Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Síða 46
Á bílastæðinu fyrir utan Roy Thomson-tónlistarhöllina í To- ronto er glaumur og gleði. And- rúmsloftið þetta júníkvöld minnir á gleðskap fyrir kapp- leik í amerískum fótbolta, en unga fólkið fyrir utan tónlistarhöllina er að hita upp fyrir tón- leika með Sinfóníuhljómsveit Toronto. Að tón- leikunum loknum heldur gleðskapurinn áfram í anddyri hússins þar sem blásarasveitin The Lemon Bucket Orkestra fer um í balkanskri sveiflu. Tónleikarnir eru þáttur í viðleitni sinfóníu- hljómsveitarinnar til að laða að ungt fólk. Þótt það sé gert með gleðskap eru tónleikarnir sjálfir ekkert léttmeti. Fyrst er frumflutn- ingur á nýju verki eftir bandaríska tónskáldið Mason Bates og síðan tekur við 5. sinfónía Sjostakovitsj. „Við erum með frábæra vöru,“ segir Andrew McCandless, trompetleikari í hljómsveitinni. „Við þurfum bara að finna nýj- ar leiðir til að koma henni á framfæri.“ Sinfóníuhljómsveitin leggur í tónleikaferð til Hollands, Austurríkis, Þýskalands, Finnlands og Íslands í ágúst. Hljómsveitin kemur fram í Hörpu 24. ágúst, daginn eftir menningarnótt. „Það ríkir mikil eftirvænting,“ segir Peter Oundjian, stjórnandi hljómsveitarinnar, þegar blaðamaður hittir hann á skrifstofu sinni. „Þetta er í fyrsta skipti síðan 2000 sem hljóm- sveitin hefur farið til Evrópu. Ég er nú að ljúka mínu tíunda ári sem stjórnandi. Við höf- um spilað nokkrum sinnum í Carnegie Hall í New York og víðar, en þetta er í fyrsta skipti, sem við förum út fyrir álfuna í langan tíma og það ríkir mikil spenna.“ Þegar Oundjian var ráðinn til hljómsveitar- innar stóð hún illa. Í frásögnum af ástandinu kemur fram að allt útlit hafi verið fyrir að hljómsveitin, sem var stofnuð 1922, yrði lögð niður. Miðasala hafði hrunið, hljómsveitin var eins og rekald og hljóðfæraleikarar farnir að yfirgefa hana. Var ástandið jafn slæmt og sagt er? „Ég kom fyrst 1997 sem gestastjórnandi, Jukka-Pekka Saraste var hér enn stjórnandi og allt var í fínu lagi,“ segir hann. „Ég kom aftur í janúar 2002 og staðan var svo ömurleg að þú getur varla ímyndað þér það. Andrúms- loftið á æfingu með hljómsveitinni var svo drungalegt, það var ekki bara að félagar í hljómsveitinni vildu ekki vera þarna, þeir vissu einfaldlega ekki hvort þeir hefðu vinnu næsta dag, svo óvíst var ástandið. Það vantaði framkvæmdastjóra, tónlistarstjóra, fjárhags- legan stuðning vantaði, stjórnin var annað- hvort hætt eða hafði misst alla trú á sveitina, hljómsveitin hafði tapað peningum smátt og smátt og svo var komið að hún var á leiðinni í þrot.“ Hendurnar á mér hættu að virka Oundjian hóf tónlistarferil sinn sem fiðluleik- ari og gat sér orð fyrir leik sinn með Tókíó- strengjakvartettinum á árunum 1981 til 1996. Álagssjúkdómur varð hins vegar til þess að hann varð að gefa fiðluleikinn upp á bátinn og fór að reyna fyrir sér sem stjórnandi. „Ég hafði spilað árum saman með Tókíó- strengjakvartettinum og þá hættu hendurnar á mér að virka,“ sagði hann. „Síðustu tvö ár ferilsins stóð ég á sviðinu og velti fyrir mér hvenær fingurnir