Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is „Vegna stöðugt minnkandi fram- lags ríkisins til kirkjugarða frá árinu 2009 þá hefur orðið umtals- verð fækkun á sumarstarfsfólki á hverju ári hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og fækkun starfsfólks frá því í fyrra er 16%. Minnkandi tekjur valda því einnig að ekki hef- ur verið hægt að endurnýja vélar og tæki eins og þörf hefur verið fyrir. Bilanir hafa verið tíðari sök- um aldurs véla og tækja og veldur það töfum í umhirðunni. Almennt séð er umhirða minni í görðunum vegna of lágs framlags til starfsem- innar,“ segir Þorgeir Adamsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Grassprettan hefur verið mikil og hefur það hefur haft áhrif. „Óneitanlega finnum við sem vinnum hjá kirkjugörðunum fyrir þessu og það er óhjákvæmilegt að ástandið sjáist og aðstandendur verði þess varir. Það má geta þess að grasspretta hefur verið mjög góð á liðnu vori sem hefur verið bæði rakt og hlýtt. Góð grasspretta hefur líka tefjandi áhrif á vinnu okkar,“ segir Þorgeir að lokum. Grasið óx hraðar og fyrr „Slátturinn hófst um leið og við fengum sumarstarfsmenn í vinnu, en þeir eru í skóla og því gat slátt- urinn ekki hafist fyrr,“ segir Guð- jóna Björk Sigurðardóttir, skrif- stofustjóri hjá skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Aðspurð hvort vissum svæðum í Reykjavík sé forgangsraðað fram yfir önnur svarar Guðjóna neitandi. „Alls ekki. Markmiðið er að reyna að komast inn í öll hverfi sem fyrst og ekkert frekar í einn hluta en annan. Eins og staðan er í dag þá erum við að vinna í öllum hverfum borgarinnar. Markmiðið er að reyna að klára fyrstu umferð af slætti fyrir 17. júní, sem hefur aldrei verið gert áður,“ segir Guð- jóna. Spretta og fjárskortur hafa áhrif  Kirkjugörðum er ekki nógu vel við haldið  Minni framlög til kirkjugarða en áður frá ríkinu  Vélar ekki endurnýjaðar og færra starfsfólk  Reynt að slá borgarlandið fyrir 17. júní Morgunblaðið/Þórður Illa hirt Ekki hefur verið nægilega vel hirt um leiðin í kirkjugörðum Reykja- víkurprófastsdæmis. Framlög frá ríkinu hafa verið minnkuð síðastliðin ár. Morgunblaðið/Þórður Umhirða Sumarstarfsmenn Gufuneskirkjugarðs leggja sig fram við að hirða um svæðið. Vegna hlýinda hefur grasvöxtur verið mikill miðað við fyrri ár. Morgunblaðið/Eggert Sláttur Markmið borgaryfirvalda er að ljúka fyrsta slætti fyrir 17. júní, en það hefur aldrei tekist áður. Sláttur hófst viku fyrr en venjulega. „Almennt séð hefur orðið veruleg aukning á frjókornaofnæmi í Vest- urlöndum. Búast má við því að hið sama eigi við um Ísland. Á Íslandi hefur verið hlýindaskeið frá alda- mótum, þannig við fáum meiri gróð- ur og í lengri tíma, sem þýðir að við fáum lengra frjókornatímabil,“ segir Michael Valur Clausen, barna- og of- næmislæknir. Aðspurður hvort fjöldi frjókorna aukist ef sjaldan er slegið í borginni svarar Michael játandi. „Grasið blómstrar ekki jafnmikið ef það er slegið reglulega,“ en Michael telur að leiða megi líkur að því að verra sé fyrir frjókornaofnæmissjúklinga ef grasið fær að vaxa lengi því frjó- kornamagn eykst. Mörg úrræði til fyrir sjúklinga Michael segir erfitt að forðast frjókorn en úrræði eru til staðar. „Frjókorn eru alls staðar. Frjóin eru í loftinu og því er afar erfitt að forð- ast þau. Mjög margir sem hafa væg og meðalslæm einkenni notast ein- ungis við ofnæmistöflur. Hægt er að fá ýmis slík lyf án lyfseðils. Ef slæm frjókornaofnæmiseinkenni eru til staðar þá er t.a.m. hægt að fá augn- dropa og nefsteraúða,“ segir Mich- ael. Mælingar Náttúrufræðistofnun- ar Íslands á frjókornamagni í maí voru mun hærri en síðustu ár. Á Ak- ureyri mældust 1252 frjó á rúm- metra en meðaltalið á árunum 1998- 2014 var aðeins 386 frjó á rúmmetra. Er því um að ræða stórfellda aukn- ingu á frjókornum á Akureyri í maí- mánuði í ár miðað við fyrri ár. Frjó- korn hafa einnig aukist síðastliðinn áratug í Reykjavík, frjókornaof- næmissjúklingum til mikilla óþæg- inda. isb@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frjókorn á flugi Margir Íslendingar þjást af ofnæmi fyrir frjókornum. Fjöldi frjókorna í lofti mælist hár  Fjöldinn eykst ef sjaldan er slegið AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.