Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Page 22
Morgunblaðið/Þórður Lilja Björk Haraldsdóttir og Helga Ólafsdóttir eru saman með tímana. „Maður þarf ekki að kaupa rándýra dýnu eða vera í ákveðnum fötum heldur er hægt að gera jóga þar sem maður vill gera jóga,“ segir Lilja. Jóga skýtur upp kollinum á óvænt-um stöðum víða í höfuðborginnium þessar mundir. Lilja Björk Haraldsdóttir og Helga Ólafs- dóttir færa jógað til fólksins í nýj- um jógatímum sem þær auglýsa á Facebook undir nafninu „Pop-Up Yoga Reykjavík“. „Þetta er hugmynd sem ég er bú- in að ganga með í maganum í eitt og hálft ár. Mig langaði að gera þetta í fyrra en hafði ekki tækifæri til þess þá. Nú fékk ég í lið með mér Helgu Ólafsdóttur vinkonu mína og við stofnuðum þetta í maí í ár,“ segir Lilja, sem fékk hugmynd- ina meðal annars frá samskonar jóga annars staðar í heiminum. Jóga er oftar en ekki kennt í hvítmáluðum og hreinum sölum en Lilju langaði að prófa eitthvað annað. „Mig langaði til að færa jógað úr venjulega rýminu sem það er stund- að í og gera það opnara og aðgengi- legra fyrir alla,“ segir hún en hing- að til hafa þær verið með tíma í Grasagarðinum, styttugarðinum hjá Listasafni Einars Jónssonar, Kex Hosteli, Loft Hosteli og Hljóm- skálagarðinum. Upplifir iðkandinn jóga á annan hátt á nýjum stöðum? „Upplifunin er klárlega öðruvísi. Sérstaklega er munur á því að vera úti og inni. Inni erum við með tón- list og í lokuðu rými. Úti nær mað- ur að tengjast betur og upplifa sig sterkar í takt við náttúruna og umhverfið.“ Þarf ekki dýran búnað Hún segir hugmyndina vera að leggja áherslu á að hægt sé að gera jóga alls staðar. „Maður þarf ekki að kaupa rándýra dýnu eða vera í ákveðnum fötum heldur er hægt að gera jóga þar sem maður vill gera jóga. Það er mín pæling á bak við þetta. Þú getur gert jóga þegar þig langar, þar sem þig langar og eftir þinni getu. Við erum að reyna að færa jógað til fólksins.“ Margir koma með dýnur í tímana en einnig eru þær með nokkrar dýnur sem þær lána út. „Eða fólk gerir jóga bara á grasinu. Það er allt í lagi,“ segir Lilja en þær Helga deila kennslunni í tímunum. „Önnur byrjar en hin tekur við lokastöð- unum og slökuninni og það hefur gengið mjög vel. „Tímarnir eru opnir öllum og í raun gjaldfrjálsir en við tökum á móti frjálsum framlögum og pening- arnir renna þá til frekari styrkingar Pop-Up Yoga Reykjavík en eins og er erum við ekki að þiggja nein laun fyrir það sem við erum að gera. Þetta er mjög mikið hugsjónastarf.“ Lilja og Helga stunduðu saman jógakennaranám hjá Yoga Shala og útskrifaðist Lilja í desember 2013. „Ég hef verið að kenna hér og þar og líka fyrir vini og vandamenn en hef ekki verið með fastan stað neins staðar,“ segir hún. Tími á sunnudaginn Næsti jógatími hjá Pop-Up Yoga Reykjavík er um helgina í Grasa- garðinum í Reykjavík á sunnudag- inn klukkan 15. „Við setjum aldrei auglýsingar fyrr en tveimur til þremur dögum fyrr á Facebook og Instagram,“ segir Lilja þannig að það borgar sig að fylgjast með þeim þar. Tímarnir eru 75 mínútur að lengd. „Það er alltaf hægt að gera eitthvað smávegis en til að fá upp- bygginguna í tímanum, hita upp, komast inn í öndunina, gera jóga- stöður og ná góðri slökun í lokin er mikilvægt að gefa sér tíma í þetta,“ segir hún um tímalengdina. Aðspurð hvaða tegund jóga þær kenni segir hún að það kallist „vinyasha-flæði“. „Við gerum skemmtilega rútínu sem byggist á öndun, upphitun, góðu flæði og góðri slökun í lokin,“ útskýrir Lilja. Jóga gegn ofbeldi Það er fleira á dagskrá hjá þeim því framundan er samstarfsverkefni með ungmennaráði UN Women á Íslandi. „Við stöndum fyrir jógaþoni að kanadískri fyrirmynd. Þetta er maraþon í formi jóga. Það þýðir að það verða gerðar 108 sólarhyllingar undir handleiðslu þriggja kennara. Þetta tekur rúmlega tvo tíma. Til- gangurinn er að gera jóga til ákalls um afnám ofbeldis,“ útskýrir Lilja en jógaþonið fer fram í Hljóm- skálagarðinum klukkan 12 laug- ardaginn 16. ágúst. Skráning er á unwomen.is og er þátttökugjaldið 2.900 krónur og rennur til verkefna UN Women víðs vegar um heiminn. Það er ástæða fyrir því að sólar- hyllingarnar eru 108 talsins. „Talan 108 er heilög innan jóga. Margir jógar gera 108 sólarhyllingar til dæmis á sólstöðum og líka eru möntrur kyrjaðar 108 sinnum af sérstöku tilefni,“ segir Lilja en þátt- takendur stunda jóga eftir eigin getu og hvíla sig eftir þörfum. Pop-Up Yoga Reykjavík heldur áfram fram í september fyrir þá sem hafa ekki enn mætt í tíma og verður síðan aftur starfrækt næsta sumar. * Úti nær maðurað tengjast betur og upplifa sig sterkar í takt við náttúruna og umhverfið. Það er öðruvísi upplifun að stunda jóga í Hljómskálagarðinum en inni í sal. Á meðal þeirra staða sem Pop-Up Yoga Reykjavík hefur verið með tíma eru Loft Hostel og Kex Hostel. LILJU BJÖRK HARALDS- DÓTTUR LANGAÐI TIL AÐ FÆRA JÓGAÐ ÚR HINUM HEFÐBUNDNA JÓGASAL OG GERA ÞAÐ OPNARA OG AÐGENGI- LEGRA FYRIR ALLA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Færa jógað til fólksins JÓGATÍMAR ÚTI OG INNI UM ALLA BORG 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 Heilsa og hreyfing Lágkolvetnamataræði þarf alls ekki að vera snautt allri gleði. Á authoritynutrition.com er til dæmis bent á að á slíku mataræði sé hægt að njóta þess að borða smjör, avókadó, beikon, dökkt súkkulaði og ýmiss konar hnetusmjör. Þessi matur er hitaeiningaríkur en þegar kol- vetnunum er haldið í lágmarki er hægt að njóta þessa góðgætis án þess að bæta á sig. Hollusta í hófi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.