Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 V eður eru válynd víða. Einmitt þegar þess er minnst að öld er liðin frá Heimsstyrjöldinni fyrri. Styrjöld sem var stórbrotnari en mannkynið hafði áður komið sér upp. Hún var ógeðsleg eins og önnur stríð, en að auki enn tilgangslausari en þau sem á undan fóru. Góðir dátar spyrja ekki um stríð Það vissi varla nokkur maður hvernig á þessari heimsstyrjöld stóð. Pétur Hoffman sagði Stefáni Jónssyni fréttamanni að til hennar hefði verið stofnað án nokkurs samráðs við Mýramenn. Þetta hefur ekki verið hrakið og sama mun hafa gilt um fleiri en þá. Herskarar ungra manna voru skotmörk í skurðum og sáust aldrei meir. Enn standa tugir þúsunda krossa á þessari heljarslóð meginlandsins og á þá ekki annað letrað en að „guð einn þekki þessi bein“ eða annað í þeim dúr. Fleiri Íslendingar en Pétur tala stundum í gal- gopa tón um annarra manna stríð. Heimsstyrjöldin síðari hafði það meðal annars fram yfir þá fyrri að þar féllu mun fleiri en í hinni fyrri og grafir þeirra eru í öllum álfum heims, margar votar, aðrar ómerktar, og sumar þeirra óhugnanlega fjölmennar. Þessi mikli hildarleikur er stundum kallaður „bless- að stríðið“ á þessari breiddargráðu. En þetta er ekki illa meint, þótt slíkt tal stangist örugglega á við þær þúsundir siðareglna sem nú er í tísku að setja, þótt óvíst sé um hvort nokkur þeirra hafi nokkru sinni gert hið minnsta gagn eða muni nokkru sinni gera það. Það vakti uppnám á Tímanum þegar einn snjallasti blaðamaður landsins, Jónas stýrimaður, sagði í fréttaskýringu: „Ég er ekki viss um að Búnaðarþing sé gagnslaust, en ég vona það.“ Ekki er þorandi að viðhafa önnur eins orð um siðareglurnar og um Bún- aðarþingið, því að sjálfskipaða hugsanalögreglan og stjúpmóðir hennar gætu fengið flog og fréttastofan dottið um þau í framhaldinu. En þótt hin fámenna ís- lenska þjóð væri ekki formlegur þátttakandi í síðari stórstyrjöldinni kom hún ekki skaðlaus frá hildar- leiknum og það var fjarri því að hún gerði lítið úr því manntjóni með því að blessa stríðið í hálfkæringi. Mildir tímar Nú eru friðartímar. A.m.k. ef mælikvarði heimsstyrj- alda er notaður. En þó líður varla dagur án þess að stríð, stór og smá, séu sýnd á sjónvarpsskjám heimil- anna, innan um stórmál um leka og margt annað jafn- vel enn merkilegra. Fréttastofur hafa mismikla samúð með stríðum af ástæðum sem ekki hafa verið rannsakaðar. Íslenska ríkisfréttastofan er ekki hin eina sem virðist líta á fréttatilkynningar hryðjuverkasamtakanna Hamas sem áreiðanlegustu heimild sem hægt sé að styðjast við. En átökin á Gaza (sem sú fréttastofa og raunar sumar aðrar halda að fólki að Ísraelar hafi stormað í, að tilefnislausu, nema ef væri út af stjórnlausri þrá eftir að myrða annarra þjóða börn) hafa allt annað vægi en það sem hefur verið að gerast síðustu árin. Í Sýrlandi hefur mannfall verið hundraðfalt meira og enginn endir á fremur en í Líbíu, svo fátt eitt sé nefnt. Á tali hjá alþjóðalöggunni Vegna snarminnkandi trausts heima fyrir og kom- andi þingkosninga dugar forseta Bandaríkjanna ekki lengur að segjast mjög hugsandi yfir því sem er að gerast í Írak. Hann hraktist í að fyrirskipa loftárásir á hersveitir hins komandi íslamska ríkis svo að „Ka- lífinn“ þess næði ekki að murka lífið úr 40 þúsundum ofsóttra. Forsetinn hefur nýlega losað um milljarða dollara fyrir klerkana í Íran í skiptum fyrir áfram- haldandi setu þeirra á fundum um kjarnorkuvopna- smíð. Klerkarnir fara nú bara fetið í staðfastri áætlun sinni um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, eins og Pakistönum tókst fyrir fáeinum árum, öllum að óvör- um. Þetta eru fáein dæmi um þá farsælu friðartíma sem mannkynið býr við núna. Spennan sem er að byggjast upp á Kínahafi og nágrenni er ónefnd. Líka bálið í Úkraínu. Listinn er langur og vekur ugg. Nú fer verð á gulli og olíu hækkandi og fjármálamarkaðir titra, en taugaveiklun er helsta lyndiseinkunn þess fyrirbæris. Það eru ekki aðeins hin fjölskrúðugu stríð Best að koma sér út úr húsi án þess að koma sér út úr húsi * Forsetinn hefur nýlega losað ummilljarða dollara fyrir klerkanaí Íran í skiptum fyrir áframhaldandi setu þeirra á fundum um kjarn- orkuvopnasmíð. Klerkarnir fara nú bara fetið í staðfastri áætlun sinni um að koma sér upp kjarnorkuvopn- um, eins og Pakistönum tókst fyrir fáeinum árum, öllum að óvörum. Reykjavíkurbréf 08.08.14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.