Morgunblaðið - 14.06.2014, Page 46

Morgunblaðið - 14.06.2014, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 Bók með úrvali ljósmynda Ragnars Axelssonar, RAX, ljósmyndara á Morgunblaðinu, er komin út í Frakklandi og á Íslandi í heims- þekkri ritröð um helstu ljósmyndara sögunnar. Ragnar hefur á undanförnum ár- um skipað æ hærri sess í hópi helstu ljósmyndara samtímans. Metnaðar- fullar bækur, sýningar og heimildar- kvikmynd um verk hans sem sýnd hefur verið víða um lönd hafa vakið athygli á umfangsmiklu safni hans af myndum af breytingum á lifnaðar- háttum íbúa norðurslóða. Í tengslum við sýningar og birt- ingu ljósmynda Ragnars af norður- slóðum í Frakklandi varð til ný bók sem nú kemur út samtímis í Frakk- landi og á Íslandi á frönsku og ensku. Bókin er hluti af ritröðinni Photo Poche, sem er fyrir löngu orð- in að stofnun í sögu ljósmyndar- innar, og miðar að því að birta í ódýrum og handhægum útgáfum verk þeirra ljósmyndara sem mest áhrif hafa haft á þróun miðilsins frá upphafi. Ritstjóri Photo Poche er Robert Delpire og hefur hann verið útgef- andi ritraðarinnar frá upphafi, árið 1982. Delpire er víðkunnur í frönsku menningarlífi. Hann hefur sem ljós- myndari, útgefandi, safnstjóri og rit- stjóri verið afar áhrifamikill í að kynna heimildarljósmyndun fyrir Frökkum og birti strax sem ungur maður verk meistara á borð við Henri Cartier-Bresson og Robert Capa í tímaritinu Neuf sem hann stofnaði um tvítugt. Hann var í mörg ár forstöðumaður Centre national de la photographie og undir hans rit- stjórn hafa komið út um 170 bækur í ritröðinni. Mary Ellen Mark skrifar Útgáfa á verkum Ragnars í þess- ari ritröð er mikil viðurkenning fyrir störf hans. Er hann aðeins fjórði Norðurlandabúinn sem fær verk sín birt í Photo Poche-bók, á eftir þekkt- ustu ljósmyndurum Svía, Christer Strömholm og Anders Petersen, og Finnanum Pentti Sammallathi. Texta bókarinnar rita vinur og kennari Ragnars, hinn heimsþekki bandaríski ljósmyndari Mary Ellen Mark, og enski ljósmyndafræðingurinn, rithöfund- urinn og útgefandinn dr. Huw Lew- is-Jones, höfundur bóka um ljós- myndun heimskautasvæðanna og metsölubókarinnar The Conquest of Everest. Crymogea fékk leyfi frá franska útgefanda Photo Poche, Ac- tes Sud, og enskum útgéfanda henn- ar, Thames & Hudson, til að gefa út á Íslandi enska gerð bókarinnar í sérstakri útgáfu og er það í fyrsta sinn sem slíkt leyfi fæst. Delpire valdi úr stórum hópi ljósmynda eftir RAX, mynda sem einnig urðu til í starfi hans sem fréttaljósmyndari, og er því þar að finna breitt úrval mynda sem spanna yfir þriggja ára- tuga feril. Ljósmynd/RAX Tilkomumikið Ein ljósmyndanna sem finna má í bókinni um Ragnar Axelsson og er hluti af ritröð Photo Poche. RAX í hópi þekktustu ljósmyndaranna  Ljósmyndir RAX á bók í ritröðinni Photo Poche Sleðahundar Bókin í Photo Poche ritröðinni vinstra megin og bókin sem Crymogea fékk leyfi fyrir að gefa út í sérstakri útgáfu. STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Æ ja Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Nesstofa-Hús og saga: Sýning í Nesstofu opin daglega frá 13-17 Nýjar sýningar í Myndasal Þjóðminjasafnsins: Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar Natríum Sól ljósmyndir Stuart Richardson Silfur Íslands í Bogasal Innblástur á Torgi Silfursmiður í hjáverkum í Horni Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Skemmtilegir ratleikir • Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 10-17 alla daga. Listasafn Reykjanesbæjar DÆMISÖGUR ÚR DRAUMALANDINU Karolína Lárusdóttir 29. maí – 17. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnunarklasinn Maris Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Lusus naturae Ólöf Nordal, Gunnar Karlsson og Þuríður Jónsdóttir Síðasta sýningarhelgi 14. júní - 24. ágúst 2014 Frumkvöðlarnir í safneigninni Opið 17. júni 12-17 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS NÝ SÝNING Leiðsögn með Hjalta Karlssyni sun. kl. 14 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra PÍANÓ 29.5.-29.6. 2014 SUROUNDED BY THE PUREST BLUE, I WELCOME YOU Sýning á videóverki íslensku listakonunnar, Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur á kaffistofu safnsins SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.