Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 31
þar sem ég skrifaði um handbolta. Þetta sumarstarf entist mér nokkuð lengi, eða til sumarsins 1999 þegar ég fór í framhaldsnám til Bandaríkj- anna.“ Eftir nokkurn tíma sem íþrótta- blaðamaður fór Hanna Katrín yfir á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins og varð síðar yfirmaður sérblaðsins Daglegt líf auk þess sem hún stýrði Ferðablaði blaðsins: „Ég vann á Morgunblaðinu með fjölmörgum frábærum einstaklingum sem marg- ir eru meðal minna bestu vina í dag. Og ekki er minnst um vert að það var á Morgunblaðinu sem ég kynnt- ist konunni minni, Ragnhildi Sverr- isdóttur.“ Hanna Katrín og Ragnhildur fluttu til Kaliforníu sumarið 1999 þar sem Hanna Katrín hóf MBA nám hjá University of California í Davis. Þar fæddust dætur þeirra, Elísabet og Margrét í mars 2001. Hanna Katrín starfaði hjá HR fyrstu árin eftir heimkomuna. Vorið 2007 skipti hún um kúrs og tók við starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra. Frá ráðuneytinu fór Hanna Katrín til Icepharma þar sem hún er nú framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs. Jafnframt hefur hún setið í stjórn MP banka frá árinu 2011. „Mér líður yfirleitt best þegar ég hef marga bolta á lofti í einu. Ég hef í gegnum tíðina sinnt ýmsum verk- efnum sem tengjast íþróttastarfi og er líka mikil áhugamanneskja um stjórnmál. Ég sit í stjórn Sjálf- stæðra Evrópumanna og í stjórn Hlíðarenda ses, sem m.a. er ætlað að halda utan um fasteignir Vals. Þess utan höfum við fjölskyldan gaman af því að þvælast um fjöll og firnindi, innan lands sem utan og er- um þá oftar en ekki í hópi góðra vina eða stórfjölskyldu sem við erum báðar ríkar af. Við höfum stundað veiði töluvert og næst á dagskrá er að koma dætr- unum yfir í fluguveiðina. Við Ragn- hildur erum hins vegar að bæta skotveiðinni á listann, öfluðum okk- ur réttinda síðasta haust og stefnum að því að borða okkar eigin villbráð hér eftir.“ Fjölskylda Eiginkona Hönnu Katrínar er Ragnhildur Sverrisdóttir, f. 28.8. 1960, upplýsingafulltrúi Novators. Foreldrar hennar: Sverrir Her- mannsson, f. 26.2. 1930, fyrrv. alþm., ráðherra og bankastjóri í Reykjavík, og Greta Lind Kristjánsdóttir, f. 25.7 1931, d. 20.11. 2009, húsfreyja. Dætur Hönnu Katrínar og Ragn- hildar eru Elísabet Friðriksson, f. 19.3. 2001, grunnskólanemi, og Mar- grét Friðriksson, f. 19.3. 2001, grunnskólanemi. Bræður Hönnu Katrínar eru Steen Magnús Friðriksson, f. 12.9. 1961, læknir í Svíþjóð, og Knútur Þór Friðriksson, f. 15.10. 1968, flug- maður í Garðabæ. Foreldrar Hönnu Katrínar: Tor- ben Friðriksson, f. 21.4. 1934, d. 4.2. 2012, fyrrv. ríkisbókari, áður fram- kvæmdastjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Margrét Björg Þorsteinsdóttir f. 17.10. 1930, fyrrv. handavinnukennari. Úr frændgarði Hönnu Katrínar Friðriksson Hanna Katrín Friðriksson Frederik Frederiksenv lögfræðingur í Faaborg Astrid Frederiksen húsfr. í Faaborg Knud Frederiksen landsréttarlögm. í Faaborg Karen Signe Cecilie Skovgaard húsfr. í Faaborg í Danmörku Torben Friðriksson ríkisbókari í Rvík Thorvald Skovgaard kaupm. á Fjóni Kamma Skovgaard húsfr. á Fjóni í Danmörku Morten Skovgaard, framkvæmdastj. í Kaupmannahöfn Jan Skovgaard kennari á Sjálandi í Danmörku Guðrún Ólafsdóttir húsfr. í Ólafsvík Þorsteinn Jónsson skrifstofustj. hjá Heildv. Garðars Gíslasonar í Rvík Katrín Jóhannsdóttir ráðskona og húsfr. í Rvík Margrét Björg Þorsteinsd. handavinnukona í Rvík Margrét Magnúsdóttir frá Snjallsteinshöfða Þorsteinn Magnússon aðstoðarskrifstofustj. Alþingis Guðmundur Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu Magnús Þorsteinsson læknir í Rvík Jóhanna Vigdís Sæmundsdóttir húsfr.