Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 þar með er það upptalið. Eistar misstu nýfengið sjálfstæði sitt 1941 og við tóku fimmtíu ár undir Sovétríkjunum þar sem þjóðin hætti að þroskast eðlilega og gat ekki lengur tekið eigin ákvarðanir og ekki gert eigin mistök. Eistar eru ennþá að vinna sig út úr þessu og það hefur verið erfitt fyrir þá að venjast nýju lífi sem frjáls þjóð. Þetta sést bæði í stóru og smáu. En maður sér líka að nútíminn er mættur á sviðið. Þarna eru því tveir mjög ólíkir heimar. Ekki er svo hægt að gleyma að nefna að þarna er djúpstæð fegurð og það er yndislegt að ganga um ólík hverfi í Tallinn, svo ég tali ekki um sveitina þar sem nútíminn er víða hvergi nærri og algjört tíma- leysi ríkir. Að lifa í svona um- hverfi bætir nýrri vídd inn í líf manns, maður er ekki samur eftir það.“ Hvernig myndirðu lýsa tónlist þinni? „Ég hef verið á kafi í tónlist alla ævi en það varð vakning hjá mér undir handleiðslu Helenu, í gegn- um hana fann ég það sem ég hafði verið að leita að. Ég sökkti mér í tónlist frá þessum heimshluta, las bækur, ferðaðist innan Eistlands og til nágrannalandanna, allt með það að markmiði að auðga reynsluheim minn og leyfa þeim áhrifum að smjúga inn í tónlist mína. Í tónlist minni er ég að velta fyrir mér andlegum og nátt- úrulegum hlutum og tengja þá saman. Þessum hugleiðingum finn ég síðan farveg í tónlist minni sem er mjög persónuleg. Ég er ekki svo mikið að rannsaka tónlist til að semja tónlist, ég er miklu fremur að rannsaka lífið til að semja tónlist.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520 bilajoa.isVerk Páls hafa verið flutt á hinum ýmsu tónlistarhátíðum og verkhans Nostalgia var valið tónverk ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum árið 2013. Vorið 2013 vann Páll tvisvar sinnum með Kammersveit Tallinn sem frumflutti verk eftir hann. Sama ár flutti strengjasveitin SKARK verk hans, Yfirráðandi kyrrð, á viðburðum og tónlistarhátíðum í Berlín, Reykjavík og Noregi. Á Myrkum mús- íkdögum 2014 voru tónleikar í Fríkirkjunni þar sem Caput og söng- konan Tui Hirv fluttu dagskrá með verkum Páls. Tui er eiginkona Páls og hefur frumflutt mörg verka hans. Undir merkinu Konveier hafa þau svo skipulagt tónleika fyrir tónlistarhátíðir með verkum Páls og annarra tónskálda. Verðlaunatónskáld TÓNVERKIN Bandaríski tónlistarmaðurinn Neil Young, sem nýlega efndi til tón- leikahalds hér á landi, hefur lengi verið þekktur sem mikill aðgerða- sinni og nú hefur hann lagst í her- ferð gegn ólífrænum bómull. Tón- listarmaðurinn, sem meðal annars hefur verið talsmaður Farm Aid og rafmagnsbíla, mun héðan í frá ein- göngu selja og ganga í varningi úr lífrænni bómull en á tónleikum sín- um í Laugardalshöll vakti hann ein- mitt athygli á slíkum bol sem hann klæddist á sviðinu. Í bréfi sem hann birti á heima- síðu sinni fyrir helgi taldi hann upp ástæður þess að sniðganga eigi ólíf- rænan bómull og má þar nefna að bómull er sú nytjaplanta sem krefst næstmestrar notkunar skordýra- eiturs en slíkt sest að í jarðvegi og getur haft slæmar afleiðingar fyrir náttúruna í kringum bómullar- akranna. Auk þess bendir hann á að nota þurfi einn þriðja úr pundi af skordýraeitri til að framleiða bóm- ull í einn bol auk þess sem 2.700 lítra af vatni þurfi til að rækta næg- an bómull fyrir einn slíkan. davidmar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Aðgerðasinni Neil Young og Crazy Horse í Laugardalshöll fyrr í sumar. Neil Young gegn ólífrænni bómull  Skordýraeitrið sest að í náttúrunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.