Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Side 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Side 11
Ef ekki væri eitthvað við að veramyndi ég stirðna upp. Störfin gefamér heilmikið og skepnurnar eru góður félagsskapur,“ segir María Stein- grímsdóttir á Auðkúlu í Austur-Húnavatns- sýslu. Þar býr hún í skjóli dóttur sinnar, Guðrúnar Sigurjónsdóttur, sem þar er bóndi auk þess að starfa við Húnavalla- skóla. Á Auðkúlu er búið með sauðfé og hross og margs þarf búið við, eins og þar stendur. Yfir sumarið er heyskapurinn mál mál- anna í sveitum landsins og þar tekur María, sem er orðin 80 ára, þátt eins og hún getur. Öðrum þræði gerir hún þetta, að eigin sögn, sér til skemmtunar og sálu- bótar. Iðja er auðnu móðir, segir máltækið. Traktorinn góði, sem er með Hd-númeri, er Massey Ferguson árgerð 1972. Grip- urinn var keyptur í Kaupfélagi Austur- Húnvetninga á Blönduósi árið 1972. Þá bjó María með eiginmanni sínum að Leifs- stöðum í Svartárdal. Hún flutti svo að Auðkúlu árið 2005 og traktorinn fylgdi með til nýrra heimkynna. „Hér hefur verið óþurrkatíð í allt sumar. Reyndar fór aðeins að rætast úr í kringum verslunarmannahelgina en ég man varla aðra eins ótíð. Einhverntíma á árunum milli 1960 og 1970 gátu komu svona rign- ingartímar en þetta hefur ekki gerst á síð- ari árum,“ segir María sem kveðst aðeins taka snúninginn á þessari einu dráttarvél. Á hinar kann hún ekki. „Ég gríp í þetta eins og ég get,“ segir María sem var treg í viðtal. Lét þó undan þráa og rökum blaðamanns um að í hverj- um manni byggi saga. Konan á Auðkúlu er þar engin undantekning. HÚNAVATNSHREPPUR Ekur áttræð á Ferguson ÓÞURRKATÍÐIN ER EINDÆMI OG MINNIR Á SUMRIN MILLI 1960 OG 1970, SEGIR MARÍA Á AUÐKÚLU Í HÚNAÞINGI. Morgunblaðið/Sigurður Bogi María Steingrímsdóttir lætur ekki deigan síga og tekur snúning á traktornum. 10.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Í Grindavík er þessa dagana unnið að gerð deiliskipulags fyrir þann hluta byggðarlagsins sem þekktur er sem gamli bærinn. Þetta er suðvesturhluti þorpsins, þar sem segja má að gamla kirkjan sé miðdepillinn. Margir tengja svæðið sömuleiðis við skáld- sögu Halldórs Laxnes, Sölku Völku, sem var kvikmynduðí Grindavík end- ur fyrir löngu, en í nefndri bók hét staðurinn Óseyri við Axarfjörð. Voru þar svonefndir Bogesenar áberandi sögupersónur. Óskar Grindavíkurbær eftir at- hugasemdum og viðbótum við þá skráningu sem þegar hefur farið fram. Sérstaklega er verið að falast eftir upplýsingum um fyrri eigendur, byggingarefni, breytingasögu og hlutverk húsanna, sem mörg hver eru byggð á fyrstu árum 20. aldarinnar. Einnig er óskað eftir myndum af hús- unum sem teknar eru sem næst byggingarári þeirra. Þess er óskað að upplýsingarnar séu sendar á póst- fangið armann@grindavik.is merktar Húsakönnun fyrir 10. september næstkomandi. GRINDAVÍK Húsin í gamla bænum í Grindavík eru falleg og svipsterk og verða nú skráð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Safnað í söguna Fyrsti vinnudagur nýs bæjarstjóra í Borgarbyggð, Kolfinnu Jóhannesdóttur, var í síðustu viku. Tóku bæjarfulltrúar á móti henni með blómum. Kolfinna var áður skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Borgarbyggð Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að breyta deili- skipulagi miðbæjarins í Neskaupstað. Gera á bæinn vist- vænni, bæta aðgengi að skrúðgarði og sundlaug, skapa miðbæ og leggja öruggar leiðir fyrir þá sem ganga og hjóla. Neskaupstaður Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Að þessu sinni verður hátíðin dagana 29. ágúst til 31. ágúst. Bærinn er klæddur í hátíðarbúning með skreytingum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit. Fjölbreyttir menningarviðburðir verða í boði, tónleikar, myndlistarsýningar, útimarkaðir, íþróttaviðburðir og margt fleira. Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi með skrúðgöngu, varðeldi og brekkusöng í Álafosskvos. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á miðbæjartorgi og þar stíga landsþekktar hljómsveitir ásamt heimamönnum á svið. MOSFELLSBÆR Trítlað í túninu Horft yfir Mosfellsbæinn á fallegum vordegi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sr. Kristinn Ágúst Friðfinns- son er að snúa aftur til starfa sem sóknarprestur við Selfoss- kirkju, eftir að hafa verið í leyfi erlendis síðustu misserin. Hann segir á sunnlenska.is marga hafa hvatt sig til að koma aftur sem sér þyki vænt um. Alls 23 ár eru síðan Krist- inn Ágúst kom til starfa eystra, fyrst sat hann Hraungerðisprestakall sem nú hefur verið sameinað Selfosskalli. Þar þjónar fyrir sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. SELFOSS Kristinn kemur Selfosskirkja við Ölfusána.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.