Morgunblaðið - 14.06.2014, Side 16

Morgunblaðið - 14.06.2014, Side 16
FRÉTTASKÝRING Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Þetta eru ákveðin mannréttindi. Þú, sem sakaður maður, átt rétt á verjanda og átt rétt á því að geta tal- að við verjanda þinn í einrúmi. Þessi réttindi eru einskis nýt ef eftirliti með símhlerunum er ábótavant,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir hæstaréttarlögmaður. Helga Mel- korka var verjandi Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur í svonefndu Ímon-máli. Við rannsókn málsins fékk embætti sérstaks saksóknara heimild til þess að hlusta á og taka upp símtöl ákærðu í byrjun ársins 2011. Í mál- inu kom fram að þegar ákærðu og verjendur fengu aðgang að upp- tökum vegna símhlustana var þar að finna upptökur símtala sakborninga við verjendur sína. Í lögum um með- ferð sakamála kemur fram að rann- sakendum ber að stöðva upptöku þegar ljóst er að um er að ræða sam- tal á milli ákærðu og verjenda þeirra, en þeir verða jafnframt að eyða upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert í málinu. Ekki einsdæmi á Íslandi Brot gegn meginreglunni um samskipti sakbornings og verjanda hafa áður komið til kasta dómstóla hér á landi. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 2012 lagði ákæruvaldið fram mynddisk frá lögreglu með upptöku af trúnaðarsamtali manns og verj- anda hans. Lögreglan hafði ekki slökkt á upptökunni þegar hún yfir- gaf herbergið þar sem yfirheyrsla fór fram. Í dóminum segir rétturinn að framlagning mynddisksins, sem héraðsdómarar vísuðu athuga- semdalaust til, hafi verið vítaverð. Þá eru lagareglur um umrædd réttindi sakbornings og verjanda ekki bundnar við íslenskan rétt, heldur hafa þær stoð í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, til dæmis í Mannréttindasáttmála Evrópu. Einskisnýt réttindi ef eftirlit er ekkert Morgunblaðið/Ómar Réttarhöld Lárentsínus Kristjánsson, verjandi Steinþórs Gunnarssonar, skoðar dóminn í Ímon-málinu, en Sigríður Elín var sýknuð í málinu. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 Ungar athafnakonur er nefnd sem nýverið var stofnuð fyrir ungar kon- ur sem hafa áhuga og metnað fyrir atvinnulífinu og starfsframa sín- um. Nefndin starfar undir FKA, Félagi kvenna í atvinnu- lífinu. Stofnun nefndarinnar var samþykkt og kynnt á aðalfundi FKA í maí, en starfsemin hefst ekki fyrr en í haust. Lilja Gylfadótt- ir, forsprakki nefndarinnar, segir þörf hafa verið á nefnd sem þessari fyrir ungar konur með metnað og háleit markmið. Hugmyndina að stofnun nefndarinnar fékk hún eftir að hafa sótt viðburði á vegum FKA með mömmu sinni, „mamma er búin að vera í FKA mjög lengi og þetta byrjaði þannig að hún bauð mér með á viðburði sem leyfðu gesti. Þar var ég alltaf langyngst, en þótti samt fyrirlestrarnir og umræðurnar mjög áhugaverðar. Mér fannst vanta eitt- hvað slíkt fyrir yngri konur, þar sem ég held að margar hefðu áhuga á að koma á slíka viðburði og hitta þessar konur og læra af þeim.“ Lilja fundaði með Þórdísi Lóu Þórhalls- dóttur, formanni FKA, sem varð til þess að þær ákváðu að stofna nefnd- ina. Báðar voru þær sammála um það að þörf væri á framtaki sem þessu, þar sem ekkert slíkt félag hafði verið starfrækt. Allar konur velkomnar Starfsemin hefst í haust og munu áhugasamar konur eiga möguleika á því að skrá sig í nefndina. Lilja segir stelpur á háskólastigi og þær sem eru nýstignar út á vinnumarkaðinn vera megin-markhópinn, en auðvitað séu allar velkomnar ef áhuginn er til staðar. Starfsemin verður með því móti að þær sem skráðar eru í félag- ið hafa aðgang að öllum viðburðum FKA, ásamt því að haldnir verða við- burðir sérstaklega fyrir félagið. Að sögn Lilju verður stílað inn á áhuga- verða fyrirlestra og konur sem skar- að hafa fram úr fengnar til að tala. Einnig er stefnt að því að halda áhugaverða fyrirlestra, til dæmis um það hvernig best sé að vera í at- vinnuviðtali og hvaða möguleika maður hefur eftir háskóla. Að sögn Lilju er ekki einblínt sérstaklega á viðskiptafræði, „leiðtogar koma úr öllum námsgreinum og öllum áttum“ segir hún að lokum. if@mbl.is Ungar athafna- konur sameinast  Stofnun nefndar undir hatti FKA Lilja Gylfadóttir Sigríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari sagði í samtali við mbl.is eftir uppkvaðningu dómsins að ætluð brot starfsmanna emb- ættisins yrðu