Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 217. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Lægsta fargjald lækkað um …
2. Tjöldin fuku í Eyjum
3. Segir dólgafemínisma ekki …
4. „Mun aldrei yfirgefa Gammy“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Ojba Rasta heldur
tónleika á veitingastaðnum Húrra í
Reykjavík frá klukkan 21 til mið-
nættis annað kvöld. Í sveitinni eru
Arnljótur Sigurðsson bassaleikari,
Gylfi Sigurðsson trommuleikari, Val-
gerður Sigurðardóttir klarínettuleik-
ari, Teitur Magnússon gítarleikari,
Unnur Malín Sigurðardóttir, sem leik-
ur á barítonhorn, Daníel Þröstur Sig-
urðarson trompetleikari, Snorri Har-
aldsson saxófónleikari, Steingrímur
Karl orgelleikari, Hrafnkell Gauti Sig-
urðsson gítarleikari og Erling Bang
trommuleikari.
Morgunblaðið/Eggert
Ojba Rasta með
tónleika á Húrra
Fjórir fjórðungar, hljómsveit gítar-
leikarans Oddrúnar Lilju Jónsdóttur,
kemur fram á jazzkvöldi Kex Hostel í
kvöld. Auk hennar skipa hljómsveit-
ina þau Sigrún Jónsdóttir á básúnu,
Leifur Gunnarsson á bassa og Matt-
hías Hemstock á trommur. Oddrún
Lilja er ungur gítarleikari úr norska
jazzheiminum og hefur lagt stund á
gítarnám við Tónlistar-
háskólann í Ósló. Hún
hefur haldið tónleika
víða um heim. Síðustu
árin hefur hún farið í
fjölda tónleikaferða
um Afríku, Evrópu
og til New York.
Tónleikarnir hefj-
ast kl. 20.30 og
standa í u.þ.b.
tvær klukku-
stundir með hléi.
Aðgangur er
ókeypis.
Fjórir fjórðungar á
jazzkvöldi Kex Hostel
Á miðvikudag Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning sunnanlands og
súld við austurströndina en annars úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig,
hlýjast vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðaustlæg átt og allvíða dá-
lítil rigning með köflum en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 8 til 17
stig að deginum, hlýjast vestantil.
VEÐUR
Viðar Örn Kjartansson held-
ur áfram að fara á kostum í
norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu og skoraði
þrennu um helgina. Hann
hefur þar með gert 18 mörk
í 18 leikjum á fyrsta tímabili
sínu sem atvinnumaður.
Framgangan hefur að sjálf-
sögðu vakið athygli knatt-
spyrnufélaga víða um Evr-
ópu en Vålerenga hefur
sett háan verðmiða á
Selfyssinginn. »1
Vålerenga vill háa
summu fyrir Viðar
„Þetta er mót sem allir Íslendingar
geta verið stoltir af, ekki bara ung-
mennafélagshreyfingin,“ sagði Helga
Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, eftir 17. Unglingalandsmótið
sem fram fór á Sauðárkróki
um helgina þar sem æska
landsins spreytti sig í
ýmsum grein-
um. »4
Mót sem Íslendingar
geta allir verið stoltir af
Kylfingurinn Kristján Þór Einarsson
úr GKJ vann sigur í Einvíginu á Nes-
inu í gær, árlegu góðgerðamóti Nes-
klúbbsins. Kristján Þór hafði betur
gegn Hlyni Geir Hjartarsyni á loka-
holunni, en mótið var hnífjafnt og
spennandi. „Þetta er skemmtilegasta
mótið sem maður spilar á,“ sagði
Kristján við Morgunblaðið skömmu
eftir sigurinn. »1
Kristján Þór vann sigur í
Einvíginu á Nesinu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Ólympíuleikarnir í efnafræði fóru
fram í Hanoi í Víetnam á dögunum.
Landslið Íslands í greininni hélt ut-
an 19. júlí síðastliðinn, en mótið
hófst daginn eftir og stóð yfir til 29.
júlí. Efnafræðiliðið er skipað þeim
Atla Frey Magnússyni, Jóhanni
Ragnarssyni, Jóni Hlöðver Frið-
rikssyni og Árnýju Jóhannesdóttur,
en öll eru þau 19 ára gömul.
Árný, sem er eina stelpan í liðinu,
segir hugmyndina ekki alltaf hafa
verið að komast í liðið. „Ég var að
fara í inntökuprófið í læknisfræði og
mig langaði að vita hvar ég stæði í
efnafræði,“ segir hún. „Ég ætlaði nú
ekki að komast svona langt.“
Eftir forkeppni sem kom Árnýju í
efstu 14 sætin á landinu tók hún
þátt í úrslitakeppni þar sem hún
endaði í 3. sæti og komst því beint
inn í liðið. „Þar sem ég vissi að leik-
arnir yrðu í Víetnam var ég rosa-
lega spennt fyrir þessu,“ segir hún.
