Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 BÓK VIKUNNAR Ekki eru margar þýddar glæpasögur á markaði nú um stundir en ein þeirra er Piparkökuhúsið eftir Carin Gerhardsen sem er fremur góð afþreying. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is M amma segir er fyrsta skáldsaga dönsku skáld- konunnar Stine Pilgaard. Aðalpersóna bókarinnar er ung kona sem flytur heim á prestsetrið þegar kærastan segir henni upp. Hún reynir af fremsta megni að hlusta á fólkið sitt og átta sig á eðli ást- arinnar. „Ég er hugfangin af alls kyns sam- skiptum og því hvernig fólk talar saman,“ segir Pilgaard. „Aðaláherslan í bókinni er á samtölin, sem ég samdi reyndar flest áður en hinn eiginlegi söguþráður varð til. Skáldsagan mín er því eins konar rannsókn á tungumálinu. Tungumálið er mjög áhuga- vert og við teljum að með því að nota það séum við að nálgast aðra, en mín reynsla er að stundum vinni tungumálið gegn þess- ari nánd, sérstaklega þegar um er að ræða fjölskyldumeðlimi eða manneskjur sem þekkja mann mjög vel. Þetta fólk heldur að það þekki mann svo vel að það er alveg sama hvað maður segir, þau þykjast vita hvað þér finnst og um leið skiptir tungu- málið engu. Ég trúi á tungumálið en um leið er ég tortryggin á það.“ Í bókinni er fjallað um ástarsamband milli kvenna. Af hverju kaustu að skrifa um konur og ást? „Það má segja að bókin byggi á eigin reynslu. Ástkona mín fór frá mér og ég varð mjög döpur. Mig langaði til að finna merkingu í því sem gerðist og skrifa um brostið hjarta. Maður heldur að maður geti talað um vandamálin en stundum þegar maður gerir það fer maður bara í enda- lausa hringi. Þegar ég var ung lesbísk stúlka langaði mig til að lesa bækur um lesbíur en þegar ég fann slíkar bækur snerust þær nær ein- göngu um endalaus vandamál og flækjur. Mig langaði til að skrifa bók um ást og lesbíur þar sem ást og minningar væru í forgrunni. Um leið vildi ég skrifa bók þar sem það væri ekkert aðalatriði að ástin væri á milli stúlkna.“ Mamma segir er skemmtileg bók og þægileg aflestrar og verður síst lýst sem þunglamalegri. Það vinnur einnig með bók- inni að Pilgaard hefur skemmtilegan húm- or. „Mín persónulega sýn á heiminn er þannig að ég sé oft skoplegu hliðarnar. Ég vildi ekki að bók mín væri þunglamaleg en vildi líka að hún væri ekki án alvöru,“ seg- ir Pilgaard. „Stundum er húmor aðferð til að segja mikilvæga og alvarlega hluti án þess að vera leiðinlegur. Sáraukafyllstu kaflarnir í bókinni snúast um fólk sem þrá- ir góð samskitpi, foreldrarnir vilja tala við dóttur sína og hún vill segja þeim ýmislegt en þau finna ekki sameiginlegan flöt. Það getur verið fyndið hversu mjög þau reyna án árangurs en um leið er það sársauka- fullt.“ Ný skáldsaga eftir Pilgaard kemur út í Danmörku á næsta ári og fjallar um fólk sem býr í sama húsi og þar vill svo til að Íslendingasögur koma nokkuð við sögu. „Ég er mjög hrifin af Íslendingasögunum,“ segir Pilgaard, „og ein persóna bókarinnar er háskólakennari sem rannsakar Íslend- ingasögur og í hvert sinn sem þessi per- sóna birtist talar hún um Íslendingasögur.