Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Page 13
Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. langar mig til að geta þetta.“ Það kom líka fyrir að ég sá einhvern samnemanda standa sig með glæsi- brag og hugsaði: „Mig langar til að búa yfir þessum eiginleika sem hann hefur og ég ætla að tileinka mér hann.“ Í Juilliard var að mestu jákvæð samkeppni en fólk er samt vissulega misjafnt.“ Verður leikari að hafa áhuga á fólki og mannlegu eðli til að geta orðið góður leikari? „Já, algjörlega. Pétur Einarsson, kennari minn úr LHÍ, sagði að við leikararnir værum að kenna fólki að setja sig í spor annarra. Leiklist snýst um það að gera okkur öll mannlegri og til að geta skilið fólk og túlkað þarf maður að búa yfir ákveðnum mannskilningi.“ Víkjum aðeins að einkalífinu. Þú og kona þín eigið litla dóttur. Breytti það þér sem manneskju að eignast barn? „Já, ég öðlaðist dýpri skilning á öllu sem viðkemur því að vera manneskja. Það dýpkaði mig sem manneskju og bætti mig að verða faðir.“ Hvernig var þitt eigið uppeldi? „Foreldrar mínir voru mjög ung- ir, um tvítugt, þegar þau eignuðust mig og voru lengi saman en skildu þegar ég var að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar mínir eru eins og svart og hvítt, mamma vill hafa allt í ákveðnu boxi og pabbi gæti aldrei lifað í boxi, þannig að þau voru ólík blanda en afskaplega gott fólk og góðir vinir mínir. Ég var lánsamur að kynnast ólíkum einstaklingum í uppeldinu. Ef maður vill bæta sig sem manneskja sækir maður oft í það sem er ólíkt manni sjálfum og það þroskar mann. Ef maður væri með einhverjum sem er alveg eins og maður er sjálfur myndi maður ekki sjá aðra vinkla á tilverunni.“ Eruð þið konan þín lík? „Bæði og. Ég byrjaði að læra að elska og njóta lífsins þegar ég kynntist henni. Áður snerist tilvera mín að mestu leyti um verkefnin sem ég tók að mér en svo lærði ég að njóta lífsins og gerði mér grein fyrir að tilveran snýst líka um það.“ Ertu ekki eins metnaðargjarn í dag og þú varst? „Metnaðurinn hefur breyst, ég er afslappaðri. Þegar ég var í leiklist- arnámi hélt ég að ég þyrfti að nota alla vöðva líkamans, alla orku mína og ástríðu til að koma hlutum til skila og ljúka við verkefni, en þegar fór að líða á námið áttaði ég mig á því að minna er meira. Þetta á kannski líka við um það að lifa líf- inu. Maður heldur að maður þurfi að finna áþreifanlega fyrir metn- aðinum og verkefnunum og lifa og hrærast þar til að geta skilað sínu. En í dag veit ég að það er hægt að vera í augnablikinu og anda aðeins hægar en ljúka samt við verkefnin og um leið njóta lífsins og vera hamingjusamur.“ Morgunblaðið/Eggert „Að sumu leyti er ég eins og nútímasjómaður: með annan fótinn á landi og hinn fljótandi í óvissunni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson. 10.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Síðumúla 33 Sy ru sson Hönnunar hús Klassísk og falleg íslensk hönnun Syrusson - alltaf með lausnina Fannar60 Delux Verð frá ISK 199.200,- Mikið úrval áklæða og leðurs Fannar60 Verð frá ISK 98.500,- Mikið úrval áklæða og leðurs

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.