ekki rannsökuð frek- ar vegna þess að brotin væru fyrnd. Helga Melkorka tekur fram að hún og skjólstæðingur sinn hafi þá ekki getað vitað af símhlustun- unum fyrr en fyrningarfresturinn hafi verið liðinn. Símtölin hafi farið fram í byrjun árs 2011 en hún fékk ekki vitneskju um þau fyrr en 2013 eftir að ákæra var birt. Þá telur hún að með umræðu um fyrningu brotanna sé litið framhjá því sem raunverulega skiptir máli, sem er brot á réttindum sakbornings. „Þessar reglur eru ekki íslenskt fyrirbæri heldur eru þetta al- þjóðlegar mannréttinda- reglur.,“ segir Helga Melkorka og bendir á að í umræddum Ímon-dómi taki dómurinn það fram að um sé að ræða brot á lögum þegar sam- tali hennar við sakborning var ekki eytt án tafar. „Við verðum að ákveða og ræða í hvernig samfélagi við viljum búa og hvort við viljum ekki að réttindi sem þessi skipti máli og séu virt.“ Virðum alþjóðleg mannréttindi SAMSKIPTI SAKBORNINGS OG VERJANDA Helga Melkorka Óttarsdóttir Andri Karl andri@mbl.is „Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinn- ist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvæg- um gögnum við rannsókn mál- anna og hafa snú- ið út úr framburð- um annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rann- saka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög,“ skrifaði at- hafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhann- esson í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Jón Ásgeir nafngreindi lögreglu- mennina Grím Grímsson og Svein Ingiberg Magnússon sem hann segir hafa farið fremstir í flokki gegn sér. Ástæða greinarskrifanna er fyrst og fremst sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum í Aurum- málinu svonefnda. Telur Jón Ásgeir að gögnum hafi verið haldið frá til að reyna að tryggja sekt hans. Hættulegir saksóknarar Þá sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að tjá sig hjá embætti sérstaks sak- sóknara og ræður öðrum frá því að svara spurningum rannsakenda við embættið. „Um leið og starfsmenn Sérstaks saksóknara eru búnir að afla sér heimilda til þess að hlera síma, ryðjast inn á heimili, handtaka fólk og hafa rótað í nærbuxnaskúffu á heimili hins grunaða þá er emb- ættið komið í þá stöðu að þurfa að koma sekt á menn með öllum tiltæk- um ráðum. Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu.“ Sveinn Ingiberg og Grímur sögðust í samtölum við blaðamann báðir hafna þessum orð- um alfarið, og að embættið sem slíkt hafnaði ummælum hans einnig. Fundað hefði verið um greinina inn- an embættisins í gær en engar ákvarðanir teknar um viðbrögð. „Þessi mál sem búið er að ákæra í verða afgreidd af dómstólum og fá sína niðurstöðu þar. Ég held að það sé rétti vettvangurinn fyrir svona umræðu,“ sagði Sveinn. Þá sögðust þeir ekki ætla að „taka þátt í svona slag“ og ræða málið frek- ar efnislega. Þannig væri Aurum- málið í áfrýjunarferli og væntanlega yrði það Hæstaréttar að eiga loka- orðið í því. Aldrei á bak við lás og slá Í grein sinni fer Jón Ásgeir um víðan völl og segir meðal annars: „Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskipta- brota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar.“ Hann nefnir ekki að hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Baugsmálinu og tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í skattahluta Baugsmálsins. Í skattahlutanum var Jóni Ásgeiri einnig gert að greiða 62 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. „Ég tel að sl. tólf ár hafi íslenska rík- ið eytt sem nemur 3,5 milljörðum króna í þessar rannsóknir. Aldrei fyrr í Íslandssögunni hefur einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rann- sóknar- og saksóknarvaldsins til þess að koma mér bak við lás og slá hefur það ekki gerst.“ Jón Ásgeir getur þess einnig að mál hans gegn íslenska ríkinu sé á lokastigum hjá Mannréttindadóm- stól Evrópu. „Ég vænti mikils af þeirri niðurstöðu enda sjá það allir að ekki er hægt að halda manni í sak- borningsstöðu í tólf ár.“ Vænir menn um lögbrot  Lögreglumenn funda eftir ummæli Jóns Ásgeirs um rannsóknaraðferðir Jón Ásgeir Jóhannesson Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010 www.heilsuborg.is Sjúkraþjálfarar - hjá Heilsuborg Við bjóðum Lindu Gunnarsdóttur og Örnu Steinarsdóttur velkomnar í hóp frábærra sjúkraþjálfara hjá Heilsuborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.