Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er erfitt að fást við foreldra,
kennara, lögreglu eða yfirmenn í dag. Gættu
þess að ganga ekki á hlut annarra.
20. apríl - 20. maí
Naut Ákvarðanirnar sem þú tekur í vinnunni
í dag hafa áhrif á frama þinn. Taktu lífið ekki
of alvarlega. Hvort það leiðir til einhvers eða
ekki er undir báðum aðilum komið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er óðs manns æði að leggja út
í vandasamar samningaviðræður án þess að
kynna sér málin fyrst ofan í kjölinn. Farðu á
stað sem þú hefur aldrei komið á áður og
lestu eitthvað nýtt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Haltu fast um veskið í dag. Hafðu
hemil á þér og hugsaðu um líkamann og
hlífðu honum við gotteríi, súkkulaði og
ábætisréttum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert ekkert fórnarlamb lengur! Æfðu
þig að ganga, tala og vinna eins og þínum
nýja sjálfum er einum lagið. Að skiptast á
einhverju við systkin getur verið sérstaklega
umbunandi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú bókstaflega ljómar þessa dagana
og vekur eftirtekt hvar sem þú kemur. Vertu
vakandi. Fasteignaviðskipti sem gerð eru í
dag reynast skynsamleg fjárfesting.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gættu tungu þinnar því aðrir kunna að
vera mjög auðsærðir. Ein leið til að berjast
fyrir lífreglum þínum er að lifa eftir þeim.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Núna koma ráð þín beint frá
stjörnunum, svo fólk ætti virkilega að fylgja
þeim. Breytingarnar bíða handan hornsins
og það skiptir öllu máli að standa sig þang-
að.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það verða báðir aðilar í sam-
bandi að leggja sitt af mörkum ef sambandið
á að geta gengið. Ræddu vandamálin við vini
þína. Hlýddu á þá sem eru reynslunni ríkari.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er hætt við að þú lendir í
deilum við valdamikinn einstakling í dag. En
brjóttu odd af oflæti þínu því annars stefnir
þú þér og verkum þínum í of mikla tvísýnu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert fullur af krafti og iðar í
skinninu eftir að koma öllu því í verk sem
hefur verið á biðlistanum. Tafarlaus umbun
skilur ekkert eftir sig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þær aðstæður hafa skapast að þú ert
í óvenju valdamikilli aðstöðu og því skiptir
miklu máli að þú kunnir með vald þitt að
fara. Að öðrum kosti visnar hún og deyr.
Sigrún Haraldsdóttir skráði íLeirinn á mánudag að „í gær
horfði ég á gæðinginn Storm frá
Herríðarhóli og Árna Pál vinna Ís-
landsmeistaratitilinn í tölti í þriðja
sinn sem er einstakt.
Ég var uppnumin af hrifningu yf-
ir þessum dásamlega gæðingi og
hugsaði:
Hvergi á búenda bóli,
á berangursmel eða í skjóli
er annar svo lipur
öndvegisgripur
og Stormur frá Herríðarhóli.“
Páll Imsland skrifaði Sigrúnu og
sagði sér hefði dottið í hug hinn
endinn á kvarðanum, þ.e.a.s. aftur-
endinn, þar sem þetta allt endar nú
um síðir:
Hvergi á ferlegri fótum
fúnum og skökkum og ljótum
gat aumari klár,
sem eitt sinn var frár,
en Uppspuna gamla frá Rótum.
Sigrún svaraði Páli og sagði að
þetta stæði nú allt saman til bóta
hjá Uppspuna karlinum:
Frjáls yfir steina og stokka,
státinn, með unghestsins þokka,
í heilmiklu stuði
á himnum hjá Guði
mun Uppspuni bráðlega brokka.
Páll tók því vel, að Uppspuni
karlinn væri í sæmilegum fé-
lagsskap í Himnaríki, en ekki leist
honum á lýsingu Sigrúnar á reið-
götunum þar í sveit.
Á Himnanna götunum grýttum
gráskjóttur Uppspuni’ á spíttum
böðlast á brokki
og bróðir hans Sokki,
að góðgangi öllum ónýttum.
Jón Arnljótsson veltir fyrir sér
hvernig knapa Uppspuni hafi þurft
að þola.
Misjafn er mannanna þokki,
mest skal þó dást að þeim kokki,
óra- sem -leið
Uppspuna reið,
oftast á fasmiklu brokki.
