Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 Í tengslum við Hólahátíð les Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur á laugardag alla bók sína „Heimanfylgju“, skáldsögu um upp- vöxt sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar byggða á heimildum um ættfólk hans og sam- tíð á söguslóðum. Lesturinn hefst í gömlu torfkirkjunni í Gröf á Höfðaströnd klukkan 14-18, en flyst síðan til Hóla í Hjaltadal. Þar mun höfundur lesa í Auðunarstofu næstu fimm síðdegi og kvöld fram að Hólahátíð. Í ár er þess minnst víða um land að 400 ár eru liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. Hallgrímur, bernska hans og æskuár í Skagafirði verða af því tilefni eitt meginþema Hólahátíðar í ár. Aðgangur er ókeypis. HALLGRÍMUR Á HEIMASLÓÐUM HEIMANFYLGJA Steinunn Jóhannesdóttir við torfkirkjuna í Gröf. Þar fæddist Hallgrímur Pétursson. Úkraínski listamaðurinn Serhiy Savchenko. Hvítrússinn Alexandr Zabavchik sýnir einnig. Myndlistarmennirnir Serhiy Savchenko frá Úkraínu og Alexandr Zabavchik frá Hvíta- Rússlandi opna sýningar á verkum sínum í Anarkíu listsal, Hamraborg 3 í Kópavogi, á laugardag klukkan 15. Sýning Savchenko ber titilinn „Hið eró- tíska í fígúru og landslagi“. Hann vinnur jöfn- um höndum með fígúratíft málverk og lands- lag. Verkin einkenna hröð pensilskrift og tilraunakennd efnistök. Sýning Zabavchik er af talsvert öðrum toga, yfir verkum hans er stóísk ró en hann vísar í pragmatíska nálgun Kaizimir Malewich í listinni í verkum sínum. Báðir eru þeir listamennirnir vel þekktir í heimalöndum sínum og hafa sýnt víða. SÝNING Í ANARKÍU ÚR AUSTRI Lofsamlega er fjallað um verk Sigríðar Soffíu Níels- dóttur, „Eldar - dansverk fyrir 3 tonn af flugeldum“, í löngu viðtali í helsta danstímariti Svíþjóðar „Danstidningen“. Í greininni er fjallað sér- staklega um frumleg tök höfundar á dansmiðlinum og sögulega tengingu flug- elda og dans. Karen María Jónsdóttir er höf- undur greinarinnar. Sigríður Soffía vinnur nú að nýju fluelda- dansverki sem verður flutt um leið og flug- eldasýningin á Menningarnótt í ár. Hún segir þetta dansverk fyrir þrjú tonn af flugeldum hafa vakið athygli hér sem erlendis og hafi danshátíðir, til að mynda í Frakklandi og í Bandaríkjunum, falast eftir því, en þegar á reyni hafi hátíðirnar ekki ráð á svo viðamikilli sýningu. DANSVERK SIGRÍÐAR SOFFÍU FRUMLEG TÖK Sigríður Soffía Níelsdóttir Menning E ina óperutónskáldið sem hefur náð því að byggja sitt eigið óperuhús er þýska tónskáldið Richard Wag- ner (1813-83). Hann valdi litla fallega þorpið Bayreuth í Bæjara- landi fyrir óperuhúsið sitt og þeir sem hafa kynnst óperum Wagners í þessu hátíðahúsi hans eru sannfærðir um að ekki sé neins stað- ar í heiminum til betri hljómburður fyrir tón- list. Það byggir á því að húsið er úr timbri með mislöngum veggjum á hliðunum sem brjóta upp hljóðin; síðan er hljómsveitin undir sviðinu, kúptur skjaldveggur fyrir neðan og framan við sviðið sem varpar hljóðinu upp á svið til söngvaranna sem syngja fram í salinn og hvert einasta smáhljóð nýtur sín til fulls. Hringurinn og Wagner Eins og Árni Björnssona hefur sýnt fram á í bók sinni Wagner og Völsungar (2000) sótti Wagner efni sitt í hinn 17 tíma langa Hring að mestu leyti í verk sem varðveitt voru á Ís- landi. Wagner var