á mér myndu einfaldlega renna af hálsi fiðlunnar og ég yrði mér til skammar. Þetta var ömurlegt, sérstaklega síð- asta misserið, sem ég spilaði. Við vorum enn að spila verk Beethovens, en það var mjög erfitt að spila vegna þess að ég hafði ekki stjórn á vinstri hendinni. Þessi sjúkdómur heitir focal dystopia og hefur hrjáð marga tónlistarmenn. Það virðist ekki vera nein lækning við þessu. En hvað um það, ég ákvað að slá til með mína bjartsýni, þetta yrði nýtt ferðalag.“ Oundjian lærði hljómsveitarstjórnun í tón- listarnámi sínu. Þegar hann var við nám í Ju- illiard-skólanum í New York hélt Herbert von Karajan, sem um langt skeið stjórnaði Berl- ínarfílharmóníunni, meistaranámskeið eða Master Class í hljómsveitarstjórn, sem Oundjian sat. „Gleymdu aldrei að þú hefur hendurnar viljir þú stjórna síðar meir,“ sagði Karajan þá við Oundjian og kannski hafa þau orð verið veganesti. „Ég elskaði að stjórna þegar ég var ungur og nú sagði ég við sjálfan mig að það væri næst á dagskrá að verða stjórnandi,“ segir hann. Verkefnið var ærið, en Oundjian segist hafa verið undir það búinn. „Ég hafði vitaskuld stjórnað áður, allt frá 1995, t.a.m. stjórnað hljómsveit í Amsterdam og verið gestastjórn- andi víða. Ég hafði reyndar aldrei verið tón- listarstjóri meiriháttar hljómsveitar áður, en ég held að ástæðan fyrir því að mér fannst þetta rétt hafi verið sú að ég fæddist hér, hafði mikla ástríðu fyrir borginni og mikil tengsl við hana. Öllum í kringum hljómsveit- ina þótti mikilvægt að fólk fengi aftur trú á hana. Bjartsýni var nauðsynleg og áhugi á fólki. Ég hef gaman af að umgangast fólk og hafi einhverjir áhuga á að styrkja listir hef ég áhuga á að verja tíma með þeim þannig að reynsla þeirra verði eins jákvæð og hugsast getur.“ Oundjian sagði að vissulega hefðu verið til stjórnendur með meiri reynslu en hann sem hægt hefði verið að ráða til hljómsveitarinnar. „Það er engin spurning, en það var ákveðið að fara í þessa átt,“ sagði hann. „Þetta hefur ver- ið langt ferðalag, en mjög skemmtilegt. Mikl- ar breytingar hafa átt sér stað. Á þessum tíma hafa rúmlega þrjátíu nýir hljóðfæraleik- arar komið til liðs við hljómsveitina.“ David Kent, pákuleikari og starfsmanna- stjóri hljómsveitarinnar („Í því hlutverki er ég bæði fanginn og fangavörðurinn,“ segir hann), bendir á að þetta sé eins og með skipanir for- seta Bandaríkjanna á hæstaréttardómurum: „Þriðjungur hljóðfæraleikaranna hefur verið ráðinn í tíð Peters þannig að hans áhrifa mun gæta hér löngu eftir að hann verður farinn.“ Tími einræðisherrans er liðinn Oundjian segir að afstaða manna í hljómsveit- inni hafi tekið stakkaskiptum. „Ég verð að viðurkenna að það tók mig nokkur ár að móta hljómsveitina,“ segir hann. „Nú eru hljóðfæra- leikararnir með sínu lagi og þeir móta mig sennilega jafn mikið og ég móta þá. Sam- vinnan er mikil og við erum komin með fjölda verka, sem við getum leikið án mikillar æfing- ar þegar mikið liggur við. Þetta er 21. öldin, tími einræðisherrans er liðinn.