Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Side 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 T víburabræðurnir Owen Rúnar og Aaron Freyr, átta ára, komu hlaupandi heim einn daginn, blað- skellandi. „Mamma, mamma, við vorum í strætó og það voru menn að tala um þig,“ sögðu þeir, móðir og más- andi. „Nú?“ sagði mamma þeirra, Claudie Asho- nie Wilson, undrandi. „Og hvað voru þeir að segja?“ „Þeir sögðu að þú talaðir frábæra íslensku,“ luku bræðurnir sundur einum munni. „Nú, jæja,“ svaraði mamman. „Og hvað finnst ykkur um það?“ „Við erum mjög stoltir!“ Já, Owen Rúnar og Aaron Freyr mega sannarlega vera stoltir af móður sinni. Ís- lenska er erfitt tungumál, sem býr að orð- gnótt og málfræðilegum frumskógi. Eigi að síður hefur Claudie náð ótrúlegu valdi á mál- inu. Það er varla hægt að heyra að hún sé hvorki fædd á Íslandi né eigi íslenska for- eldra, heldur hafi komið hingað átján ára gömul. Við sitjum saman á kaffihúsi í tæpar tvær klukkustundir og hana rekur aldrei í vörðurnar. Málfræðivillur má telja á fingrum annarrar handar. Claudie er fædd og uppalin á Jamaíka og vissi lítið sem ekkert um Ísland þegar hún fór, fyrir atbeina sameiginlegs vinar, að skrif- ast á við íslenskan mann árið 2001. Sá penna- vinskapur hafði staðið í nokkra mánuði þegar hann bauð henni í heimsókn til Íslands að upplifa jólin. Hún sló til. Eins og að ganga inn í frystiklefa Claudie hafði aldrei komið til Evrópu og fékk áfall þegar stigið var út úr flugvélinni á Heat- hrow-flugvelli í Lundúnum, þar sem var milli- lent. „Fara þurfti milli bygginga og ég hafði aldrei kynnst öðrum eins kulda. Mér leið eins og ég væri að ganga beint inn í frystiklefa,“ rifjar Claudie upp, og grettir sig við tilhugs- unina. Aðstæður voru mjög framandi og hún átti erfitt með andardrátt. Brá á það ráð að setja sokk fyrir vit sér. Það hjálpaði henni að ná aftur andanum. „Um mig fór hrollur. Þetta var Bretland. Hvernig yrði kuldinn eiginlega á Íslandi? Ég meina, landið heitir Ís-land!“ Hún brosir. Viðbrigðin voru á hinn bóginn ekki eins mikil þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Og vel var tekið á móti gestinum. „Ég var nokk- uð viss um að ég væri orðin ástfangin af þess- um pennavini mínum áður en ég kom. Fylgdi bara hjartanu hingað. Samt getur maður aldr- ei verið alveg viss fyrr en maður hittir við- komandi. Um leið og ég sá hann fann ég að tilfinningar mínar væru ósviknar.“ Jólahaldið gekk vel fyrir sig enda þótt ís- lensk jól séu talsvert frábrugðin því sem tíðk- ast á Jamaíka. Fyrir utan það hversu vel var tekið á móti henni minnist Claudie helst skötuveislunnar á Þorláksmessu. „Þrátt fyrir lyktina lét ég mig hafa að smakka skötuna og til að gera langa sögu stutta hélt ég henni ekki niðri,“ segir hún hlæjandi. Claudie gafst þó ekki upp og tveimur jólum síðar var hún komin á bragðið. „Í dag eru engin jól án skötu!“ Auðveld ákvörðun Ekki var aftur snúið. Þau ætluðu að vera saman. Eina spurningin var: Hvar? „Ég var bara átján ára, nýútskrifuð úr framhaldsskóla og framhaldið óljóst. Hann var ellefu árum eldri og með fasta vinnu hér á Íslandi. Við komumst því fljótt að þeirri niðurstöðu að best væri að hefja búskap heima hjá honum á Selfossi. Mér leist strax vel á það, hafði þann- ig lagað séð engu að tapa. Þetta var auðveld ákvörðun.“ Claudie varð um kyrrt á Íslandi á nýárinu. „Jólafríið“ stendur með öðrum orðum ennþá yfir. Spurð hvað foreldrum hennar hafi fund- ist um þá þróun mála hleypir Claudie brún- um. „Ég var að vona að þú spyrðir ekki um þetta,“ segir hún hlæjandi. „Þetta var ekki auðvelt. Mamma vissi að ég hafði verið að skrifast á við mann á Íslandi og væri að fara að hitta hann. Pabbi hélt á hinn bóginn að ég væri að fara til Evrópu að skoða háskóla. Hefði hann vitað sannleikann hefði hann aldrei leyft mér að fara. Pabbi er prest- ur og fastheldinn á venjur. Auðvitað var erfitt að skrökva að honum en hvað gerir maður ekki í nafni ástarinnar?“ Faðir hennar sætti sig þó fljótt við orðinn hlut enda var Claudie komin í sambúð með ábyggilegum manni, auk þess sem hún átti góða möguleika á að ganga menntaveginn á Íslandi. Hann á enn eftir að heimsækja Ísland en móðir Claudie hefur komið nokkrum sinnum. Er hér einmitt um þessar mundir. Sex og aftur sex Enda þótt prýðileg enskukunnátta sé útbreidd á Íslandi tók Claudie strax ákvörðun um að læra tungumálið. Það myndi gera aðlögun hennar auðveldari í alla staði. Liður í þeirri áætlun var að fara ekki úr húsi öðruvísi en vopnuð skrifblokk. Síðan hlýddi hún á sam- ræður fólks og punktaði hjá sér orðin sem hún heyrði. Eitt af fyrstu orðunum sem Claudie tók niður var „héddna“. Það kom ítrekað fyrir í öllum samtölum og hlaut fyrir vikið að hafa afar mikilvæga merkingu. Hún hrökk því í kút þegar sambýlismaður hennar tjáði henni að um málhækju væri að ræða. „Ja, héddna!