Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 Ég hef áður getið þess hér að ég hef haldið migí San Francisco yfir hásumarið – í góðu yfir-læti – enda Kaliforníubúar upp til hópa vin- samlegir, hjálpfúsir og gestrisnir. Umhugsunarvert er hve saga iðnaðarþjóðfélags er stutt í Kaliforníu. Sú var tíðin að Indíánar bjuggu hér en án þess þó að skilja eftir sig miklar minjar. Suð-vesturhluti núverandi Bandaríkjanna heyrði um skeið til nýlenduveldis Spánar, síðar Mexíkó og var það ekki fyrr en 1850 að Kalifornía varð ein stjarnan í bandaríska fánanum sem fullgilt aðildarríki Bandaríkja Norður-Ameríku. Um þetta leyti hefst uppbyggingin við San Francisco-flóann, knúin áfram af gullæðinu sem rann á menn 1848 þegar gull fannst á þessum slóðum. Á mælikvarða mannkynssögunnar gerðist þetta nánast í gær! Aðeins fjórum árum eftir að Kalifornía varð ríki í Bandaríkjunum, fæðist norður í Skagafirði Björn Bjarnason. Hann var afi konu minnar. Amma henn- ar, Stefanía, var heldur yngri. En með öðrum orð- um, svæði sem nú er þriðja fjölmennasta búsetu- svæði Bandaríkjanna var nánast ekki komið á kortið þegar afa- og ömmukynslóð minnar kyn- slóðar var að vaxa úr grasi. Þetta minnir okkur á með hve miklum ógnarhraða þróun getur átt sér stað. Atvinnulíf er fjölbreytt við San Francisco-flóann – hér er margvíslegur iðnaður, nokkra öflugustu háskóla heims er hér að finna, tölvutækninni var að hluta til ungað út í dalverpi suður af San Francisco þar sem fjöldi hugbúnaðarfyrirtækja hefur síðan búið um sig. Svo er hér gríðarlega fyrirferðarmikil höfn með tilheyrandi krönum og breiðum af gám- um – að ógleymdu öllu fólkinu sem við höfnina starfar og myndar hér þéttbýli. Gámabreiðurnar minna svolítið á tölvumyndirnar sem við höfum séð á sjónvarpsskjánum frá Finnafirðinum okkar norður í landi þar sem Kínverjar, Rússar og Þjóð- verjar vilja fá að koma upp risaumskipunarhöfn. Nema að á myndunum sem okkur hafa verið sýnd- ar vantar allt fólkið sem á að vinna við höfnina. Það hefur gleymst að setja byggðina á tölvuteikning- arnar frá Finnafirði. Fagnað var ákaft í sjálfum Ráðherrabústaðnum þegar undirritaður var samningur við erlenda braskara sem vilja kanna hve gróðavænlegt það væri að gera stærstu höfn á Norðurslóðum í Finna- firði. Þjóðinni var sagt að þetta væru góð tíðindi fyrir Íslendinga. Ég held ekki. Þetta kunna hins vegar að vera góð tíðindi fyrir atvinnulaust fólk í út- löndum sem vill vinna í umskipunarhöfn á norð- austurhorni Íslands. Ef þetta verður að veruleika á annað borð gæti þróunin orðið ör og haft í för með sér miklar breytingar. Þegar afa- og ömmubörnin eru vaxin úr grasi gæti Finnafjörður verið orðinn að stórri hafnarborg. Ég hef meiri efasemdir um að hátæknin og háskólarnir af San Francisco gæða- stuðli fylgi með í pakkanum. Þó gæti það vel verið. En hver eru markmið okkar, græða peninga og þá sama hvernig? Fjölga fólki og þá sama hvernig? Eða ætlum við að grandskoða í hverju lífsgæði okk- ar eru fólgin og taka yfirvegaðar ákvarðanir í sam- ræmi við það? Þarf ekki að ræða markmiðin áður en skrifað er undir og fagnað? Finnafjörður með mörgu fólki * Eða ætlum við að grandskoða í hverju lífsgæði okkar eru fólgin og taka yfirvegaðar ákvarðanir í samræmi við það? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Leikkonan og húmoristinn Saga Garðarsdóttir fagnaði afmæli sínu í vikunni og bauð fólki að fagna með sér í bílakjöllurum borgarinnar. „Í dag fagna ég 27 ára afmæli mínu. Velvildarfólki mínu er boðið að gleðjast með mér í bílakjöllurum Reykjavíkurborgar þar sem ég mun standa í ankannalegum stellingum og alltof stuttum kjól í allan dag. Af því að mér finnst það bara næs!“ Ekki stóðu hlýjar kveðjur á sér. Stefán Páls- son sagnfræð- ingur var iðinn í þvottahúsinu og náði að henda í sex þvottavélar á einum degi að eigin sögn. Ekki ólík- legt að um persónulegt met hafi verið að ræða. „Hleypir af stað sjöttu þvottavél dagsins. Af hverju semur Ívar Páll Jónsson ekki epíska söngleiki um mig?“ ritaði Stefán, en Ívar Páll vinnur nú hörðum hönd- um að söngleik í sjálfu Broadway- leikhúsi New York-borgar. Kol- beinn Óttarsson Proppé leggur til að Stefán tækli húsverkin í Luton- búningnum og Stefán svaraði um hæl: „Hvað heldurðu að sé í hel- vítis þvottavélinni?“ Leikarinn Þórir Sæmundsson er iðulega hress á Fésbókinni. Fyrir stuttu kom hann hjúskaparstöðu sinni vel til skila með ágætri samlík- ingu. „Kærastan mín er eins og Lamborghini. Ég á ekki Lamborgh- ini.“ Spurningin er sú hvort hann verði sér úti um á undan, ítölsku glæsibifreiðina Lamborghini eða einhverja frábæra kærustu. Þingmaður Samfylkingarinnar, Katrín Júl- íusdóttir, á tvo drengi sem tví- mælalaust eru miklir gleðigjafar. „Bráðnstatus: Syn- ir mínir komu heim úr gönguferð rétt í þessu skælbrosandi með blóm handa mömmu sinni. Ég þarf ekki meira á næstunni. #tveggjaára- hjartaknúsarar.“ AF NETINU Vettvangur „Ég beið aðeins með útgáfu vegna anna við 12:00 og námið en nú er rétti tíma- punkturinn,“ segir Gunnar, en upp- tökuteymið Stop Wait Go lagði honum lið, gerði taktinn, tók lagið upp og sá um eftir- vinnsluna. Texti lagsins er einnig eftir Gunnar. „Þetta er ástarljóð sem fjallar um mann- eskju sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig líka,“ segir höfundurinn án þess að vilja fara nánar út í þá sálma. Gunnar byrjar á því að setja lagið inn á YouTube, ásamt texta, en vonar sannarlega að útvarpsstöðvarnar taki við sér líka. „Það yrði frábært að fá útvarpsspilun því mig langar að ná til sem flestra. Markhópurinn er ekki bara grunn- og framhalds- Þetta er popplag með gítar og taktiundir. Það er í þægilegri kantinum.Ekki lag sem fær fólk til að rjúka tryllt út á dansgólfið,“ segir Gunnar Birgis- son, tvítugur nýstúdent úr Verzlunarskóla Íslands, um fyrsta lag sitt, Save Me. Gunnar er ekki óvanur því að koma fram, því að hann tók þátt í skemmti- og afþreyingarþættinum 12:00 í Verzló á liðn- um vetri, en lög úr þeim þætti hafa notið mikilla vinsælda meðal grunn- og fram- haldsskólanema og farið mikinn á YouTube. „Save Me er töluvert frábrugðið því sem 12:00 hefur verið að gera. Þetta er minn persónulegi stíll. Lög eins og ég vil semja,“ segir Gunnar, sem byrjaði að semja tónlist fyrir tæpum tveimur árum. skólakrakkar eins og verið hefur hjá 12:00.“ Að sögn Gunnars veltur framhaldið á við- tökum við Save Me en falli lagið í frjóa jörð er hann með fleiri lög í handraðanum. „Tónlistin er ástríða mín í lífinu og það yrði algjör draumur að geta fengist áfram við hana í framtíðinni.“ Þægilegt popplag GUNNAR BIRGISSON, TVÍTUGUR TÓNLISTARMAÐUR, SENDIR Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG, SAVE ME. Gunnar Birgisson á fleiri lög í handrað- anum mælist Save Me vel fyrir. Ljósmynd/Snorri Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.