Sigrún telur sig búa yfir upplýs-
ingum sem rétt sé að miðla til
þeirra sem hafa áhuga á að vita
meira um Uppspuna:
Hann Uppspuni er ansvítans klunni
sem ærist við beisli í munni.
Móðir hans er
margfræg og þver,
hin lullgenga Lygi frá Grunni.
Og enn var kveðið um góðhest-
ana Storm og Uppspuna, sem rúms-
ins vegna verður að bíða morguns.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stormur frá Herríðarhóli
og Uppspuni frá Rótum
Í klípu
„EKKI LÁTA NÁ ÞÉR!“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ERU ANNAÐHVORT TVEIR MENN
AÐ BERA KANÓ, EÐA LANGUR HESTUR Í
STRIGASKÓM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... hvernig hún sér þig.
UMBÚÐALAUS
FJÁRMÁLARÁÐGJÖF
RUSLAFATAN HEFUR STAÐIÐ HÉR
DÖGUM SAMAN OG ER FARIN AÐ LYKTA
HRÆÐILEGA!
HVERNIG
GETURÐU
BARA SETIÐ
HÉRNA?!
ÉG GÆTI SVO SEM FÆRT
STÓLINN INN Í ELDHÚS ...
VOFF! VOFF! VOFF!
HA?
VÆRI ÞÉR SAMA ÞÓ AÐ ÞÚ
HLUSTAÐIR EKKI Á TÓNLIST Á
MEÐAN ÉG GELTI Á ÞIG?
Víkverji bíður spenntur eftir næstuniðurstöðu verðlagseftirlits ASÍ
því hann fer ekki ofan af því að verð-
lag hafi verið að hækka, þó að engin
vísindaleg könnun hafi verið gerð á
því heima fyrir. Þetta er meira svona
tilfinning þar sem ekki er farið út í
matvörubúð öðruvísi en að það kosti
nokkra þúsundkalla. Það fer heldur
ekki mikið fyrir verðsamkeppni mat-
vörukeðjanna, friður virðist ríkja á
markaðnum. Þó að Víkverji sé frið-
arsinni að upplagi hefur hann ekkert
á móti smá verðstríði, neytandanum í
hag.
x x x
Talandi um verðstríð þá virðistvera í gangi hörð samkeppni á
milli olíufélaganna. Hún birtist hins
vegar ekki í einhverjum verðmun
heldur því hvaða félag er fyrst til að
bjóða afslætti fyrir lykil- og korthafa
sína. Efast Víkverji um að það félag
sem fyrst ríður á vaðið með afslætti
nái að njóta þess eitthvað sér-
staklega, því varla er liðin mínúta þar
til hin félögin koma á eftir með sama
afslátt. Einhverjir aurar til eða frá
skipta litlu í þessu samhengi, þegar
fullur tankur kostar tugi þúsunda
króna.
x x x
Víkverji viðurkennir að vera meðlykla og kort hjá öllum félögun-
um og reynir að fylgjast með verð-
laginu hverju sinni. Þetta hefur það í
för með sér að annað hvert sms sem
berst er frá olíufélagi að minna á nýj-
asta tilboð. Tilboðsstraumurinn hef-
ur verið nokkuð reglulegur í sumar,
nánast í hverri viku þegar fer að líða
að ferðahelgi. Á fimmtudögum liggur
við að Víkverji sé farinn að setja sím-
ann á silent til að fá vinnufrið.
x x x
Símskeyti olíufélaganna koma þó ákristilegum tíma en það er annað
en þegar tannlækna- eða læknastof-
ur senda sms til að minna á næsta
tíma. Dæmi eru um slíkar áminn-
ingar um miðja nótt um helgi og þar
með hefur svefnfriður heimilisins
verið rofinn. Lítið hefur þýtt að
kvarta, skuldinni er skellt á eitthvert
vanstillt tölvukerfi. Það er eins og
þessar tölvur lifi sjálfstæðu lífi.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er
hreint, skjöldur er hann öllum sem
leita hælis hjá honum. (Sálmarnir 18:31)
Umboðsmenn um land allt. Kaupfélag Borgfirðinga, Veiðiflugan á Reyðarfirði, SR Byggingavörur á Siglufirði.
RÉTTU TÓLINN Í LAXVEIÐINA