“ Einhverju sinni fór hún með sambýlismann- inum að heimsækja vin hans og varð ekki um sel þegar orðið „sex“ kom aftur og aftur við sögu í samræðum þeirra. Óttaðist að sam- býlismaðurinn væri að tala fullfrjálslega um einkalíf þeirra. Reiddist svo þegar hann fór að hlæja spurður um samtalið. Létti svo auðvitað þegar hún komst að raun um að „sex“ er bara saklaus tölustafur í íslensku. Eftir hálfsárs dvöl fékk Claudie vinnu sem þerna á Hótel Selfossi og segir það hafa hjálpað sér í íslenskunáminu að fæstir vinnu- félaga hennar töluðu ensku. Þá voru tengda- foreldrar hennar ákveðnir í að tala bara ís- lensku við hana. „Það kom sér afar vel og gerði það að verkum að ég náði fljótlega valdi á málinu.“ Claudie undi hag sínum vel á Selfossi. Gekk að eiga sambýlismann sinn og í desember 2005 eignuðust þau tvíburadrengina. Þeir fæddust tíu vikum fyrir tímann og Claudie veiktist illa í kjölfarið. Var lengi að jafna sig en náði fullri heilsu. Ellenor fyrirmyndin Claudie hefur alltaf verið félagslynd og heima á Jamaíka var hún ekki bara formaður nem- endafélagsins í framhaldsskólanum sínum heldur líka formaður málfundafélagsins og ferðafélagsins. Hana hefur alltaf dreymt um að verða lögfræðingur og missti aldrei af The Practice í sjónvarpinu, lagadrama úr smiðju meistara Davids E. Kelleys. „Uppáhalds- karakterinn minn var Ellenor. Ég ætlaði að verða eins og hún,“ segir Claudie hlæjandi en Ellenor var eftirminnilega leikin af Camryn Manheim. Hún lét ekki nýtt tungumál aftra sér frá því að ganga menntaveginn og fór í Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Það var svo sumarið 2008 að Claudie sótti um í lagadeild Háskól- ans í Reykjavík. En var synjað. „Það voru mikil vonbrigði. Maðurinn minn gafst þó ekki upp og óskaði eftir skýringum. Þá skildist okkur að tungumálið væri fyr- irstaðan, námið væri of erfitt fyrir nemanda sem ekki hefði íslensku sem fyrsta tungumál. Þeir buðu okkur samt til fundar og ég fann strax að þeim kom á óvart hvað ég talaði góða íslensku. Niðurstaða fundarins var sú að ég aflaði meðmæla, meðal annars frá mennta- málaráðuneytinu, og þá yrði umsókn mín end- urmetin. Ég gerði það og komst inn. Það get- ur borgað sig að vera þrjóskur.“ Claudie segir suma hafa hleypt brúnum þegar hún hóf námið um haustið og fékk hún ýmsar undarlegar fyrirspurnir, eins og „er þetta áskorun“? „Eflaust hafa einhverjir hald- ið að ég dytti strax út en ég lét það ekkert á mig fá. Ég fann strax að skólinn stóð þétt við bakið á mér og sama máli gegndi um sam- nemendur mína. Þeir höfðu trú á mér og það styrkti mig.“ Veikindi og skilnaður Námið sóttist vel til að byrja með en árið 2010 veiktist Claudie illa, auk þess sem leiðir hennar og eiginmanns hennar skildu. Hún neyddist því til að gera hlé á náminu. „Þetta var ofboðslega erfitt, veikindi og skilnaður á sama tíma og ég víðsfjarri mínum nánustu. Það er við slíkar aðstæður sem maður finnur mest fyrir því að búa ekki í sama landi og fjölskylda sín. En ég komst í gegnum þetta og hóf námið að nýju.“ Eftir skilnaðinn, árið 2011, flutti Claudie á höfuðborgarsvæðið og býr nú í Garðabæ ásamt sonum sínum og kærasta. Verkefnin voru margvísleg í náminu, til að mynda tók Claudie þátt í alþjóðlegri málflutn- ingskeppni laganema í Bandaríkjunum á síð- asta ári. „Það var mjög skemmtileg reynsla.“ Claudie lauk BA-prófi í lögfræði frá Há- Fordómar búa í fáviskunni HEIMA Á JAMAÍKA ÓL CLAUDIE ASHONIE WILSON ALLTAF ÞANN DRAUM Í BRJÓSTI AÐ VERÐA LÖGFRÆÐINGUR. EFLAUST HEFUR HANA ÞÓ EKKI ÓRAÐ FYRIR ÞVÍ AÐ ÞAÐ YRÐI Á ÍSLANDI. ÖRLÖGIN HÖGUÐU ÞVÍ Á HINN BÓG- INN ÞANNIG AÐ HÚN FLUTTIST TIL ÍSLANDS ÁTJÁN ÁRA GÖMUL OG Í VOR LAUK HÚN LAGAPRÓFI FRÁ HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK. CLAUDIE LÍÐUR VEL Á ÍSLANDI EN HEFUR ÞÓ EKKI FARIÐ VARHLUTA AF FORDÓMUM, EINS OG AÐ VERA ÞJÓFKENND Í BÚÐ OG RUGLAÐ SAMAN VIÐ CATALINU NCOGO. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is *Ég veit auðvitað að mismununmun aldrei hverfa fyrir fullt og allt en það er allavega huggun að fólk geti leitað réttar síns fyrir dómstólum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.