Stífar æfingar fyrir leikana
Árný segir undirbúning hafa ver-
ið mikinn og að seinustu vikurnar
fyrir mót hafi verið strembnar. „Það
var tveggja vikna skipulögð þjálfun
rétt fyrir mótið og hún var frekar
ströng,“ segir hún. „Þá vorum við í
þjálfun frá klukkan hálfníu á
morgnana til 6 á daginn. Við mátt-
um ekki vera í vinnu á meðan og
þurftum að einbeita okkur algjör-
lega að þessu.“
Þjálfarar og liðsstjórar liðsins
voru þau Katrín Lilja Sigurðar-
dóttir, Már Björgvinsson og Finn-
bogi Óskarsson. Héldu þau utan um
þjálfun og aðstoðuðu hópinn fyrir
keppnina. Katrín Lilja og Finnbogi
fóru auk þess með hópnum út og
þýddu prófið svo liðið fengi það allt
á íslensku. „Sumt efnið var úr
meistaranámi í Háskólanum svo
þetta var mjög mikið nýtt að læra á
rosalega stuttum tíma,“ segir Árný.
Árný segir vel hafa verið staðið að
keppninni. „Þetta var ótrúlega flott
og rosalega vel skipulagt,“ segir
hún.
Þrátt fyrir að hafa farið sem lið
kepptu þau Atli Freyr, Jóhann, Jón
Hlöðver og Árný öll sem einstak-
lingar. Árangurinn segir hún hafa
verið fínan, þrátt fyrir að ekki hafi
fylgt mörg verðlaun heim. „Við vor-
um oft með í kringum 20-30 stig af
100. Það er alveg allt í lagi,“ segir
hún. Verklegu prófin segir hún þó
hafa verið þeirra sterku hlið. „Ég
fékk 25 stig af 40 í verklegu sem
þykir mjög gott.“ Ástæðuna fyrir
þessu segir hún þá að Ísland standi
vel að vígi í verklegri kennslu. „Við
erum svo fámenn að við fáum okkar
athygli í verklegum tímum. Erlendis
eru oft 200 manns í tíma og þá er
ekki möguleiki á sömu tækifærunum
í tímum,“ segir hún.
Lærðu margt á stuttum tíma
Ungt lið á Ól-
ympíuleikunum í
efnafræði
Ljósmynd/Katrín Lilja Sigurðardóttir
Flottur hópur Frá vinstri má sjá Finnboga Óskarsson, annan þjálfara liðsins, Atla Frey Magnússon, Jóhann Ragn-
arsson, Jón Hlöðver Friðriksson og Árnýju Jóhannesdóttur liðsmenn ásamt Katrínu Lilju Sigurðardóttur liðsstjóra.
Stíf dagskrá var á Ólympíuleikunum
í efnafræði í Hanoi í Víetnam og
segir Árný lítinn tíma hafa gefist í
lærdóm. „Það var séð til þess að
maður væri ekki að læra neitt á
meðan maður var þarna úti,“ segir
hún. „Við vöknuðum klukkan hálf-
sex og fórum í morgunmat og svo
tók við ýmiss konar dagskrá,“ segir
hún. Árný segir hópinn hafa skoðað
margt og hitt margt fólk. „Þeir vildu
bara að við skemmtum okkur,“ seg-
ir hún. „Þau lið sem voru mjög
framarlega í keppninni eins og
Bandaríkin og Kína tóku samt ekki
þátt í þessu, en við Íslendingarnir
ákváðum bara að hafa gaman af
þessu.“ Árný segir íslenska hópinn
hafa verið með þeim elstu í keppn-
inni, en skilyrði til þátttöku eru að
vera undir tvítugu og ekki byrjaður í
háskóla. „Við Norðurlandabúar er-
um yfirleitt elst þarna því við byrj-
um tvítug í háskóla, en í Kína byrjar
maður 16 ára í háskóla.“
Árný mun hefja nám í læknis-
fræði í Háskóla Íslands í haust, Atli
Freyr mun hefja nám í efnaverk-
fræði í haust, en liðsfélagar þeirra
þeir Jón Hlöðver og Jóhann munu
klára lokaárið sitt í Mennta-
skólanum í Reykjavík.
Vildu bara skemmta sér
STÍF DAGSKRÁ Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í EFNAFRÆÐI