Morgunblaðið - 05.08.2014, Page 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
Eins og náttúran hafði í hyggju
• Magnesíumsprey sem virkar strax!
• Slakandi, bætir svefn og slær á
fótaóeirð og sinadrátt
• Frábær upptaka
Sefurðu illa?
MagnesiumOil
Spray
Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu,
Fjarðarkaup og Systrasamlaginu
Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
og á Facebook síðunni Better You Ísland
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Goodnight
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Páll Ragnar Pálsson er doktor í
tónsmíðum og starfar sem tón-
skáld og stundakennari við
Listaháskóla Íslands. Hann er í
stjórn Tónskáldafélags Íslands og
Myrkra músíkdaga. Páll var lengi
gítarleikari í hljómsveitinni Maus,
en hóf árið 2004 tónsmíðanám við
Listaháskóla Íslands og fór síðan í
framhaldsnám til Tallinn þar sem
hann lauk MA-gráðu við Eist-
nesku tónlistarakademíuna árið
2009 og doktorsgráðu frá sama
skóla í byrjun þessa árs.
Í ár var Páll staðartónskáld
Sumartónleika í Skálholti þar sem
Hljómeyki frumflutti Ljóðaljóðin
og fleiri verk hans. Einsöngvarar í
verkinu voru Tui Hirv, sem er eig-
inkona Páls, og Hafsteinn Þórólfs-
son. Páll segir um verk sitt Ljóða-
ljóðin: „Þetta er 25 mínútna langt
verk og textinn er tekinn úr
Ljóðaljóðum Biblíunnar og frum-
flutningur þess í Skálholti tókst
frábærlega.“ En af hverju leitaði
hann innblásturs í Ljóðaljóðin?
„Þegar ég var í tónlistarnámi í
Eistlandi notaði kennari minn lín-
ur úr Ljóðaljóðunum í verk sem
hún samdi. Sjálfur las ég svo
Ljóðaljóðin og ákvað að nota text-
ann í tónverk en hafði ekki á til-
finningunni að það myndi gerast
fyrr en einhvern tíma löngu
seinna. Svo kom pöntunin frá
Sumartónleikum og þá fannst mér
henta mjög vel að vinna með
þennan texta úr Biblíunni sem
fjallar um þessa eilífðarþrá
mannsins, ástina.“
Þú varst gítarleikari í vinsælli
hljómsveit, Maus, hvað gerðist
svo?
„Við í Maus spiluðum saman í
tólf ár og smám saman fór ég að
finna fyrir löngun til að starfa á
eigin vegum í tónlistinni. Hljóm-
sveitin fór svo í pásu um svipað
leyti og ég fór í nám, þannig að
þetta var bara eðlileg þróun. Ég
vann í bókabúð Máls og menning-
ar frá 1999-2003 og eftir það var
ég eitt ár í Tónlistarskóla Kópa-
vogs og fór síðan í Listaháskólann
og við tók tíu ára samfleytt nám
þar sem áherslan var á tónsmíðar.
Það hafði blundað í mér frá barn-
æsku að vilja vera tónskáld. Ég
fór síðan í MA-nám í Tallinn og
þegar því lauk fannst mér ég eiga
meira eftir ólært hjá kennara mín-
um. Við kona mín, Tui, sem er
eistnesk, áttum von á barni þannig
að allir straumar lágu í sömu átt
og ég ákvað að halda áfram og
taka doktorsnám í tónsmíðum.“
Í miðju tónlistarlífsins
í Eistlandi
Hvernig nám er doktorsnám í
tónsmíðum?
„Námið skiptist í tvennt: tón-
smíðar og tónlistarfræði. Aðalþátt-
urinn í tónlistarfræðunum er rann-
sóknaritgerð. Ég valdi mér sem
rannsóknarefni íslenska tónlist frá
17. öld, kvæðabók séra Ólafs á
Söndum, og rannsakaði lögin sem
finna má í uppskrift séra Hjalta
Þorsteinssonar, ÍB 70 4to, frá
árinu 1693. Það sem er einna
áhugaverðast við þessa gömlu tón-
list er í rauninni það sem ekki er
skrifað í nóturnar. Lögin eru
skrifuð upp á svo naumhyggjuleg-
an hátt að það má ímynda sér að
ríkt hafi ákveðinn skilningur á
milli manna um hvernig skuli
syngja þau og því hafi ekki þótt
ástæða til að skrifa þau niður á
nákvæmari hátt. Auðvitað er lítil
kunnátta Íslendinga í tónlist á
þessum tíma önnur ástæða fyrir
einfaldri nótnaskrift. Það er mjög
áhugavert, hvernig þessi tónlist
verður til og ferðast mann fram af
manni þar sem hún breytist í með-
förum hvers og eins, hún á sér sitt
eigið líf sem lýtur allt öðrum lög-
málum en tónlist sem er skrifuð af
fólki sem hefur gengið í tónlistar-
skóla. Yfirleitt má rekja uppruna
gömlu laganna okkar til Evrópu
en þarna hefur taugin löngu slitn-
að og lögin eignast sitt eigið líf á
Vestfjörðum Íslands.
Tónsmíðar voru síðan stærsti
hlutinn af náminu en ég þurfti að
fá þau verk sem ég samdi flutt á
tónleikum í lok hvers skólaárs eða
skila inn upptökum með flutningi
á verkunum ef þau höfðu verið
flutt annars staðar. Mér gekk
mjög vel að komast inn í tónlistar-
lífið í Eistlandi og þegar við Tui
fluttum þaðan og til Íslands voru
eistneskar hljómsveitir að panta
frá mér tónverk. Það var mikill
skóli fyrir mig að vera í Eistlandi,
ég komst inn í miðju tónlistarlífs-
ins og kynntist mjög góðu fólki
sem hafði mikil áhrif á mig. Þar
ber helst að nefna Helenu Tulve,
kennara minn. Það skipti mig
miklu máli að geta kynnt tónlist
hennar fyrir Íslendingum þegar
hún kom hingað á Myrka mús-
íkdaga fyrr á þessu ári.“
Tveir ólíkir heimar
Hvernig var að vera í Eistlandi?
„Flestallt er ólíkt því sem er á
Íslandi, þótt Eistar og Íslendingar
eigi það sameiginlegt að vera litlar
þjóðir og báðar á jaðri þeirra
menningarheima sem þær til-
heyra; Ísland svona langt norður í
hafi og Eistland á mótum Rúss-
lands og Evrópu. Bæði lönd eru
líka lútherstrúar og hafa átt stutt-
an tíma sem sjálfstæðar þjóðir. En
Rannsaka
lífið til að
semja tónlist
Páll Ragnar Pálsson, doktor í
tónsmíðum, var staðarskáld í
Skálholti í ár og þar var tónverk
hans Ljóðaljóðin frumflutt
» „Í tónlist minnier ég að velta fyr-
ir mér andlegum og
náttúrulegum hlut-
um og tengja þá
saman. Þessum
hugleiðingum finn
ég síðan farveg í
tónlist minni sem er
mjög persónuleg.“
„Það var mikill skóli fyrir mig
að vera í Eistlandi, ég komst
inn í miðju tónlistarlífsins og
kynntist mjög góðu fólki sem
hafði mikil áhrif á mig,“ segir
Páll Ragnar Pálsson.