“ Oundjian hlær og bætir við að hann voni að sérlundaði hljómsveitarstjórinn, sem tekur reiðiköst og sleppir sér, sé þó ekki alveg lið- inn því að skemmtanagildi sé í slíku. „Ég veit þó ekki hversu lengi slíkur stjórnandi endist í pontu – hljómsveit gæti haft gott af að hafa slíkan stjórnanda um hríð, en svo er komið nóg eins og sést á því að þegar hljómsveitir skipta um stjórnanda tekur oft gjörólíkur stjórnandi við.“ Oundjian segir að það verði að vera skýr forusta, en um leið sé hann tilbúinn að hlusta á athugasemdir og hugmyndir. „Ég vil ekki láta drekkja mér í hugmyndum, en þetta er hæfileikaríkt fólk, ég er í skýjunum yfir því að það skyldi koma hingað og auðvitað vil ég leyfa því að njóta sín.“ Það er auðséð að í sinfóníuhljómsveit Toronto er samhentur hópur og í samtölum við tónlistarmenn í henni heyrist strax að fyr- ir þeim er hljóðfæraleikurinn ekki bara at- vinna heldur finnst þeim þeir eiga hlutdeild í hljómsveitinni. Þeim er mikið í mun að efla tengsl almennings við klassík og nútímatónlist og vilja ganga lengra með því að leika í kvart- ettum og kammersveitum og kenna. „Það er rétt, þau spila næstum öll í kammersveitum, kenna og leggja sitt af mörk- um til samfélagsins,“ segir hann. „Þau rækta einnig sambandið við þá, sem styrkja hljóm- sveitina. Tónlistarmenn okkar hafa meira að segja spilað á stjórnarfundum sinfóníunnar.“ Oundjian segir að ekki megi vanmeta slíkt framlag. Í stjórninni sitji um 30 manns og á stjórnarfundum sé þeim drekkt í skjölum með sölu- og aðsóknartölum. „Um daginn kom fyrsti víóluleikarinn okk- ar, Teng Li, á stjórnarfund og hún sagði okk- ur ótrúlega sögu sína,“ segir hann. „Hún er frá Kína og foreldrar hennar uxu úr grasi í menningarbyltingunni. Hún sagði frá því hvernig hennar kynslóð hefði verið ætlað að uppfylla óuppfyllta drauma foreldranna. Faðir hennar hefði farið með hana til Sjanghaí, sem tók sex tíma í lest. Það voru engin sæti þann- ig að hann setti hana upp á farangursgrindina og studdi við hana þar. Í Sjanghaí fór hún í tónlistartíma og síðan tók við ferðin til baka. Eftir að hafa sagt þessa sögu spilaði hún yndislegt, kínverskt lag fyrir stjórnina, sem heillaðist og allt í einu var ekkert mál að fara í gegnum skjalabunkann.“ Klassískur skemmtikraftur SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT TORONTO ER VÆNTANLEG TIL ÍSLANDS EFTIR TVÆR VIKUR OG LEIKUR Í HÖRPU. HLJÓMSVEITIN ER UNDIR STJÓRN PETERS OUNDJIANS, SEM TÓK VIÐ HENNI ÞEGAR ÚTLIT VAR FYRIR AÐ HÚN YRÐI LÖGÐ NIÐUR OG REIF HANA UPP. OUNDJIAN SEGIST EKKI HAFA VILJAÐ LÍTA Á SIG SEM SKEMMTIKRAFT, EN ÞÓ SÉ HANN ÞAÐ Í RAUN. Karl Blöndal kbl@mbl.is Peter Oundjian, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Toronto, á æfingu. Oundjian hefur sett sitt mark á hljómsveitina og mun halda á tónsprotanum á tónleikum hennar í Hörpu 24. ágúst. Ljósmynd/Sian Richards Fyrir síðkvöldstónleika Sinfóníuhljómsveitar Toronto safnaðist fólk saman á bílastæðinu fyrir utan tónlistarhús hennar líkt og fyrir kappleik í amerískum fótbolta. Markmiðið er að laða að ungt fólk. Ljósmynd/Dale Wilcox Menning 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.