Morgunblaðið - 18.06.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þeir voru kátir og hressir krakkarnir sem sátu
aftast í þessum strætisvagni um daginn og sendu
friðarmerki og breitt bros til þeirra sem óku á
eftir vagninum. Að ferðast með almennings-
samgöngutækjum hefur marga kosti, margir
geta ferðast saman í einu, til dæmis hópur af
krökkum sem þurfa að komast á milli staða. Og
oft er glatt á hjalla þegar bernskunnar börn
koma saman og dettur þeim ýmislegt í hug.
Æskan leikur við hvurn sinn fingur
Morgunblaðið/RAX
Ungviðið ferðast með strætó og bregður á leik
Leitað verður
áfram í Fljótshlíð
og nágrenni að
Ástu Stefáns-
dóttur en leit að
henni hefur stað-
ið yfir frá því síð-
degis á þriðju-
dag. Samkvæmt
upplýsingum frá
lögreglu er leitin
minni í sniðum heldur en um og
fyrir helgi. Helst verður leitað á
vatnasvæðum Markarfljóts og í
innanverðri Fljótshlíð.
Leitin mun halda
áfram í Fljótshlíð
Frá Fljótshlíð.
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Ég var að mótmæla þeirri kenningu
að það geti ekki farið fram upplýst
umræða um ESB nema það liggi fyr-
ir samningur. Ég tel að það sé verið
að nálgast þetta mál með röngum
hætti,“ segir Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra um það sem
fram kom í hátíðarræðu sem hann
hélt á Hrafnseyri við Arnarfjörð í
gær.
Illugi gerði aðildarferli Íslendinga
að Evrópusambandinu að umtalsefni
í ræðu sinni. Hann sagði að umræðan
hér á landi hefði verið gagnleg og
uppbyggileg þótt veruleg snurða
hefði hlaupið á þann þráð öðru
hverju. Hann telur auðséð að sú nálg-
un og kenning að upplýst umræða um
aðild okkar Íslendinga að ESB geti
ekki farið fram nema við höfum
samning í höndunum eða getum „kíkt
í pakkann“ sé í besta falli villandi, en í
versta falli röng og jafnvel hættuleg.
„Sá pakki sem hér er talað um að
kíkja í liggur fyrir er núgildandi
regluverk ESB, en hann er pakki
dagsins í dag,“ sagði Illugi í ræðu
sinni. „Fyrst þarf að taka afstöðu til
þess hvort við viljum vera hluti af því
samrunaferli sem Evrópuþjóðirnar
eru í og stefna í á næstu árum. Sú
spurning hefur ekkert að gera með
aðildarsamning. Ef þjóðin segir já við
því og er þeirrar skoðunar að það
samrýmist hagsmunum Íslands að
taka þátt í því samrunaferli þá kemur
til umræðu um aðildarviðræður,“
segir Illugi í samtali við Morgunblað-
ið.
Röng aðferðafræði í viðræðum
Illugi segir að gjalda þurfi varhug
við því að líta á aðildarviðræður við
ESB eins og hvern annan viðskipta-
samning. „Við megum ekki horfa
framhjá þeim grundvallarspurning-
um sem vakna í tengslum við Evr-
ópusambandið. Þetta er miklu stærri
spurning og vandinn er sá að við höf-
um ekki nægjanlega rætt það í okkar
samfélagi hvort við viljum fara í
þessa vegferð sem evrusvæðið er á,“
segir Illugi.
„Við Íslendingar verðum að horfa
til þessa alls af mikilli alvöru. Við hóf-
um aðildarviðræður við ESB á mjög
veikum pólitískum grunni, með klofið
þing og klofna ríkisstjórn. Viðræð-
urnar sigldu í strand á síðasta kjör-
tímabili og á síðasta þingi var lögð
fram tillaga um formleg slit viðræðn-
anna, sem ekki tókst að afgreiða. Því
miður hefur umræðan um þessi mál
setið föst, hún er í fjötrum þeirrar
hugsunar að upplýst umræða geti
ekki farið fram án þess að samningur
liggi fyrir,“ sagði Illugi í ræðunni og
bætir við að hann telji mikilvægt að
„við leysum þessa fjötra og ræðum
um og gerum upp við okkur hvort við
viljum taka þátt í samstarfi evruríkj-
anna sem óumflýjanlega mun leiða í
átt til sambandsríkis.“
Illugi telur ESB-umræðu villandi
Áður en „kíkt er í pakkann“ þarf að taka afstöðu til þess hvort Ísland vill vera hluti af samrunaferli
evruþjóðanna Illugi segir aðildarviðræður við ESB ekki eins og hvern annan viðskiptasamning
Morgunblaðið/Kristinn
Menntamálaráðherra „Mér fannst mjög við hæfi að ræða á þessum stað og
degi um mál sem svo augljóslega snýr að fullveldi okkar,“ sagði Illugi.
