Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Side 56
SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2014 Gísli Marteinn Baldursson hefur í nógu að snú- ast þessa dagana. Auk þess að vera umsjón- armaður nýrrar þáttaraðar sem fara mun í loftið á RÚV í vetur, er hann einn af nokkrum sem um þessar mundir vinna að opnun nýs kaffihús í Vesturbænum. „Þáttaröðin heitir „Þú ert hér“ en heitið vísar til punktsins á landakorti sem sýnir hvar maður er þegar maður skoðar kort- ið,“ segir Gísli. „Þættirnir verða sex og í hverj- um þætti segir einn Íslendingur frá stað sem breytt hefur lífi hans. Það er áhugavert að kanna hvernig staðurinn og maðurinn spila sam- an.“ Kaffihúsið sem er í bígerð, segir Gísli vera „lítið hverfiskaffihús“ en það verður til húsa á horni Melhaga og Hofsvallagötu. „Við erum allir Vesturbæingar sem stöndum að kaffihúsinu. Okkur hefur lengi fundist vanta kaffihús í Vest- urbæinn og ákváðum að gera þetta bara sjálfir,“ segir Gísli og bætir því við að þeir félagarnir líti á Kaffihús Vesturbæjar, en svo mun kaffihúsið heita, sem samfélagsverkefni. „Það er tími til kominn að færa þjónustuna aftur inn í hverfin. Við stefnum á að opna í kringum næstu mán- aðamót og vonum að kaffihúsið verði miðstöð fyrir alla þá góðu hluti sem gerast í hverfum. Hér geta foreldrafélög fundað og hver veit nema rithöfundar hverfisins eigi eftir að skrifa hér góðar bækur,“ segir Gísli kíminn. Þess má geta að Gísli Marteinn missir að öll- um líkindum af opnun Kaffihúss Vesturbæjar, því hann flytur ásamt fjölskyldu sinni til Boston í haust og hefur þar nám við Harvard háskóla. NÝTT KAFFIHÚS OG NÝ ÞÁTTARÖÐ Í LOFTIÐ Samspil staðar og manns Morgunblaðið/Kristinn Í nýrri þáttaröð fær Gísli Marteinn fólk til að segja sér frá áhrifa- stöðum í lífi þess. ÁGÚST ER ANNASAMUR HJÁ GÍSLA MARTEINI BALDURSSYNI, SEM OPNAR BRÁÐLEGA NÝTT KAFFIHÚS OG STÝRIR ÞÁTTARÖÐINNI „ÞÚ ERT HÉR“ SEM SÝND VERÐUR Í VETUR. Ástin knúði dyra í dýragarði á Krímskaga í Rússlandi á dög- unum. Parið verður að teljast fremur óvenjulegt – hún er sebra- dýr, hann er asni. Afkvæmi þeirra kom í heiminn fyrir skömmu en það hefur hlotið nafnið „Tele- graph“, eða Símskeyti, eftir sam- nefndu rússnesku dagblaði. Sím- skeyti braggast vel og vekur mikla athygli dýragarðsgesta en hann hefur þverröndótta fætur að hætti sebradýra en er brúnn á búkinn eins og asni. Krossæxlun tegunda er yfirleitt litin hornauga og hefur talskona dýragarðsins í Moskvu sagt mark- aðssetningu sem þessa vera „óréttlætanlega“. Talsmenn dýra- garðsins sem hýsir Símskeyti segja hann hins vegar hafa komið í heiminn fyrir slysni. Móðirin hafi verið einmana um langa hríð og verið færð í girðingu með fleiri hófdýrum eftir ráðleggingu frá dýragarðsfræðingi. Þar kynntist hún asnanum og var ekki einmana mikið lengur. Þess má til gamans geta að dýr sem eru svo skringi- lega ættuð að eiga sebradýr og asna sem foreldra, nefnast á ensku „zebroid“ eða „zonkey“ og eru víst ekki jafnóalgeng og halda mætti. FURÐUR VERALDAR Faðirinn er asni Símskeyti fæddist í síðustu viku og leikur sér gjarnan við móður sína, sem er sebradýr. Faðirinn, sem er asni, skiptir sér minna af uppeldinu. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Michael Douglas leikari.Gunnar Eyjólfsson leikari.Martin Sheen leikari. bbbbb bbbbb THE T EL EGR APH „Alice Munro ... skrifar smásögur sem hafa umfang og dýpt skáldsagna: Heilu lífshlaupi er þjappað saman á fáeinar blaðsíður ...“ T HE NEW YORK T IME S S I L J A AÐA L S T E INSDÓT T I R ÞÝDD I www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu BÓKMENNTAVERÐLAUN NÓBELS 2013

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.