Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 Fjölskyldan Leikhópurinn Lotta verður með tvær sýningar um helgina, í kirkju-túninu á Dalvík laugardag klukkan 17.30 og í Gilsfirði sunnudag klukkan 15. Leiksýning sumarsins er Hrói höttur en inn í hana flétt- ast ævintýrið um hana Þyrnirós. Hrói höttur og Þyrnirós L augardalurinn er sannkall- aður sælureitur í borginni og með tilkomu Laugar- garðs bætist enn við sæluna. Laugargarður er samfélagsrekinn matjurtagarður, staðsettur við hlið- ina á Fjölskyldugarðinum. Brynja Þóra Guðnadóttir er í forsvari fyrir hóp fólks sem hefur áhuga á að nýta almenningsrými fyrir ræktun og hefur áhuga á borgarbúskap. „Ég stefndi saman fólki úr Listahá- skólanum og Landbúnaðarháskól- anum. Heitið í upphafi var Borg- arbýli,“ segir Brynja, sem er hrifin af framleiðslu inni í borg. „Af hverju er ekki gróðurhús í öllum hverfum?“ nefnir hún sem dæmi. Sjálf er hún í meistaranámi í hönnun en aðrir í hópnum koma líka úr hönnun, vöruhönnun og skipulagsfræði. Þau eru fjögur sem starfa við Laugargarð í sumar og fengu til þess styrk frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna. Til viðbótar spratt upp úr þessu annar hópur sem kom á laggirnar Seljagarði, sams konar garði í Selja- hverfinu. Þessir garðar snúast ekki aðeins um ræktun heldur líka nær- samfélagið og að skapa vettvang fyrir fólkið í hverfinu til að hittast. Brynja segir að í Laugargarði sé lögð áhersla á að skapa samfélag þar sem fólk vinni saman að sam- eiginlegum markmiðum og deili reynslu sinni. „Ég hef áhuga á að nota aðferðafræði hönnunar í þágu samfélagsins. Ég vinn sem innan- hússhönnuður en ástæðan fyrir því að ég fór í meistaranámið er að mig langaði að fara að gera hluti sem hefðu meiri samfélagsleg áhrif,“ segir Brynja og segir þetta tengjast nýrri hugsun í hönnun. „Hönnun er ekki endilega að búa til hlut heldur að skapa umgjörð fyrir fólk.“ Færa matinn nær fólkinu Hún segir borgarbúskap geta tekið á sig margar myndir en megin- hugmyndin sé að nýta borgarlands- lagið meira undir mat. „Þannig fær- um við matinn nær fólkinu. Þú veist að maturinn er hreinn og hvaðan hann kemur.“ Hún segir hugmyndafræði vist- ræktar um að líkja eftir náttúru- legum ferlum í hönnun ræktunar- svæðis fara vel saman við hugmyndafræði Laugargarðs. „Hér getur fólk komið og gert ýmsar tilraunir sem samræmast hugmyndafræði borgarbýlis um líf- ræna ræktun. Í sumar hafa verið gerðar tilraunir með sjálfvökvandi kerfi og hámarksræktun á sem minnsta fleti,“ nefnir Brynja. Í garðrækt felst ákveðin sköpun og er það mikil gleði síðsumars að sjá það sem sáð var vikum eða mán- uðum fyrr verða að einhverju. Sumt heppnast vel og annað síður. „Þú lærir af reynslunni og þetta eru endalausar prófanir. Það er ekki hægt að láta deigan síga þó að eitt- hvað takist ekki,“ segir Brynja. Þau byrjuðu í júní og hún segir uppbygginguna hafa farið hægt af stað. Fyrst var haldinn sáningar- dagur en síðar var plöntu- skiptadagur, sem vakti meiri athygli á verkefninu. „Þá komu mjög áhugasamir einstaklingar. Núna er farið að koma fleira fólk sem vill AÐFERÐAFRÆÐI HÖNNUNAR NOTUÐ Í ÞÁGU SAMFÉLAGSINS Blómlegur borgar- búskapur BRYNJU ÞÓRU GUÐNADÓTTUR FINNST AÐ ÞAÐ MEGI NOTA STÆRRA LANDRÝMI BORGARINNAR UNDIR MATJURTARÆKTUN OG VILL SJÁ FLEIRI BÆNDAMARKAÐI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Úlfur, 10 ára sonur Brynju, sagar hér niður timbur. Hann er að vinna að því að hækka kart- öflubeðið. Þannig verður uppskeran meiri og nýtingin á landinu betri. Það er hægt að fá margar ræktunarhugmyndir með heimsókn í garðinn. Hér má sjá kartöflur í kaffipokum og lóðrétta ræktun úr gosflöskum og pallettum. Dýrleif, 12 ára dóttir Brynju, hafði nóg að gera við að vökva garðinn í þurrkinum um miðja síðustu viku. Í Laugargarði er að finna margar tegundir af grænmeti, kryddjurtum og salati. Það hafa verið gerð- ar tilraunir með há- marksræktun á sem minnstum fleti eins og þetta óhefð- bundna beð sýnir. Tveir aðstandendur Laugargarðs, Auður Inez Sellgren og Brynja Þóra Guðnadóttir, ásamt Úlfi, syni Brynju. Morgunblaðið/Styrmir Kári * Hönnun erekki endilegaað búa til hlut heldur að skapa umgjörð fyrir fólk.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.