Í ræðu sinni líkti Illugi þeirri
stöðu sem upp er komin meðal
evruríkjanna við þau vandamál
sem blöstu við Alexander Hamil-
ton, fyrsta fjármálaráðherra
Bandaríkjanna. Hamilton lagði til
að hin nýstofnuðu Bandaríki
tækju yfir skuldir allra ríkja inn-
an bandalagsins og leystu þann-
ig skuldavanda einstakra ríkja
sem voru orðin mikið skuldsett.
Þrátt fyrir mikla andstöðu varð
þessi leið Hamiltons ofan á og
þessi sameiginlega skuld og
hinn sameiginlegi skattur varð
grunnurinn að sameiginlegum
ríkisfjármálum Bandaríkjanna.
„Það er gagnlegt að rifja upp
þessa sögu nú þegar við ræðum
um framtíð Evrópu og einkum
evrusvæðisins,“ sagði Illugi í
ræðunni.
Skuldirnar
gerðar allra
Í SÖGULEGU LJÓSI
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samningaviðræðum Flugvirkja-
félags Íslands og Samtaka atvinnu-
lífsins, fyrir hönd Icelandair, var
slitið hjá ríkissáttasemjara um tíu-
leytið í gærkvöldi. Enginn samn-
ingafundur verður í dag. Að
óbreyttu verða því sett lög í dag á
fyrirhugað ótímabundið verkfall
flugvirkja sem hefjast átti kl. sex í
fyrramálið, 19. júní.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkis-
ráðherra sagði í
samtali við mbl.is
í gær að sam-
þykkt hefði verið
á ríkisstjórnar-
fundi, sem þá var
nýlokið, að kalla
þing saman í dag
kl. 15 vegna
kjaradeilu flug-
virkja við Ice-
landair. „Að ganga til slíkrar laga-
setningar er, líkt og ég hef áður
sagt, algjört neyðarúrræði og að-
eins réttlætanlegt þegar í húfi eru
miklir almannahagsmunir. Þannig
er staðan klárlega núna en það
breytir engu um það að það er að
mínu mati einnig algjörlega óvið-
unandi að svona staða sé ítrekað að
koma upp að löggjafinn þurfi að
hafa afskipti af kjaraviðræðum
einnar starfsstéttar við eitt fyrir-
tæki. Sú þróun gefur klárlega til-
efni til að skoða þessa lagaumgjörð
sem við búum við og heimildir rík-
issáttasemjara,“ sagði innanríkis-
ráðherra síðdegis í gær. Maríus
Sigurjónsson, formaður Flugvirkja-
félags Íslands, sagði hljóðið þungt í
sínum félagsmönnum vegna fyrir-
hugaðrar lagasetningar. Menn
væru mjög ósáttir.
Spurður út í þau ummæli Guð-
jóns Arngrímssonar, upplýsinga-
fulltrúa Icelandair, að flugvirkjar
geri kröfur langt umfram aðra
starfsmenn Icelandair, bendir Mar-
íus á að tillögur Icelandair um hag-
ræðingu feli í sér verulega aukið
álag á flugvirkja.
Undirbúa lög á verkfall flugvirkja
Innanríkisráðherra segir lögin neyðarúrræði Flugvirkjar eru mjög óánægðir
Maríus
Sigurjónsson
Níu Íslendingar hlutu heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu við hátíð-
lega athöfn á Bessastöðum í gær.
Dagfinnur Stefánsson flugstjóri
hlaut riddarakross fyrir brautryðj-
endastörf á vettvangi flug- og sam-
göngumála, einnig þau Friðjón
Björn Friðjónsson, fyrrverandi fjár-
málastjóri, fyrir forystustörf á vett-
vangi íþrótta og Guðný Sverris-
dóttir, fyrrverandi sveitarstjóri,
fyrir störf í þágu heimabyggðar.
Ennfremur hlaut Hallfríður Ólafs-
dóttir tónlistarmaður riddarakross
fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi
æskufólks, Helgi Hallgrímsson nátt-
úrufræðingur fyrir ritstörf og rann-
sóknir á íslenskri náttúru og Hjör-
leifur Stefánsson arkitekt fyrir
framlag til húsaverndar og sögu ís-
lenskrar byggingarlistar.
Þá hlaut Lilja Árnadóttir þjóð-
háttafræðingur riddarakross fyrir
frumkvöðlastörf að varðveislu list-
muna fyrri alda, Sigrún Guðjóns-
dóttir myndlistarmaður fyrir fram-
lag sitt til íslenskrar myndlistar og
Tómas Ragnar Einarsson tónlist-
armaður fyrir framlag til íslenskrar
djasstónlistar og menningarlífs.
pfe@mbl.is
Voru heiðr-
uð á Bessa-
stöðum
Níu Íslendingar
fengu fálkaorðuna