjóla sem voru eftirsóttir. Henni var margt til lista lagt. Á kveðjustund vil ég þakka af hjarta dýrmæta vináttu þína, elsku Lára mín, og finn ég sárt til með mínum kæra bróður sem hef- ur misst elskaðan lífsförunaut. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Höf. HJH) Við Daníel og fjölskylda send- um Bóbó og fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur og biðjum elsku Láru guðsblessunar. Erna H. Þórarinsdóttir. Það var gott að alast upp á Ísa- firði, og elsku Lára, mín æskuvin- kona, við kynntumst mjög ungar, vorum alltaf sammála og rifumst aldrei. Margar eru minningarnar frá t. d. Tungudal, sumarbústaða- sælureit Ísfirðinga. Þar höfðu for- eldrar okkar byggt sumarbústaði, Lynghóll hét Láru bústaður, minn var Grænahlíð. Þar lékum við okk- ur saman ungar, ásamt systkinum og hópi af öðrum krökkum, og í minningunni var alltaf sólskin og stuttbuxnaveður. Oft lékum við okkur við Siggakofa og Tungu- foss, ímynduðum okkur Fossbú- ann og heyrðum í fiðlunni hans, dáðumst að garði Símsons og fengum að fara í litlu sundlaugina hans. Fórum oft í berjamó, þar sem við tíndum krækiber, bláber og einstaka hrútaber, og ekki mátti koma heim nema brúsinn væri fullur. Á hverjum morgni fór hópur af krökkum „ að ná í mjólk- ina“ um 1/2 tíma gang út á Kúabú og „út að brú“ með tóma mjólk- urbrúsa, og tókum heim fulla, og enginn var ísskápurinn, allur mat- ur geymdur „norðan undir húsi“. Við Lára vorum fæddar sama ár og skólasystur, tókum mikinn þátt í félagslífi og margt var brallað. Við höfðum mjög gaman af að teikna, og teiknuðum mikið sam- an, enda fengum við 10 í teikn- ingu! Mikið uppáhald var Bók- hlaðan þar sem hægt var að kaupa blýanta, liti og teiknipappír. Góð bakarí voru mörg á Ísafirði og komum við stundum við í Gamla bakaríinu á leið heim úr skólanum og keyptum Berlínarbollur eða Vínarbrauð. Fórum svo heim til mín og fórum í „ Danskan“, bolta- leik upp við steinvegg. Við Lára vorum komnar upp í 5 bolta. Í barnaskóla vorum við í skemmti- nefnd, bjuggum til Hawai-dans, saumuðum búninga, máluðum leiktjöld með pálmatrjám o. fl. Helgi Hannesson, kennari, var mjög hjálplegur sýningardaginn. Einnig man ég eftir danssýningu í Gagnfræðaskóla, þar sem Lára dansaði aðalhlutverkið og ég spil- aði undir á píanó. María Gunnars- dóttir, leikfimiskennari, hjálpaði okkur mikið við þá sýningu. Sýn- ingin hét „Dolls dream“. Við stofn- uðum hljómsveit er við kölluðum Brak og bresti. Vorum átta skóla- systur, fjórir gítarar, ein tromma, einn potthlemmur, Lára spilaði á bjöllutrommu og ég á píanó. Við sungum svo með af miklum krafti. Fjölskyldur okkar þekktust vel og vorum við mikið heima hvor hjá annarri. Heimili Láru hét Bjarg, þar var gaman að vera, mikil list, lífsgleði og gestagangur. Vinskapur okkar hélt áfram eftir að við urðum fullorðnar, gift- umst og eignuðumst börn. Ég hef búið í Bandaríkjunum með minni fjölskyldu í mörg ár og alltaf vor- um við velkomin til Láru og Stef- áns er við komum til Íslands, börn okkar kynntust og eigum við margar góðar minningar. Aldrei get ég nógsamlega þakkað um- hyggju og gæsku Láru til móður minnar, er hún var á DAS. Elsku Lára, þú hefur óendan- lega auðgað mitt líf og alltaf verið mín besta vinkona. Í faðmi fjalla blárra, þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góða völd sem lætur blysin blika um bládimm klettaskörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Ísa- fjörð. (Guðm. Guðmundsson) Innilegar samúðaróskir til fjöl- skyldunnar. Margrét Arnar.  Fleiri minningargreinar um Láru Kristínu Samúels- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.