Morgunblaðið - 14.06.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.06.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Er oft óveður á Íslandi? Hvers vegna verður veður vont? Hvernig er óveður skilgreint? Þessum spurningum og ýmsum fleirum svaraði Guðrún Nína Petersen, veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands, í erindi sem hún hélt á sumarþingi Veðurfræðifélagsins í gær undir yfirskriftinni Óvenjuleg óveður. Erindið byggði hún á tölfræði- legri greiningu sinni á veðurhæð á Íslandi sem hún hefur unnið að undanfarin ár. Hún skoðaði dreif- ingu svokallaðrar öfgaveðurhæðar, þar sem veðurhæð er óvenju mikil, en það getur valdið aðstæðum sem geta leitt til skemmda á mann- virkjum og jafnvel valdið slysum. „Það er óhætt að fullyrða að Ís- land sé vindasamt land. Vindafarinu hér er í stórum dráttum stýrt af veðrakerfum sem koma upp að landinu og fara jafnvel yfir það. Landslagið og fjarlægð frá sjó og fjöllum hefur mikið að segja. Ég hef skoðað mælingar frá sjálfvirkum veðurstöðvum og út frá því búið til líkön fyrir öfgafulla veðurhæð.“ Mestar öfgar við Jökulheima Hún segir að vindhraði aukist með hæð yfir sjávarmáli, vindur sé meiri á hálendi en á láglendi og sömuleiðis meiri við strendur en inn til lands. Guðrún Nína segir Strandirnar þann stað á landinu þar sem einna mesti vindhraðinn hafi mælst, en sá staður sem sýni helstu öfgarnar í meðalvindhraða séu Jökulheimar við jaðar Vatna- jökuls. „Þar er mjög bert, en stað- urinn er nálægt Vatnajökli þar sem enn minna skjól er. Vindurinn kem- ur af fjöllum og streymir óhindrað um.“ „Það veður sem við eigum sjald- an von á, en þurfum engu að síður að vera undirbúin fyrir,“ svarar hún, spurð um hvað veðurhæð þurfi að hafa til að bera til að teljast til öfga. „Það er staðbundið og mjög menningartengt í hvaða tilvikum er talað um öfgar. Á þeim stöðum, þar sem fólk er vant miklum vindi, þarf hann að vera talsvert mikill til þess að hann sé talinn óveður. T.d. finnst Íslendingum oft ekki mikið koma til óveðurs í Evrópu og kalla það gjarnan smá-rok.“ Öflun og greining gagnanna gerir Guðrúnu Nínu kleift að leggja mat á þekkt illviðri sem hafa dunið yfir á þeim tíma sem gögnin ná yfir og hversu mikið frávik þau séu í raun og veru. „Það kemur í ljós að sú veðurhæð sem mælist í þessum þekktum illviðrum er í rauninni ekkert svo óvenjuleg. Almennt er mikill vindur á Íslandi og það gerist ekki oft að veðurhæðin verði sjald- gæf.“ Árstími skiptir máli Fyrir hvað verða þá þessi illviðri þekkt? „Það er oft vegna skemmda og getur líka verið vegna þess hversu lengi veðrið stendur yfir. Svo skiptir líka miklu máli í þessu sambandi hvenær ársins veðrið er; við erum betur undirbúin fyrir ill- viðri í desember en í september. Þannig að þetta er samfélagstengt og margt sem spilar inn í þegar fólk metur hversu vont veður sé.“ Fyrir áhugasama má geta þess að Veðurfræðifélagið heldur þing þrisvar á ári: þorra-, sumar- og haustþing. Þau eru ekki bara fyrir veðurfræðinga, heldur op- in öllum sem áhuga hafa á veðurfari. Óveður er menningarbundið  Veðurfræðingur skoðaði þekkt illviðri  Öfgaveðurhæð er ekki algeng á Íslandi  Illviðri verða fremur þekkt vegna tjóns sem þau valda en vegna vindhæðar  Margt spilar inn í við mat á veðri Morgunblaðið/RAX Óveður Afar misjafnt er hvort veður er skilgreint sem óveður. Veður getur sér gjarnan „frægðarorð“ vegna þeirra skemmda sem af því hljótast, síður vegna vindhæðar. Óhætt er þó að fullyrða að Ísland sé vindasamt land. Tilgangur rannsóknarinnar er að öðlast meiri þekkingu á vindafari á Íslandi