í Rvík Jóhann Sæmundsson b. á Lækjarbotnum Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttam. á RÚV Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstj. Guðrún Erlendsdóttir fyrrv. hæstaréttard. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik- og söngkona Sigríður Erlendsdóttir sagnfr. í Rvík Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona Katrín Sæmundsdóttir, húsfr. í Austvaðsholti Sæmundur Jónsson fulltr. í Rvík Jóhann Jónsson skáld Dýrunn Jónsdóttir síðar Thulstrup, húsmóðir í Danmörku Steen Thulstrup bankamaður í Ribe í Danmörku Jón Þorsteinsson verkam. og sjóm. í Ólafsvík ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Mánudagur 90 ára Björgvin Ólafsson Sigurjón Ágústsson Sveinn Ólafsson Þorbjörg Eiðsdóttir 85 ára Jóna I. Hall Jón William Sewell Kristbjörn Eydal Valdís G. Jónsdóttir 80 ára Diðrik Jóhannsson Guðný Jenny Bjarnadóttir 75 ára Hjörtur Ágúst Magnússon Kristín Friðfinnsdóttir Kristjana Björnsdóttir 70 ára Einar Einarsson Elín Magnúsdóttir Emilía Líndal Gísladóttir Guðmundur Kr. Kristjánsson Haraldur Hrafnkelsson Kristján Kristjánsson Þorsteinn Björgvin Jónmundsson Þórunn Ellertsdóttir 60 ára Eiríkur Arnar Harðarson Gunnar Smári Guðmundsson Hansína Rut Rútsdóttir Haraldur Sigurðsson Katrín J. Björgvinsdóttir María Editha Unabia Ólafur Þór Jóhannsson Ólöf Guðmundsdóttir Þorgerður Gísladóttir Þorvaldur Kristján Sverrisson 50 ára Antonín Zamykal Árni Jónsson Brynjólfur Jóhannsson Díana Liz Franksdóttir Elísabet Erla Dungal Haraldur Magnússon Magnús Jens Gunnarsson Margrét Gunnarsdóttir Margrét Kristjánsdóttir Óskar Teitur Kristinsson Ragnar Kristján Gestsson Ragnheiður Kristín Björnsdóttir Sigríður Ása Sigurðardóttir Sigrún Stefanía Ingólfsdóttir 40 ára Anna Þórsdóttir Ásdís Björk Kristinsdóttir Eygló Huld Jónsdóttir Guðmundur Heimir Jónsson Kristinn Hafþór Sæmundsson Linda Einarsdóttir Þórhildur Guðmundsdóttir 30 ára Alban Daci Anna Katarzyna Krzak Davíð Alexander Corno Garðar Heiðar Eyjólfsson Helga Dögg Helgadóttir Jón Kristjánsson Magnea Ósk Sigrúnardóttir Magnús Sigurðsson Malgorzata Klonowska Margrét Guðmundsdóttir Símon Cecil Leplar Sævar Örn Guðmundsson Tomasz Cybulski Þóra Björg Gísladóttir Þriðjudagur 85 ára Sigurborg Sigurbjörnsdóttir Sigurður Kristjónsson 80 ára Gísli Steingrímsson Ída Sigurðardóttir Magnúsína Sæmundsdóttir Sigríður C. Nielsen 75 ára Adolf Haraldsson Alexey Moroshkin Anna M. Þorsteinsdóttir Áslaug Þorsteinsdóttir Guðbrandur Valtýsson Guðrún Aðalsteinsdóttir Guðrún Jóhanna Jóhannsdóttir Karl Steinberg Steinbergsson Matthías Hjartarson 70 ára Ástríður Svala Svavarsdóttir Benedikt Jónmundsson Guðrún María Jóhannsdóttir Inger Bjarna Ipsen Sigfríð Þorvaldsdóttir Sveinn Ingibergsson 60 ára Adda Björk Jónsdóttir Anna Stefanía Þorvaldsdóttir Ari Sigurðsson Áslaug Magnúsdóttir Ásta Ingvarsdóttir Brynjólfur W. Karlsson Drífa Lárusdóttir Guðmundur Björgvinsson Inga Pála Línberg Runólfsdóttir Jóna Rósbjörg Þorvaldsdóttir Magnús