“ – Hljómar eins og hér sé á ferð forvitnileg skáldsaga fyrir Íslendinga sem þyrfti að þýða. NÝ BÓK FRÁ PILGAARD ER Á LEIÐINNI OG ÞAR KOMA ÍSLENDINGASÖGUR NOKKUÐ VIÐ SÖGU Í leit að merkingu „Stundum er húmor aðferð til að segja mikilvæga og alvarlega hluti án þess að vera leiðinlegur,“ segir danska skáldkonan Stine Pilgaard, höfundur skáldsögunnar Mamma segir. DANSKA SKÁLDKONAN STINE PILGAARD SKRIFAÐI FYRSTU SKÁLD- SÖGU SÍNA EFTIR AÐ ÁSTKONA HENNAR YFIRGAF HANA. Í BÓKINNI FJALLAR HÚN UM ÁSTINA, SAMSKIPTI OG TUNGUMÁLIÐ. Sumar bækur fylgja manni alla tíð, dýpka mann þegar best lætur á með- an aðrar eru einfaldlega bara góð afþreying eða þá ekki. Ég held mest upp á góðar íslenskar skáldsögur. Kornungur las ég fyrstu bók Hall- dórs Laxness, Barn náttúrunnar, sem hafði mikil áhrif á mig, ekki síst vegna þess hve ungur Halldór var þegar hann skrifaði hana. Nóbelskáldið á alltaf vissan sess hjá mér eins og svo mörgum öðrum. Verk sem fjalla um liðinn tíma heilla mig gjarnan og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sagnfræði, sem ég sæki eflaust til föðurættarinnar (Bergsættin). Ritröð Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og Helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, fannst mér hreint frábær lesning og magnþrunginn skáld- skapur með vísan í líf fólks einungis tveimur eða þremur ættliðum aftur í tíma. Einnig hreif mig djúpt Svar við bréfi Helgu, eftir Bergsvein Birgisson sem er með betri skáldsögum síðari ára. Bækur Einars Kárasonar Ofsi, Óvinafagnaður og Skáld um Sturlungaöldina ættu að vera skyldulesning. Fyrir skömmu lauk ég við einstaka bók eftir Einar Má Guðmundsson, Fótspor á himnum, sem ég einhvern veginn missti af á sínum tíma þar sem ég bjó þá erlendis. Ævisögur eru í miklum metum hjá mér og hjálpa til að tengja við og skilja bæði liðna tíma sem og nútímann fyrir utan að kynnast viðkom- andi persónu. Ein bók stendur þar upp úr fyrir mér, en það er bók Guðjóns Friðrikssonar um Einar Benediktsson. Lífshlaup hans er auðvitað heillandi viðfangsefni, en Guðjón fer með mann þar í stór- brotið lífshlaup skáldsins. Fyrir utan þetta má líka nefna góða afþreyingu með Jo Nesbø sem er meistari á sínu sviði með lögreglumanninn og sögupersónuna Harry Hole og síðan Lee Child þegar maður vill ekki hugsa of mikið og láta ofurhetjuna Jack Reacher leysa málin örugglega. Í UPPÁHALDI GUÐNI BERGSSON LÖGFRÆÐINGUR Verk sem fjalla um liðinn tíma heilla Guðna Bergsson mjög og hann hefur einnig alltaf haft gríðarlega mikinn áhuga á sagnfræði. Morgunblaðið/Kristinn Einar Kárason BÓKSALA 1.-31. JÚLI. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Bragð af ástDorothy Koomson 2 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 3 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 4 Amma biður að heilsaFredrik Backman 5 Anna og Elsa eignast nýjan vinWalt Disney 6 Umhverfis Ísland í 30 tilraunumÆvar Þór Benediktsson 7 Frosinn - ÞrautabókWalt Disney 8 Fyrstu 100 tölurnar, litirnir ogformin 9 Eða deyja ellaLee Child 10 Vegahandbókin: ferðahandbókinþín Ýmsir Kiljur 1 Bragð af ástDorothy Koomson 2 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 3 Amma biður að heilsaFredrik Backman 4 Eða deyja ellaLee Child 5 Marco-áhrifinJussi Adler-Olsen 6 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 7 ParadísarfórnKristina Olsson 8 SandmaðurinnLars Kepler 9 20 tilefni til dagdrykkjuÞorbjörg Alda Marinósdóttir 10 Þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.