Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
Dagarnir sem nú eru framundan verða ljúfir og afmælið haldiðhátíðlegt. Núna erum við í sumarbústað austur í sveitum meðdætrum okkur og fjölskyldum þeirra. Árunum fjölgar, maður
er farinn að hægja á sér í vinnu og er smátt og smátt að sætta sig við
það og þar kemur á móti að góðum stundum með fólkinu manns fjölg-
ar,“ segir Guðjón H. Finnbogason matreiðslumaður sem er 67 ára í
dag,
Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík en rekur ættir sínar til
Eyja. „Eyjataugin er sterk,“ segir Guðjón sem nam kjötiðn og starfaði
sem slíkur, meðal annars hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
„Svo fórum við suður og ég lærði matreiðslu. Ég var í 27 ár á sjónum;
lengst á varðskipunum og seinna frökturum Eimskips. Síðustu árin
var ég á Evrópurútu á Dettifossi með úrvalsmannskap,“ segir Guðjón
sem heilsunnar vegna kom í land fyrir nokkrum misserum. Er nú
kokkur á leikskólanum Vinagerði í Reykjavík og segist kunna því vel.
„Krakkarnir hafa góða lyst, eru skemmtilegir og samstarfsfólkið
fínt,“ segir Guðjón sem er kvæntur Jóhönnu Jónu Hafsteinsdóttur og
eiga þau fjórar dætur. „Í seinni tíð hefur golfið gripið mig sterkum
tökum sem áhugamál. Svo finnst mér líka gaman að hlusta á góða tón-
list og lesa; til dæmis fróðleik um landið okkar og fólkið sem það
byggir.“ sbs@mbl.is
Guðjón H. Finnbogason er 67 ára í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Við störf Í seinni tíð hefur golfið gripið mig sterkum tökum sem
áhugamál,“ segir Guðjón H. Finnbogason, sem er nú kominn í land.
Kokkurinn á Detti-
fossi nú í leikskóla
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
H
anna Katrín fæddist í
París en þegar hún
var um tveggja ára
gömul flutti fjöl-
skyldan til Íslands.
Eftir nokkurra ára búsetu í Álfheim-
unum lá leiðin í Breiðholtið þar sem
Hanna Katrín og bræður hennar
tveir slitu barnsskónum.
Hanna Katrín gekk í Breiðholts-
skóla og Hólabrekkuskóla, lauk
stúdentsprófi frá MR 1985 og lærði
eftir það hagfræði og heimspeki við
HÍ: „Ég átti erfitt með að finna mér
farveg í upphafi, byrjaði í við-
skiptafræði, skipti yfir í hagfræði og
kolféll svo fyrir heimspekinni þegar
ég tók nokkra kúrsa þar.
Ég endaði á því að ljúka prófi í
heimspeki og hagfræði og það er góð
blanda sem hefur reynst mér vel.“
Hanna Katrín mætti á sína fyrstu
handboltaæfingu 10 ára gömul hjá
ÍR og lék þar upp alla yngri flokk-
ana í mjög sigursælum hópi. Fyrir
tvítugt skipti hún yfir í Val og spilaði
þar í tíu ár.
Það var í gegnum handboltann
sem starfsferill Hönnu Katrínar sem
blaðamanns á Morgunblaðinu hófst:
„Ég sótti um sumarstarf á blaðinu
vorið 1988 eftir að hafa kynnst starf-
inu aðeins sem íþróttafréttaritari,
Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastj. hjá Icepharma - 50 ára
Með dætrunum Hanna Katrín með dætrum sínum, Elísabetu og Margréti, á fögrum haustdegi á Þingvöllum í fyrra.
Valsari og veiðimaður
Í blaðaviðtali Hanna Katrín svarar spurningum Ágústs Inga Jónssonar,
blaðamanns Morgunblaðsins, í tilefni af Íslandsmeistaratitli ÍR í handbolta í
3 flokki. Viðtalið og myndin voru tekin á fermingardeginum hennar.
„Íslendingar“ er nýr efnis-
liður sem hefur hafið göngu
sína í Morgunblaðinu. Þar
er meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Ullarnærföt í útivistina
Þinn dagur, þín áskorun
OLYMPIA
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
100% Merino ull
Góð og hlý heilsársföt
fyrir karla og konur
Stærðir: S – XXL
Sölustaðir:
Útilíf • Vesturröst • Hagkaup • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík
Verslunin Blossi, Grundafirði • Kaupfélag Skagfirðinga
Bjarnabúð, Bolungarvík • Hafnarbúðin Ísafirði
Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað
Kaupfélag V-Húnvetninga • Heimahornið, Stykkishólmi
Eyjavík, Vestmannaeyjum
30
ÁRA