Eiríkur Jakobsson Mustafa Magnús Koca Nikulás Stefánsson Soffía Guðrún Gunnarsdóttir 50 ára Ester Magnúsdóttir Gunnar Marteinsson Hafdís Guðmundsdóttir Klara Valgerður Sigurðardóttir Kristján Kjartansson Sigríður Sveinsdóttir Sigurður Rúnar Hauksson Sigurjón B. Hafsteinsson Sonja Kjartansdóttir Unnur Margrét Karlsdóttir Þorbjörg G. Friðbertsdóttir Þórir Aðalsteinsson 40 ára Arnheiður I. Svanbergsdóttir Björn Markús Þórsson Bryndís Líndal Arnbjörnsdóttir Hermann Þorsteinsson Martha Elena Laxdal Natallia Zlokh Petra Halldórsdóttir 30 ára Arkadiusz Grzegors Kawalek Guðrún Kristjana Reynisdóttir Helga Lára Sigurjónsdóttir Huld Hafsteinsdóttir Ingunn Helga Árnadóttir Jón Magnús Jónsson Kristín Ásta Kristinsdóttir Márton Czenek Til hamingju með daginn Ásta Rut Hjartardóttir hefur lokið doktorsverkefni sínu í jarðeðlisfræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Sprungusveimar Norðurgosbeltisins á Íslandi (Fissure swarms of the Northern Volcanic Rift Zone, Iceland). Norðurgosbeltið er hluti af fleka- skilum Atlantshafshryggjarins, þar sem Evrasíuflekann og Norður- Ameríkuflekann rekur í sundur. Gos- beltið samanstendur af 5-6 eldstöðva- kerfum, sem hvert inniheldur meg- ineldstöð og sprungusveima. Auk þeirra liggur eldstöðvakerfi Tungna- fellsjökuls í jaðri gosbeltisins. Í þessari rannsókn voru sprungur og gos- sprungur innan Norðurgosbeltisins kortlagðar með mikilli nákvæmni eftir loftmyndum. Niðurstöður rannsókn- arinnar gefa til kynna að eldgos innan sprungusveima Norðurgosbeltisins séu algengari nær megineldstöðvunum en fjær. Þéttleiki sprungna innan sprungusveima er yfirleitt mestur næst megineldstöðvunum, jafnvel þeg- ar tekið hefur verið tillit til aldurs yf- irborðshraunlaganna sem sprungurnar liggja í. Sprungur innan sprungusveima Norðurgosbeltisins stefna jafnan til norðurs eða til norð-norðausturs, meira og minna hornrétt á fleka- rekið. Þó má finna undantekningar á vissum svæðum. Sprungur og gos- sprungur nærri þeim öskjum Norð- urgosbeltisins sem ekki eru huldar jökli (í Öskju og Kröflu) hringa sig um öskjurnar eða eru geislalægar út frá þeim í stað þess að fylgja hefðbundinni sprungustefnu Norðurgosbeltisins. Þá má finna sprungur og gossprungur nærri Vatnajökli sem stefna í austur- vestur. Auk þessara dæma má finna sprungur innan Norðurgosbeltisins með vest-norðvestlæga stefnu þar sem Norðurgosbeltið og þver- brotabeltin fyrir norðan land mætast, en slík þverbrotabelti geta einnig haft önnur áhrif á sprungusveimana. Til að mynda er hámarksþéttleiki sprungna í sprungusveim Kröflu á móts við Húsavíkurmisgengið, og þar víkkar einnig sigdalurinn til norðurs í sprungusveimnum. Þetta bendir til að Húsavíkurmisgengið nái að sprungu- sveim Kröflu, þótt yfirborðssprungur misgengisins sjáist ekki. Ásta Rut Hjartardóttir Ásta Rut Hjartardóttir fæddist 17. maí 1978. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti árið 1997 og BSc-prófi í jarðfræði árið 2003. Árið 2008 lauk hún meistaranámi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands og doktorsnámi 2013. Hún vinnur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Foreldrar hennar eru Auður Gunnarsdóttir og Hjörtur Jakobsson. Doktor OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA ÚRSMÍÐAMEISTARI www.gilbert.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.