Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Síða 32
ÓDÝRT MIÐ DÝRT Logik blandari L300GR13E 2x 300 ml könnur. Stiglaus hraðastillir. Getur tekið ís. Verð 4.995 kr. Blender 1,5l obh-nordica 500w. Hraðastillir. Get- ur tekið ís. Tekur 1.5 l Verð: 14.990 kr. Kitchenaid blandari Traustur og sterkur blandari og Kitchenaid þekkja allir. Allur neðri hluti úr málmi. 1250 ml glerkanna. Kraftmikill 500W mótor með þríátta stórum stálhníf. Snertitakkar með sléttu yf- irborði. 5 hraðastillingar. Auðveldur í notkun. Mylur ís auðveldlega. Fáanlegur í fleiri litum. Verð 44.990 kr. Hvernig blandara viltu í þitt eldhús? *NASA ætlar að senda enn einn rannsóknar-flakkarann til Mars og er áætlað að nýjastimeðlimurinn í hópi rannsóknarflakkaraNASA muni lenda á plánetunni rauðu árið2021. Meðal þess búnaðar sem flakkarinnverður með er veðurathugunartæki og sér-stök tækni til að breyta koltvísýringi í súr- efni. Það eru því spennandi tímar fram und- an hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna. NASA sendir enn einn flakkarann Græjur og tækni S veigjanlegur skjár býður upp á gífurlega möguleika í bæði sjónvarps- og snjall- símatækni. Spjaldtölvan sem hægt verður að brjóta saman, snjallsíminn sem passar utan um úlnliðinn og sveigjanlegur sjón- varpsskjár sem býður upp á svipaða upplifun og bíótjald. Í framtíð- armyndum Hollywood sjáum við reglulega tækni sem þessa en hversu langt líður þar til við getum sjálf nýtt okkur þessa tækni og hvernig mun hún breyta daglegu lífi fólks og fyrirtækja? Hjá tækniris- anum LG hafa menn ekki setið auð- um höndum í þróun og framleiðslu sveigjanlegra skjáa. Fyrir tveimur árum kynnti tæknirisinn fyrir okkur e-ink skjáinn og í fyrra hálfsveigj- anlegan OLED-skjá fyrir G Flex- snjallsímann. Núna býður hann markaðnum upp á 18 tommu OLED-skjá sem hægt er að rúlla upp eins og dagblaði, eða svo gott sem. Fastlega má búast við því að þessi tækni muni opna á fjöldann allan af möguleikum fyrir tölvu- framleiðendur og snjallsíma- fyrirtæki. Ómögulegt er að segja hvernig tæknin mun nýtast en það er alveg öruggt að verkfræðingar og tæknimenn um allan heim munu hugsa upp nytsamlegar hugmyndir út frá hinum sveigjanlega OLED- skjá LG-tæknirisans. Jafnvel erum við á þröskuldi e-pappírsins sem gerði dagblaðsprentun úrelda. Þar með yrði draumur hvers útgefanda að veruleika enda óþarfi að bæði prenta og bera út dagblöð til fólk. Lesendur Morgunblaðsins gætu því fengið blaðið sent í sveigjanlega e- pappírinn sinn og lesið blaðið í mak- indum uppi í sófa eða við morg- unverðarborðið. Gegnsæi skjárinn kominn Sveigjanlegi skjárinn hefur vakið mikla athyggli en hugvitsmenn LG létu ekki þar við sitja og kynntu einnig fyrir markaðnum gegnsæa skjáinn. Gegnsæið er reyndar ekki meira en 30 prósent en engu að síð- ur er um merkan áfanga að ræða sem líkt og sveigjanlegi skjárinn á eftir að opna á ótal nýja möguleika fyrir framleiðendur annara tækja. Munu bílstjórar framtíðarinnar nýta sér þessa tækni? Ekki er ólíklegt að bílaframleiðendur hylji innanverða bílrúðuna með gegnsæjum skjá þar sem bílstjórinn getur fengið upplýs- ingar um allt sem er að gerast í kringum hann, t.d. hraða bílsins á undan, lengd í næsta bíl, hraðatak- mörkun á götu, hættur á veginum o.fl. sem ökumönnum kann að vera nauðsynlegt og þægilegt að fá upp- lýsingar um. Hvernig sem þessi tækni mun nýtast öðrum fyr- irtækjum og framleiðendum er öruggt að hún verður orðin hluti af lífi okkar innan fárra ára. Forsvars- menn LG segja að þeir ætli sjálfir að nýta tæknina í sjónvarpsskjái fyrirtækisins og blanda henni saman við sveigjanlega skjáinn. Stefnan er sett á gegnsæjan og sveigjanlegan 60 tommu sjónvarpsskjá fyrir árið 2017. Helsta hindrun LG í dag er upplausnin sem skjárinn býður upp á, en hún er ekki nema 1.280x810. Markmið LG er að árið 2017 verði upplausnin á sveigjanlega og gegn- sæja sjónvarpsskjánum komin upp í UHD, 4K, 3.840x2.160. Sveigjanlegur og gegnsær VERKFRÆÐINGAR OG TÆKNIMENN TÆKNIRISANS LG HAFA EKKI SETIÐ AUÐUM HÖNDUM VIÐ ÞRÓUN Á NÝRRI SKJÁTÆKNI, EN FYRIRTÆKIÐ HEFUR KYNNT TIL SÖGUNAR HVORT Í SENN SVEIGJANLEGAN SKJÁ OG GEGNSÆJAN. Vilhjálmur A. Kjartansson Vilhjalmur@mbl.is Gegnsæi skjárinn frá LG er væntanlegur á markað en forsvarsmenn hjá LG stefna á að koma honum í sölu 2017. Sveigjanlegur tölvu- eða sjónvarpsskjár getur gjörbylt tækniþróun næstu ára. Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur 20% afsláttur Við aðstoðum þig við að velja spilið og pökkum því inn fyrir þig. Gefðu spil í afmælisgjöf Sendum um allt land spilavinir.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.