Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 34
H vernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn einkennist af pönkrokk- hippastíl sem lýsir mínum karakter mjög vel. Fataskápurinn er samsettur af fatnaði sem ég hef sankað að mér víðs vegar frá og er hann mjög litríkur með klassískan klæðnað inni á milli. Mér finnst mikilvægt að vera vel til höfð dags daglega og legg mikið upp úr því. Ég hef gaman af því að fara á markaði bæði hérlendis og erlendis, stemningin sem myndast á þeim er svo skemmtileg og breytileg hverju sinni og á þeim leynast oft fallegir hlutir. Uppáhaldsmarkaðurinn minn er Clignancourt í París og eyði ég alltaf góðum tíma á honum enda hef ég oft gert góð kaup þar og kynnst litríku fólki. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Uppáhaldsflíkin mín þessa dagana er síður svartur perlukjóll sem ég var í við útskrift mína úr Listaháskólanum. Ég tel hann vera í uppáhaldi vegna þess að systir mín fann hann fyrir mig þegar ég var á fullu í vinnslu að lokalínunni minn. Kjólinn fann hún í Spútnikmarkaðinum við Hlemm og var hann eins og sniðinn á mig, í fyrstu fannst mér hann aðeins of skrautlegur en nú sé ég alls ekki eftir að hafa keypt hann. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Rihanna er klárlega með flottasta stílinn, hún er svo mikill töffari og er slétt sama hvað öðrum finnst og gerir bara það sem hún vill og kemst upp með það. Hún klæðist ekki aðeins flottum fatnaði heldur skartar hún fallegum húðflúrum. Stíllinn hennar einkennist af pönkrokk’ með „90́s“-ívafi sem ég heillast af og á hún til að sjokkera fólk en oftast verður það að trendi. Hvaða vetrartrend ætlar þú að tileinka þér? Ég hef íhugað að fjárfesta í góðri vetrarkápu sem á að vera bæði hlý og fallega hönnuð, það skiptir öllu máli að þetta tvennt haldist í hendur því að veturinn getur verið harður og þá er gott að eiga eina slíka. Við það ætla ég að finna mér góða vetrarskó og þá jafnvel með hæl og fallega fylgihluti, t.d. hanska og húfu. Ég er ekkert sérlega spennt fyrir vetrinum en þegar ég er búin að eignast þetta má hann alveg koma. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Þegar ég kaupi mér fatnað eða fylgihluti byrja ég oftast á því að skanna búðina og sanka að mér því sem mér finnst fallegt en það er ekki fyrr en í mátuninni sem hlutirnir verða skýrari og þá sé ég strax hvort ég eigi eftir að nota það eða ekki. Þegar ég lendi í þeirri stöðu að máta eitthvað sem ég verð að eignast og kostar aðeins meira en ég ætlaði að eyða réttlæti ég kaupin fyrir sjálfri mér svo að úr verði ekki samviskubit. Oft verða þessar flíkur eða fylgihlutir í uppáhaldi og hverrar krónu virði. Hver er uppáhaldsverslunin þín? Aftur er mín uppáhaldsbúð því að ég get ekki farið þar inn nema að koma út með eitthvað, sama hvort það er fatn- aður, ilmvatn, kerti eða skart. Búðin hjá henni Báru Hólmgeirsdóttur er svo falleg og með vel valda hluti sem heilla mig og get ég verið örugg um ég sé að eignast vandaðar vörur sem lítið magn er til af. Ég á nokkrar Aftur-flíkur sem eru algjörlega í uppáhaldi. Ég keypti mér fallegan handlitaðan silkikjól frá Raquel Allegra um daginn, sem fæst einmitt í búðinni, ég get ekki beðið eftir tækifæri til að nota hann. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Ég á margar dýrmætar flíkur sem tengjast mér persónulega. Það eru ekki margar sem ég tími ekki að nota en þetta eru flíkur sem þarf ákveðið tilefni til. En það er ein flík sem tel vera dýrmætari en aðrar því að ég fann hana hjá vinkonu minni í Kolaportinu og er það svart/hvít herðaslá sem er áberandi falleg. Ástæðan fyrir því að ég tími ekki að nota hana er sú að ég er hrædd um að týna henni. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég væri til í að fara til millistríðsáranna því að þá var svo skemmtilegur og fallegur tími fyrir kvenfólkið, þá voru konur svo kvenlegar og lögðu mikið upp úr því að klæða sig upp á og skemmta sér. Ég væri til í að vera í París á þessum tíma og kaupa mér margar gersemar, að lokum myndi ég vilja eyða kvöldinu í kampavínspartíi sem myndi verða eftirminnilegt. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Bestu kaupin mín myndi ég segja að væru Aftur-jakkinn minn, sem er unninn úr indverskum teppum, hann er alltaf jafn flottur og hann get ég notað við mörg tækifæri. Ég hef fengið mikið hrós fyrir hversu fallegur hann er enda tel ég hann vera nokkurs konar listaverk. Mér finnst að fólk ætti að huga meira að listrænu gildi flíkurinnar því það vill oft gleym- ast og það pælir meira í kostnaðinum. En þau verstu? Ég hef gerst sek um það oft að kaupa fatnað sem hægt er að hlæja að í dag út af tísku hverju sinni. En ég hugsa að versta tíska sem ég hef gengið í gegnum hafi verið hipphopptímabil þegar ég var rúmlega 13 ára og þá átti ég hvítar víðar vindbuxur með svörtum röndum á hliðunum; mér þótti þær afar töff þrátt fyrir að þær voru orðnar gular af of mikilli notkun. Við þetta klæddist ég svörtum Adidas-skóm og hettupeysum sem stundum voru tvær því það þótti svo töff. Ég man vel hversu mikið móðir mín leið fyrir þetta því að það var ekki möguleiki að koma mér í annað, en sem betur fer gekk þetta yfir eftir einn vetur.AFP Ljósmynd/ Aníta Eldjárn LISTRÆNT GILDI FLÍKURINNAR MIKILVÆGT Millistríðsárin heilla SVAVA MAGDALENA ARNARSDÓTTIR, FATAHÖNNUÐUR OG KJÓLA- KLÆÐSKERI, HEFUR AFAR LITRÍKAN OG ÁBERANDI FATASTÍL. SVAVA SEGIR PÖNKROKK EINKENNA STÍL HENNAR SEM OG PERSÓNULEIKA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is AFP Svava Magdalena leggur mikið upp úr því að vera vel til höfð dags daglega. Morgunblaðið/Eggert Falleg hönnun eftir Svövu Magdalenu. Clignancourt- flóamarkaðurinn í Par- ís er í uppáhaldi hjá Svövu. Rihanna er mikil tískufyrir- mynd. Tíska AFP *Söngkonan og tískugyðjan Rihanna er nýttandlit VIVA GLAM-línu snyrtivörurisans Mac.Þetta er í annað sinn sem Rihanna er andlitVIVA GLAM-línu Mac, en línan er afskaplegadjörf að þessu sinni og hentar Rihanna þvíákaflega vel sem andlit línunnar. Allur ágóði afsölu línunnar fer í að aðstoða HIV-smitaða einstaklinga. Rihanna í samstarf við Mac
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.