vandaður fræðimaður, átti Íslensk-enska orðabók til að hann skildi betur þær rætur sem hann var að sækja í. Og hvers vegna valdi hann norræna goðafræði sem grunn að verkinu? Vegna þess að fyrirmyndir hans við textagerðina voru Grikkirnir sem sömdu sín sígildu verk fyrir meira en 2000 ár- um og byggðu þau á grískum goðsögum. Á 200 ára afmæli Wagners var settur af stað nýr Hringur og fenginn til að setja hann á svið umdeildur, vinstrisinnaður og róttækur fram- úrstefnuleikstjóri, Frank Castorf (f. 1951). Að vísu var hann ekki fyrsta val; danska kvik- myndaleikstjóranum Lars von Trier hafði eitt sinn verið boðið að setja verkið á svið en þeg- ar stjórnendur í Bayreuth sáu hverjar hug- myndir hans voru fékk hann ekki að koma að verkinu. Gaman hefði verið ef hinn stólpagáf- aði þýski kvikmyndaleikstjóri Wim Wenders hefði þegið að setja verkið á svið, en hann af- þakkaði í fyrra. Rínargullið Hringurinn samanstendur af þremur óperum (eða músíkdrömum, eins og Wagner kallaði verk sín á tímabili) í fullri lengd og forkvöldi sem er styttra verk og heitir Rínargull. Þar er hinn norræni guð Óðinn í aðalhlutverki, en í sýningu Castorfs er þessi Óðinn og hans guða- vinir staddir á aðalbrautinni í Bandaríkjunum á 20. öld: Route 66. Slíkar tilfæringar eru ekki öllum að skapi, einna helst eru það þeir sem hafa gaman af slíkri framúrstefnu sem eru orðnir leiðir á öllu sem gæti hugsanlega kallast gamaldags. Ca- storf gerir síðan eins mikið af því og hann get- ur að draga athyglina frá Wagner, en beina henni sem mest að sjálfum sér og sínum hug- myndum, meðal annars með kvikmyndum sem tengjast byltingasögum 20. aldar og persónu sem segir aldrei orð og syngur ekki neitt. Hvað Wagner hefði sagt við slíku skal ósagt látið, en sumir hafa gaman af svona afkáraskap. Valkyrjan Eitt af vinsælustu verkum Wagners er ástar- dramað mikla um Valkyrjuna Brynhildi og tengdaforeldra hennar, sem verða ástfangin upp fyrir haus þó þau séu systkini. Castorf lætur svo lítið, eins og ýmsir leikstjórar sem fylgja sjálfsréttlætingarstefnu hans, að leyfa Wagner að komast talsvert mikið að í þessum hluta verksins, og draga róttæknishugmyndir sínar á sviðsetningu yfir í bakgrunninn. Þar af leiðir að besti hluti þessa Hrings, sem kemur til með að verða á sviðinu í ágústmánuðum í Bayreuth næstu þrjú árin, er Valkyrjan. Að sjálfsögðu þurfti Castorf að skrifa undir samn- ing um að hann mætti ekki breyta einni ein- ustu nótu í tónlist Wagners. Ef Lars von Trier hefði haft vit á að búa til slíkan samning hefði Björk ekki þurft að eyðileggja fyrir honum rándýra kvikmyndavél, þegar þau bjuggu til kvikmyndina Dancer in the Dark (2000). Lars von Trier bætir sér upp útlegðina frá Bay- reuth með því að nota tónlist Wagners í nýj- ustu myndum sínum, ekki síst úr ástar- óperunni Tristan og Ísold. UPPFÆRSLA HINS RÓTTÆKA LEIKSTJÓRA FRANKS CASTORF Á HRINGNUM Í BAYREUTH HEFUR VAKIÐ MISJÖFN VIÐBRÖGÐ ÁHORFENDA. HÉR ER FJALLAÐ UM KOSTI EN EKKI SÍST GALLA UPPFÆRSLU LEIKSTJÓRANS. Árni Blandon arnibl@gmail.com Nornirnar í Ragnarökum Wagners, Claudia Mahnke, Christiane Kohl og Okka von der Damerau, í hlutverkum sínum í borgarumhverfi á sviðinu. WAGNER-HÁTÍÐIN STENDUR YFIR Í BAYREUTH Í ÞÝSKALANDI Wagner og Bayreuth

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.