Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Qupperneq 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Qupperneq 33
* SIM-kortið er svokallað nano-SIM, sem er ekki nema 12,3x8,8 mm að stærð sem er sama stærð og í iP- hone 5-línunni (og verður í 6), sam- anborið við micro-SIM eins og í Samsung Galaxy S5 sem er 15x12 mm. Það er ekkert mál að koma því í símann þegar hann er nýr - sérstakt límband sér til þess, en mjög snúið að skipta um kort. Frá því Nokia lagði Symbian-stýrikerfinu ogákvað að Windows-væðast (og frá því Micro-soft keypti símahluta Nokia) hafa Nokia- símar batnað ófluga. Vélbúnaðurinn hefur reynd- ar alltaf verið í fremstu röð en nokkuð vantað uppá í notendaskilum – í viðmóti og hugbúnaði. Fyrir stuttu var fjallað um Windows 8.1 á þess- um stað og því óþarft að fjölyrða um það, en Lumia 930 notar einmitt þá útgáfu með öllum sínum kostum. Síminn er áþekkur eldri Lumia-símum við fyrstu sýn, en fljótlega sést þó að hann er nokkuð breyttur og þá á ég ekki við litapalettuna – bakhliðin á símanum sem ég fékk til prófunar var neonappelsínugul – heldur að á símanum er verklegur málmkantur, einshverskonar álblanda sem gerir hann óneitanlega traustlegan en lík- lega heldur þyngri en ella, 167 g. Neðan á símanum er tengi fyrir MicroUSB til að tengja hann við tölvu og/eða hlaða ofan á hon- um rauf fyrir SIM-kort og tengi fyrir heyrnartól. Á kantinum hægra megin er hnappur til að hækka og lækka, straumrofi og síðan hnappur fyrir myndavél sem auðveldar óneitanlega að taka mynd- ir. Skjárinn er frábær, 5" AMOLED með 1080 x 1920 díla upplausn og 441 ppi sem geirir hann einstaklega skýr- an. Hann er líka vel bjartur, eins og AMOLED skjáa er siður, og mjög gott að nota hann utan dyra. Annar mikill kostur við símann er myndavélin, að vísu ekki eins góð og á Lumia 1020, flaggskipi myndavéla- símanna, en afbragð engu að síður. Hún er 20 MP, 4992 x 3744 díla, með Carl Zeiss linsu, hristivörn í linsu op- tics, sjálfvirka skerpu, tvöfalt LED flass og svo má telja og tekur 1080p myndskeið við 30 ramma á sekúndu (líka hristivörn í myndskeiðum). Hljóðupptaka á vélinni er ævintýralega góð. Myndavélin að fram- an er 1,2 MP. Tæknilega stendur Lumia 930 flaggskipunum frá Apple, Samsung og HTC lítið eða ekkert að baki. Akkilesarhæll Nokia-símanna hefur verið stýrikerfið sem hefur verið gott, en ekki nógu gott, og aðgangur að smáforritum. Síðasta upp- færsla á Windows, útgáfa 8.1, var aftur á móti stórt skref í rétta átt, svo stórt reyndar að lítið sem ekkert ber á milli og því má segja að Lumia 930 sé ekki bara besti Windows-síminn, heldur langbesti Windows-síminn og einfaldega einn besti farsíminn á markaði í dag – þennan síma væri ég til í að eiga. LANGBESTI WINDOWS-SÍMINN * Neðan á símanum er tengi fyrir MicroUSB til aðtengja hann við tölvu og/eða hlaða ofan á honum rauf fyrir SIM-kort og tengi fyrir heyrnartól. Á kantinum hægra megin er hnappur til að hækka og lækka, straumrofi og síðan hnappur fyrir myndavél sem auð- veldar óneitanlega að taka myndir, en ef honum er ýtt niður hálfa leið velur myndavélin fókuspunkt. * Eins og getið er þá er gagna-pláss í símanum 32 GB, en ekki er hægt að setja í hann viðbótar minn- iskort, sem einhverjum finnst kannski ókostur. Með fylgja 15 GB í OneDrive gagnaskýi Microsoft sem er mjög þægileg þjónusta i alla staði. Græja vikunnar ÁRNI MATTHÍASSON * Allir sem þú hittir álífsleiðinni vita eitt-hvað sem þú veist ekki. Bill Nye SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag Til hamingju með daginn! 10.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Heimildarþættirnir Cosmos: A SpaceTime Odyssey í umsjón stjarneðlisfræðingsins Neil de- Grasse Tyson voru að ljúka sinni fyrstu þáttaröð í vikunni. Þessi ein- staklega fræðandi þættir hafa fengið góð viðbrögð um allan heim enda opna þeir heim vísindanna fyrir alla áhugasama. Vísindi eru ekki bara fyrir þá hámenntuðu heldur alla sem áhuga hafa og þættirnir gefa öllum góða mynd af heimi vísindanna. Vísindi eru fyrir alla

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.