og að sögn Guðrúnar Nínu hefur íslenskt veðurfar ekki verið rannsakað áður á þennan hátt. „Við höfum töluvert góða þekkingu á meðalvindinum, en okkur hefur vantað tölulegar upplýsingar um illviðri,“ segir hún. Rannsóknin er hluti af verk- efninu Ísvindar, sem er systur- verkefni norræns verkefnis sem heitir Icewind. Þar er sjónum beint að vindorku á köldum svæðum og þátttakendur í því eru stofnanir og fyrirtæki á öll- um Norðurlöndunum. Íslensku þátttakendurnir eru Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Lands- virkjun og Landsnet. Meðal þess sem felst í verk- efninu er að kortleggja vindauð- lindina á Íslandi og nærliggjandi hafsvæðum og búa til n.k. vind- atlas fyrir Ísland. Þannig verður hægt að kanna út frá vindafari hvaða svæði henti til vindorku- framleiðslu. Þá er unnið að ís- ingarspám, sem í fram- tíðinni verða hluti af orkuspám, en ísing af völdum skýja, hríms og sjávarlöðurs getur dregið mjög úr orku- framleiðslu vind- myllna. Skoða vind- auðlindir SAMNORRÆNT VERKEFNI Guðrún Nína Petersen „Við gengum í hverja einustu götu í sókninni og létum einnig lista liggja frammi í fyrirtækjum,“ segir Jóna Ósk Pétursdóttir, einn aðstandenda undirskriftasöfnunar sem fram hef- ur farið undanfarna daga í Selja- prestakalli þar sem farið er fram á prestskosningar. Til þess þurfti 1.500-1.600 undirskriftir, en alls söfnuðust 2.100. Þeim var skilað á Biskupsstofu í gærmorgun. Forsaga málsins er að 14 sóttu um embætti sóknarprests í prestakall- inu og mælti valnefnd með því að Ólafur Jóhann Borgþórsson, sem starfað hefur sem prestur við kirkj- una frá árinu 2007, fengi embættið. Biskup taldi sig ekki geta fallist á þá tilllögu því með því væri verið að brjóta jafnréttislög. Embættið var því auglýst að nýju og umsóknar- frestur rennur út 1. júlí. Fljótlega eftir það ætti að liggja fyrir hvenær verður kosið og á milli hverra. Morgunblaðið/Þórður Afhending Jóna Ósk Pétursdóttir og Daði Stefán Guðmundsson færðu Ragnhildi Bragadóttur, skjalaverði á Biskups- stofu, undirskriftirnar. Safna þurfti undirskriftum þriðjungs kosningabærra sóknarbarna og tókst það og gott betur. Vilja prestskosningar  Sóknarbörn í Seljaprestakalli söfnuðu 2.100 undirskriftum Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Leit að konu í Fljótshlíð sem hefur staðið yfir frá því á þriðjudagskvöld heldur áfram af fullum krafti um helgina. Nokkuð fjölgaði í leitar- flokkum í gærkvöldi eftir að fólk losnaði úr vinnu en nú er það að- allega björgunarsveitarfólk sem tekur þátt í leitinni. Í dag bætast við björgunarsveitarmenn úr Skagafirði sem hafa þjálfað sig í notkun hesta við leit og björgun. „Það eru ansi margar vinnu- stundir að baki hjá sjálfboðaliðum. Fólk er alveg ótrúlega duglegt og við erum þakklátir fyrir þessa fórn- fýsi,“ segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli sem hefur stýrt leitinni. Leitarsvæðið er áfram að mestu hið sama og verið hefur undanfarna daga, í námunda við Bleiksárgljúfur og á vatnasvæði Markarfljóts. Björgunarsveitarmennirnir á hestunum munu þó geta þrætt nýja slóða. Enn hafa engar frekari vísbend- ingar borist síðan föt kvennanna fundust á bakkanum við hyl í Bleiksá og í kjölfarið að lík Pino Beccerra, 42 ára konu frá Kanarí- eyjum, fannst. Hún flutti nýverið til Íslands. Leitað er íslenskrar konu sem dvaldi með Beccera í sumarbústað í Fljótshlíð, en talið er að þær hafi farið í göngutúr og líklega baðað sig í ánni. Síðast spurðist til þeirra á laugardag. una@mbl.is Hestar bætast við leitina í Fljótshlíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.